Það var þá lygi eftir allt saman að trúverðugleiki peningastefnunnar tryggði gegnisstöðugleika.

Stjórnvöld viðurkenndu þessa lygi með því að herða gjaldeyrishöftin.  Tveir menn, sem hafa fjöregg þjóðarinnar í hendi sér, Norski sendisveinn Samfylkingarinnar í Seðlabankanum og fulltrúi Alþjóðagjaldeyrissjóðsins gagnvart Íslandi, hafa báðir komið fram í viðtölum og logið því að þjóðinni að gengið væri stöðugt vegna þeirrar trúverðugu peningastefnu sem þeir hafa þvingað upp á þjóðina.  Það var þeirra eina réttlæting á þeim okurvöxtum sem hér er allt að drepa.

En kannski voru þeir ekki að ljúga.  Kannski er ríkistjórn Félagshyggju að ljúga að þjóðinni.  Skoðum hvað stendur í frétt Morgunblaðsins:

Á fundi nefndarinnar kom fram, að vart hefði orðið tilhneigingar til að fara í kringum skilaskyldu gjaldeyris og að sú þróun gæti leitt til frekari veikingar á íslensku krónunni. Frumvarpinu væri ætlað að fyrirbyggja þetta.

Annar hvor aðilinn getur ekki haft rétt fyrir sér.

Kveðja að austan.


mbl.is Gjaldeyrisfrumvarp að lögum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Arinbjörn Kúld

Var það ekki hrein og klár græðgi sem hvatti menn til að fara á svig við reglurnar? Fengu fleiri krónur í útlöndum!

Arinbjörn Kúld, 2.4.2009 kl. 02:22

2 Smámynd: Ómar Geirsson

Blessaður Arinbjörn.

Skiptir ekki máli hvort þetta er heiðarleg græðgi, sjálfsbjargarviðleitni eða hreinræktað eðli til lögbrota.  

Lögin eru skýr.  Telji menn að það megi sveigja þau þá eiga þeir að sækja um leyfi til Seðlabankans.  Eða það sé stofnuð úrskurðarnefnd.  Útfæri þá hugmynd lítillega í andsvari í pistlinum "Hvað á að fara að stjórna".   Nenni ekki að útfæra hana nánar því það þjónar litlum tilgangi.  Er með hugann við næsta skammarpistil á Steingrím.

En þetta er lítið dæmi um skort á forystu.  Ef vilji stjórnvalda er skýr þá hlýða menn honum.

En það þarf líka að vera samstaða og þess vegna var svo mikilvægt að fara þá leið sem ég minntist á í Blessunarpistlum mínum að segja sannleikann og boða til þjóðfundar til kynningar á stöðunni og hvað er til ráða.

Þegar menn horfast í augun á vandanum er bara ein fær leið útúr honum og hún heitir Samstaða og Gera það sem  þarf að gera.

Þetta á ekki að vefjast fyrir fólki.

Kveðja Ómar.

Ómar Geirsson, 2.4.2009 kl. 09:12

3 Smámynd: Arinbjörn Kúld

Blessaður Ómar, mikið rétt. Það er bara ein leið fær en við getum ekki farið hana eins og þú segir nema með: Samstöðu og að við gerum það sem þarf að gera. Það er með hreinum ólíkindum að hlusta á þingmenn og ráðherra rífast eins og krakkar í sandkassa á tímum sem þessum.

Arinbjörn Kúld, 3.4.2009 kl. 14:32

4 Smámynd: Ómar Geirsson

Blessaður Arinbjörn.

En þetta er hættan þegar einhver flokkur ætlar að reyna að skora keilur.  Eða einhver hópur telur sig hafa styrk til að knésetja annan.

Menn gleyma alltaf varnareðlinu.  

Samfylkingin tók þann pólinn í hæðina strax eftir hrun að nýta ástandið til að skora stig í Evrópumálum.  Hrunið hefði aldrei gerst ef við hefðum verið í ESB og haft Evruna og nú er ESB og Evran eina ráðið.

Í kjölfarið byrjaði Barbabrellan um Davíð sem var svo greinilega stýrt frá skrifstofu Samfylkingarinnar og stöðugt nag útí Sjálfstæðisflokkinn vegna Evru og ESB mála.  Og hún sló hugmynd Steingríms um þjóðstjórn út af borðinu.  

Líklegast stærsta ógæfuspor sem var stigið eftir hrunið því Steingrímur Joð gaf rétta línu í þingræðu sinni frægu þarna rétt eftir hrunið.  Það besta sem Íslenskur stjórnmálamaður hefur sagt síðustu áratugina, hið minnsta.

Eins töldu þeir sem höfðu orðið undir í baráttunni, róttæklingar, fátækt fólk, vinstri menn og svo framvegis að núna væri tími til kominn að lát kné sæta kviði gagnvart auðmönnum og leppum þeirra.

Menn vanmeta alltaf mátt peninga og drullu og sullu mátt Sjálfstæðisflokksins.  

Enda er allt í kalda koli og menn rífast um orðlag og orðaleppa í stað þess að takast á við málin.

Og það er þetta sem mér finnst vera að Andófsframboðunum eins og ég hef áður sagt þér.  Fólk vill framtíðarsýn en ekki fortíðarhjal.  Þeir sem vilja það eru  aðallega eldri kallar sem líka fá áfall þegar þeir heyra minnst á frystingu verðtryggingarinnar.  Með öðrum orðum, markhópur Samfylkingarinnar.

En foreldrar og ömmur eru stærsti einstaki hópur þessa lands og núna þegar öryggi barnanna er ógnað þá mun sá hópur eða flokkur skora stig og fá mikinn stuðning sem er heilsteyptastur í framtíðarstefnumótun.  

Sameiginleg sýn, hugljómun, það má kalla þetta ýmsum nöfnum en þetta er það sem mun skilja milli feigs og ófeigs í komandi átökum.

Þetta verður Borgarahreyfingin að haga í huga þegar hún setur fram stefnu sína.

Kveðja Ómar.

Ómar Geirsson, 3.4.2009 kl. 21:33

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ómar Geirsson

Höfundur

Ómar Geirsson
Ómar Geirsson
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • Screenshot (49)
  • Screenshot (49)
  • ...img_0104a

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 10
  • Sl. sólarhring: 14
  • Sl. viku: 456
  • Frá upphafi: 1412818

Annað

  • Innlit í dag: 10
  • Innlit sl. viku: 395
  • Gestir í dag: 9
  • IP-tölur í dag: 9

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband