Hvernig ætla menn að halda gegninu stöðugu og á sama tíma greiða 80 milljarða úr landi í vexti?

Með Hópefli?  Láta alla hagfræðingahjörð Íslands kyrja eina samhljóma Möndru: "Svona nú króna, koma svo.  Standa sig.  Ekkert slen".

Þegar ekkert nýlánsfé berst til landsins sökum frostharka á erlendum lánmörkuðum ásamt þeirri staðreynd að Íslendingar eiga ekki fyrir skuldum sínum, þá er aðeins eitt sem heldur genginu stöðugu og það er sjálfafla fé þjóðarinnar.  Gengishöftin viðurkenna þá staðreynd.  

En útlendir fáráðar knýja þjóðina til að hafa hæstu stýrisvexti í öllu sólkerfinu.  Segja að það sé gert til að halda stöðugleika og stöðugleiki þýðir hratt minnkandi verðbólga.  Vei hrópa þá bjánaprik Íslands, meðlimir Íslensku hagfræðingarhjarðarinnar.  "Við þurfum háa vexti til að skapa trúverðugleika".  Án trúverðugleika markaðsins fellur gengið.

Svo labbaði einhver kona inní Seðlabankann og vildi skipta vöxtunum sínum í Evrur.  Hún var krónubréfaeigandi og langaði að nota vextina heima hjá sér.  

Við þessa einfalda athöfn þá féll gengið.  

Í næsta mánuði kemur konan aftur og vill meira.  Eins mun breski konsúllinn líta við og fá landráðapeningana til útborgunar.  Þá fellur gengið aftur.

Því allt heimsins bull og vitleysa, endurtekin af heilli hjörð bjánaprika mun ekki koma í veg fyrir það að króna fellur á meðan þjóðin er þvinguð til að greiða hæstu vexti í heimi.  Og ríkisstjórnin brýtur stjórnarskrána með ólöglegum greiðslum til breta vegna ICEsave.

Gengi gjaldmiðils ræðst af framboð og eftirspurn.  Þetta  á stendur á blaðsíðu 5 í almennri þjóðhagfræði.  En í þeirri góðu bók er hvergi minnst á "trúverðugleika" eða kyrjun Mandra til að skapa gengisstöðugleika.  

Hvað hefur eignilega verið kennt í viðskiptafræðinni síðastliðin 25 ár.  Hver sagði hjörðinni þessa vitleysu að Möndrur héldu uppi gengi?  

Bar tímana í þjóðhagfræði alltaf uppá 1. apríl?  Og var kennarinn stríðnispúki?

Bara spyr því mig langar svo rosalega að vita hvernig bábiljur og hindurvitni verða til.

Kveðja að austan.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Arinbjörn Kúld

Þetta með möntrurnar hófst í haust þegar hrunið hófst. Hér eftir verða það möntrur og óskhyggja sem menn ætlast til að ráði gengi krónunnar.

Arinbjörn Kúld, 2.4.2009 kl. 02:36

2 Smámynd: Ómar Geirsson

Já og jafnvel hugleiðsla.  En krónan heldur ekki nema á mun lægra gengi því miður.  Og ef þau landráð halda áfram sem núna er í gangi þá mun hún aldrei halda.  Haraldur Líndal benti svo réttilega á í þættinum hjá Agli að það yrði aldrei til nægur gjaldeyrir til að borga allar þær skuldir sem menn væru æstir að koma á þjóðina.  Varla nóg til að borga það sem þarf að borga. 

Og menn geta gleymt endurfjármögnun í bili.  Bankakerfi Evrópu mun falla í sumar.  Þó ríkisstjórnir haldi því gangandi með yfirtöku þá munu skattgreiðendur viðkomandi landa krefjast þess að þeir gangi fyrir um lánveitingar.  Það fer enginn að lána útí ballarhaf í bráð.

En þú skuldar mér komment á pistilinn um skuldaþrældóminn.  Ég tók stórt uppí mig en vinstri menn á neyðartímum mega ekki haga sér sem hægri menn.  Það verður að vera munur.  Hverjir ætla þá að styðja mannúðina ef félagshyggjufólk gerir það ekki.

kveðja Ómar.

Ómar Geirsson, 2.4.2009 kl. 09:20

3 Smámynd: Arinbjörn Kúld

Ég skla reyna bæta úr því Ómar minn.

Arinbjörn Kúld, 3.4.2009 kl. 13:07

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ómar Geirsson

Höfundur

Ómar Geirsson
Ómar Geirsson
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • Screenshot (49)
  • Screenshot (49)
  • ...img_0104a

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 45
  • Sl. sólarhring: 625
  • Sl. viku: 5629
  • Frá upphafi: 1399568

Annað

  • Innlit í dag: 38
  • Innlit sl. viku: 4802
  • Gestir í dag: 37
  • IP-tölur í dag: 37

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband