Kreppan er ekki ennþá farin að bíta.

Það sést á tvennu.

Fylgi stjórnarflokkanna sem hafa afrekað það á 80 dögum sem Herra Lötum tókst á heilli ævi.  

Ekki neitt.  

Nema fólk telji það efnahagsaðgerð að pína gjaldþrota fólk.

Og fólk fúlsar við vinnu út á landi.  Trúir Snötum Alþjóðagjaldeyrissjóðsins að ástandið mun batna þegar líða tekur á árið.

En ástandið mun ekki batna.  Það er verið að sprauta eldsneyti á brunann.  Okurvextir og verðtrygging neyða fyrirtæki og heimili í miklu meiri samdrátt en þyrfti.  Og svo er það heimskreppan.  Fólk er farið að missa vinnuna sína í stórum stíl í Evrópu og Bandaríkjunum.  Atvinnulaust fólk mun hvorki ferðast til Íslands eða kaupa íslenskar vörur dýrum dómi.  Þeir sem óttast um vinnuna sína spara á meðan þeir hafa einhverjar tekjur.

Draumurinn um ferðamenn mun snúast í andhverfu sína þegar ferðaþjónustu aðilar sitja uppi með skuldir sínar og vexti félagshyggjunnar en mikinn samdrátt í tekjum.

Það að ástandið er ekki ennþá verra en það þó er sú að hagkerfið er ennþá að velta leifunum af því lánsfé sem streymdi inní landið í "veislunni".  En þetta fjármagn er hægt og rólega að þorna upp og ný innspýting er ekki í sjónmáli.  

Þá mun kreppan fyrst fara að bíta fyrir alvöru.

Svona korteri eftir kosningar þegar þjóðin uppgötvar að hún kaus köttinn í sekknum.

Þá væri gott að vera í góðri vinnu á Þórshöfn.

Kveðja að austan.

 


mbl.is Hræðsla við að vinna á landsbyggðinni?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Það er ekki svo einfalt að fólk í Rvík geti bara stokkið út á landsbyggðina og farið að vinna, hvernig er það ætla fyrirtæki þar að skaffa þessu fólki húsnæði og greiða fyrir það því það er ekki svo auðvelt að halda úti tveimur heimilum því ekki er auðvelt að selja eignir hér og gæti komið verr út fyrir þá að fara að vinna fyrir þessum launum og greiða tvöfaldan húsnæðiskostnað. Ég stend eimmitt í þessum sporum húsbóndin í öðru landi og við að halda úti tveimur heimilum og það skal ég segja ykkur að það er ekki að ganga upp. Hugsa dæmið til enda en ekki dæma að fólk vilji ekki flytja, því það eru bara margir í sömu stöðu og ég td föst í húsnæði og get hvorki verið eða farið.

Atvinnulaus (IP-tala skráð) 3.4.2009 kl. 08:37

2 identicon

Það er alveg rétt hjá "Atvinnulausum" að fjölmargir eru fastir í átthagafjötrum á höfuðborgarsvæðinu með gríðarlega ofmetnar og óseljanlegar fasteignir. Það eru ekki allir samt og maður hefði haldið að í hópi atvinnulausra væri líka fólk sem ekki væri fast í þessari gildru. Eitthvað gerir það að verkum að það vill frekar vera á bótum í Rvk.

BS (IP-tala skráð) 3.4.2009 kl. 08:43

3 identicon

Kjaftæði og fyrirsláttur!

Það er til nóg af atvinnulausum Íslendingum sem eru í leiguhúsnæði til að fylla þetta starf á Þórshöfn a.m.. þúsund sinnum.  Það er ekki langt síðan að þessu var öfugt farið og höfuðborgarbúar horfðu skilningsvanaaugum á landsbyggðarfólk sem kvartaði undan atvinnukostum í heimabyggð og hafði ekki enn sem komið var drullað sér á mölina.  Það er öruggt að þetta starf eins og svo mörg önnur að þau henti ekki öllum af einhverjum ástæðum.    Málið er að það er fullt af atvinnulausu fólki á höfuðborgarsvæðinu og á landsbyggðinni sem hefur enga haldbæra afsökun eða ástæðu til að fara út á land eða til höfuðborgarinnar til að vinna ef færi gefst, jafnvel þó svo að vinnan sé á Þórshöfn.  Atvinnulaus og auralaus í tiltölulega dýrri leiguíbúð í Reykjavík eða með atvinnu og smá aur í leiguíbúð á Þórshöfn er ekki "trick question", a.m.k. ekki þegar frá er talið fólk sem býr við raunverulega sérstakar aðstæður.  Það að geta ekki hugsað sér að búa í "fásinninu" eða í umferðinni í Rvk. eru ekki sérstakar aðstæður.   

Bjorn Jonasson (IP-tala skráð) 3.4.2009 kl. 09:31

4 identicon

Fólk á landsbyggðinni hefur verið margt hvert í átthagafjötrum, í óseljanlegum eignum eða algjörlega verðlausum.

