Hvernig ætla menn að greiða ICEsave landráðin með þessum vöruskiptajöfnuði?

Fyrir þessa 8,3 milljarða þarf að borga vexti af erlendum lánum heimilanna.  Það þarf að borga vexti af erlendum lánum atvinnulífsins og það þarf að borga vexti af erlendum lánum ríkissjóðs.  Og það þarf að borga vexti af láninu til Alþjóðagjaldeyrissjóðsins.

Svo þarf að borga sjálf lánin.  

Hvað halda menn að 8,3 milljarðar á mánuði fari langt með að dekka þessa vexti og afborganir?

Endurreisa bankakerfið og fá meiri erlend lán hrópa Snatar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins.  

En bankakerfið í Bandaríkjunum er  fallið og það er á heljarþröm í Evrópu.  Það er fyrirséð að það kemst á framfæri ríkissjóða viðkomandi landa í sumar og haust.  

Hvort finnst menn líklegra að skattgreiðendur í Evrópu vilji að takmörkuðu fjármunum sé varið til að endurfjármagna skuldir heima fyrir eða einhvers staðar norður í Ballarhafi, hjá þjóð sem getur ekki borgað skuldir sínar en vill alltaf fá meira og meira að láni?

Það skiptir ekki máli hvað vitleysingarnir svara.  Raunveruleikinn er harður og ekkert nýtt fjármagn mun reka hér á fjörur næstu árin.  Þó erlendir bankar vildu þá eiga þeir ekki til pening frekar en við.

Það eru allir á hausnum.

Þess vegna þarf Íslenska þjóðin að lifa á því sem hún aflar.  Og ekki stofna til frekari skuldbindinga.  Hafi ekkert nothæft komið út úr öllum þeim erlendum lánum sem við tókum til uppbyggingar þá verðum við að notast við það sem við eigum,  Hversu gamalt og úrelt það er.  

Við erum búin að slá lánin. Núna þarf að greiða þau til baka.

En það verður að stoppa landráðamennina sem fljúga á Sagaklass til erlendra þjóða í þeim tilgangi að slá sig til riddara á kostnað þjóðanna.  Vilji Samfylkingin borga skuldir breta þá  má hún það sjálf.  En stjórnarskráin bannar henni að nota eigur almennings til þess.

Og það er dómsstóla og lögreglunnar að sjá til þess að stjórnarskrá Íslands sé framfylgt.

Þessar stofnanir eru ekki fjármagnaðar af almenningi til að stoppa súpuþjófa á neyðartímum.  Þær eiga að gefa út handtökuskipanir á þá sem eru að koma þjóðinni á vonarvöl með svikráðum sínum.

Þegar Ísland uppfyllti Tilskipun Evrópusambandsins um stofnun Tryggingasjóðs innlána þá var öllum skuldbindingum okkar fullnægt í ICEsave reikningunum.  Enda gerði Evrópubandalagið engar athugasemdir við þá gjörð.

Eftirá túlkun Sambandsins stenst ekki lög og er andstæð innihaldi þeirra tilskipana sem eftir var farið.

Þó einhverjir ráðherrar í þáverandi ríkisstjórn Íslands hafi sagst ætla að borga það sem uppá vantaði í Tryggingasjóða innlána þá hafa orð þeirra ekkert lagagildi en hugsanlega geta þeir sem töpuðu á ICEsave farið í mál við viðkomandi ráðherra og hafta af þeim eigurnar.  Annað ekki.

Og þó Alþingi samþykki einhverja viljayfirlýsingu vegna þvingana Samfylkingarinnar þá er það innantómt plagg ef það stangast á við stjórnarskrá Íslands.  Það er skýrt tekið fram í lögum hvernig Íslenska ríkið stofnar til ábyrgða og þau skilyrði eru ekki til staðar í ICEsave.

Það er óþarfi að sveitarpiltsins draumur um forfrömun í Brussel leiði af sér hörmungar yfir sjúka og aldraða.  Ríkissjóður notar ekki sama pening tvisvar.  Þegar er t.d búið að fórna mænusköðuðum með rústun Grensásdeildar og það er aðeins byrjunin á þjáningum þjóðarinnar.

Þá er einfaldara að gefa sveitapiltinum að éta á Hrauninu.  

Ísland er alvöru lýðveldi.  Landráð eru bönnuð hér eins og hjá öðrum þjóðum.  

Kveðja að austan.

 

 


mbl.is Vöruskiptin hagstæð um 8,3 milljarða
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ómar Geirsson

Höfundur

Ómar Geirsson
Ómar Geirsson
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • Screenshot (49)
  • Screenshot (49)
  • ...img_0104a

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 340
  • Sl. sólarhring: 702
  • Sl. viku: 5924
  • Frá upphafi: 1399863

Annað

  • Innlit í dag: 305
  • Innlit sl. viku: 5069
  • Gestir í dag: 298
  • IP-tölur í dag: 296

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband