3.4.2009 | 13:19
Öfugmælavísur hinar síðari.
Helsta afrek núverandi ríkisstjórnar félagshyggju og bræðralags var að reka Davíð Oddsson til að????????
Já til hvers? Til að gera ræðuskrifara hans að aðstoðarbankastóra Seðlabankans? Til að útvega atvinnulausum Norðmanni vinnu? Svona greiðasemi við systurflokk Samfylkingarinnar í Noregi.
Eða til að breyta um vaxtastefnu og leggja niður þá gjöreyðingarstefnu sem hávextirnir hafa leitt yfir þjóðina?
O nei. Rangt svar ef einhver hefur kinkað kolli með sjálfum sér og sagt "Já, ætli það ekki".
Leikritið var sett á svið til að auka skáldlegan innblástur þjóðarinnar. Öfugmælavísur ÆraTobba eru fornar og í raun úreltar. Taka ekki á fárán nútíma firringu. Eins og sönnum póstmóderismum þá er stílinn flatneskjulegur, án stuðla og ríms. Það fangar betur þann hugarheim nútímamannsins sem upplifir bjargleysi og hræðslu gegn ógnaröflum.
En lítum á textann sem öfugmæla skáldin hin nýju birta þjóð sinni. Tóntegundin á rímunum er Norsk afdalastemma úr Suður Þrændalögum.
hagvísar bentu til þess að skilyrði hefðu skapast til þess að draga úr peningalegu aðhaldi
mikilvægi gengisstöðugleika með tilliti til efnahagsreikninga banka og fyrirtækja á meðan unnið sé að endurskipulagningu skulda
Peningastefnunefndin var sammála um að hægfara skref í vaxtalækkun væru réttlætanleg vegna þeirrar óvissu sem ríkti um samspil vaxta og gengis og viðkvæms efnahags fyrirtækja, heimila og banka.
Margt annað öfugt og skemmtilegt kom frá vísnahöfundum.
En í skýringum bentu þeir á nokkrar staðreyndir.
Vextirnir hafa ekkert að segja um gengisstöðgleika. Þess vegna herti Alþingi á gengishöftunum því gengið ræðst af framboði og eftirspurn.
En svona háír vextir hafa í för með sér gífurlegar vaxtagreiðslur til útlanda vegna krónubréfanna. Það eitt og sér þrýstir á fall krónunnar. Fegurð öfugmælanna í hnotskurn. Og það er mjög fyndið því að eins og segir í öfugmælavísnabálknum:
myndi veruleg gengislækkun tefla efnahag heimila og fyrirtækja í tvísýnu.
Ef þetta toppar ekki ÆraTobba, hvað þá? Kannski næsti vísnabálkur 8. apríl.
En svo gengu vísnahöfundar hlæjandi út og sögðu áheyrendum sínum að ef þeir vildu fá að vita af hverju vextirnir væru svona háir þá skyldu þeir spyrja Landsstóra Alþjóðagjaldeyrissjóðsins.
Hann réði vöxtunum.
Þeir væru bara vísnasmiðir.
Kveðja að austan.
Voru sammála um að lækka vexti um 1 prósentu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 13:33 | Facebook
Um bloggið
Ómar Geirsson
Færsluflokkar
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 316
- Sl. sólarhring: 710
- Sl. viku: 5900
- Frá upphafi: 1399839
Annað
- Innlit í dag: 283
- Innlit sl. viku: 5047
- Gestir í dag: 276
- IP-tölur í dag: 275
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.