Annars þá skil ég að sumir eru algjörlega fastir en ég er sammála BS að fullt af fólki er á leigumarkaðnum og ekkert því til fyrirstöðu að rífa sig upp. Þetta er upplagt fyrir fjölskyldu með börn þar sem hvergi er betra að ala upp börn en á landsbyggðinni. Nú er skólinn að klárast og þetta ætti því ekki að vera mál. Hvað varðar húsnæði þá get ég lofað að það verði ekki vandamál, viss um að eitthvað sé af lausu húsnæði sem fæst keypt á skít á kanil eða leigt. Get ekki ímyndað mér að leiguverð á Þórshöfn sé hátt og þá er ég að tala um undir 50000 fyrir einbýlishús.

Var ekki líka verið að auglýsa óbeint eftir fólki í prjónaverksmiðjuna í Vík í Mýrdal??? 

Vona innilega að fólk fari að velta fyrir sér möguleikum á landsbyggðinni. Þar er gott að búa, samfélagið einkennist af samkennd og rólegheitum, frábært er að ala börn upp í náttúrunni o.s.frv. og oft hægt að leggja bílnum því sem næst. Síðan er lítið af freystingum þannig að maður er ekkert að eyða miklu :=)

Auðbjörg (IP-tala skráð) 3.4.2009 kl. 09:45

5 identicon

Það getur nú verið erfitt að lostna með engum fyrirvara út úr leiguhúsnæði, svo eru aðstæður fólks misjafnar, gæti ekki verið að það hafi margir sótt um en ekki verið hæfir til starfsins fólk sem ekki hefur neina þekkingu. Trúi ekki að það hafi einginn sótt um þetta. Hvað mörg störf í Vík varðar þekki ég nú aðeins til og þar eru launin ekki það góð að það sé þess virði að rífa sig upp og setjast þar að því þau duga nú valla fyrir leigu, veit bara að þetta er illa borgað og efast að það sé mikið hærra en atvinnulsisisbæturnar svo er líka margir sem annar aðilinn hefur góða og örugga vinnu hér og ekki getur það fólk rifið sig upp og svo þaurfa báðið aðilar að fá vinnu á staðnum til að allt gangi upp. Er sjálf langsbyggðarmanneskja og fynnst það forréttindi að geta búið úti á landi en það er ekki einfallt. Vöruverð dýrara og er það nú dýrt hérna fyrir, og ef það eru unglingar þá er ekki svo auðvelt að kosta þau í skóla úti á landi hvað þá á stað sem ekki eru framhaldsskólar.

Svo ekki dæma kannski voru þeir bara óhæfir sem sóttu um.

Atvinnulaus (IP-tala skráð) 3.4.2009 kl. 10:23

6 identicon

Er þetta ekki sölumansstarf?  Það hafa ekki allir þann hæfileika að vera sölumenn og í ofanálag á sölumaður fyrir fyrirtækið að búa þar sem mestur möguleiki er fyrir sölu. Hann á að vera í persónulegu sambandi við viðskiptavininn en ekki í síma eða á netinu. Hann á að kynna vöruna auga fyrir auga. Hann á að búa á suðurlandi. Einfalt.

V. Jóhannsson (IP-tala skráð) 3.4.2009 kl. 10:32

7 Smámynd: Ómar Geirsson

Takk fyrir innlitið kæra fólk.

Ég var ekki að sneiða að atvinnulausu fólki.  Benti bara á að fólk væri ekki ennþá orðið örvæntingafullt.  Og er það vel.

Mér er minnisstæð frétt frá New York í byrjun mars þar sem kona þar í borg var tekin tali þar sem hún var að pakka saman og setja dótið sitt út í bíl.  Hafði ekki lengur efni á að eiga heima í borginni því hún hafði misst vinnuna.

Ég vona að eitthvað gerist í okkar málum áður en  örvæntingin kemst á það stig að fólk geri hvað sem er til að skrimta.

En það er ekki slæmt að eiga heima á Þórshöfn.  En fólki þar er engin greiði gerður með því að fólk sé flutt þangað hreppaflutningum.  Því tímabili lauk vonandi snemma á 20. öldinni.  En sem möguleiki fyrir nýútskrifaðan fræðing gæti þetta verið gott tækifæri til að hefja sinn starfsferil.  Og börnin yrðu alsæl.  Það sem slíkt er líka lífsgæði.

En við þurfum nýja ríkisstjórn sem vinnur fyrir almenning en ekki auðmenn og fjármagnseigendur.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 3.4.2009 kl. 13:30

8 identicon

Á ekki að flytja verksmiðjuna suður líka, fyrst menn eru byrjaðir á þessu.  Reykjavík er full af framkvæmdastjórum og sölumönnum sem unnu fyrir fyrirtæki sem voru í Reykjavík, seldu til höfuðborgarbúa og eru nú gjaldþrota.  Það dettur mér ekki í hug að fara að kenna einu af þeim fyrirtækjum sem eru enn í rekstri og að ráða fólk í vinnu hvar það á að staðsetja sína sölustarfsemi.

Bjorn Jonasson (IP-tala skráð) 3.4.2009 kl. 13:32

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ómar Geirsson

Höfundur

Ómar Geirsson
Ómar Geirsson
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • Screenshot (49)
  • Screenshot (49)
  • ...img_0104a

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 4
  • Sl. sólarhring: 19
  • Sl. viku: 450
  • Frá upphafi: 1412812

Annað

  • Innlit í dag: 4
  • Innlit sl. viku: 389
  • Gestir í dag: 4
  • IP-tölur í dag: 4

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband