Úpss! Aumingja Össur.

Ætli Haraldur ríkislögreglustjóri taki á móti honum á flugvellinum.  Landráð eru víst bönnuð í stjórnarskránni. 

Þó Össur langi ofsalega mikið í Evrópubandalagið þá má hann ekki stofna til ólöglegra fjárskuldbindinga í útlöndum.

Ef hann vill greiða ICEsave þá verður hann að standa fyrir söfnun innanlands og utan.  Miðað við vilja Samfylkingarfólks að knýja fátæka og sjúka í örbirgð til að hægt sé að landa því sem Ingibjörg kallaði pólitíska lausn, þá hlýtur það vilja láta sama yfir sig ganga.  Þetta er jú allt saman jafnaðarfólk.

En Össur getur ekki látið ríkið borga sín áhugamál eða pólitískar lausnir.  Það er skýrt kveðið á um í stjórnarskrá Íslenska lýðveldisins hvernig ríkið stofnar til ábyrgða.  EES samningurinn uppfyllti ekki þau skilyrði því engin ríkisstjórn má skrifa upp á óútfylltan víxil eða ábyrgð sem tilgreinir ekki upprunalega upphæð sem ríkið ábyrgist.  Enda var Jón Baldvin ekki landráðamaður og lét ekki þjóð sína samþykkja ótakmarkaða ábyrgð á skuldbindingum einkabanka á Evrópska efnahagssvæðinu.  Í þeim reglum sem Jón Baldvin lét Alþingi samþykkja var skýrt kveðið á um þær skyldur Íslenska ríkisins að stofna Tryggingasjóð innlána eftir þeim reglum sem Evrópusambandið gaf út.  Enda gerðu Íslensk stjórnvöld það og Evrópusambandið samþykkti þær reglur.  Samsvarandi reglur gilda í öðrum löndum Evrópusambandsins.

Þó breskur hryðjuverkamaður hafi orðið þreyttur á að sprengja upp saklaust fólk í Írak og ákveðið að finna sér ný fórnarlömb þá verður slíkt brjálæði aldrei að lögum.  Lög eru eitthvað sem sett eru af þjóðþingum viðkomandi landa  og Evrópusambandið sjálft stjórnar sínum málum með tilskipunum.  Hvergi er tekið fram í lögum og reglum Evrópusambandsins að orð bresks brjálæðings hafi lagagildi.  Jafnvel þó fleiri taki undir þau.

Þannig að Össur greyið verður að safna sjálfur fyrir ICEsave.  Ef hann fær Alþingi til liðs við sig þá eru það samt landráð því Alþingi má ekki brjóta stjórnarskrána með því að samþykkja einhverja óskilgreinda ábyrgð.  Eða samþykkja greiðslur til annarra þjóða sem stórskaða Íslenskt þjóðfélag og velferð.  Hafandi aldrei samþykkt slíka ábyrgð eða skuldbindingar. 

Lygin um að þetta standi í EES samningnum stenst enga skoðun og ríkislögmaður mun fá þá þingmenn dæmda sem samþykkja gjörninginn.  Landráð eru jú landráð, sama hver á í hlut.  Hvað hefði dómsvaldið sagt ef fyrrverandi ríkisstjórn hefði látið Alþingi samþykkja 600 milljarða framlag til fátækra auðmann á Tortilla eyjum, svona vegna gamallar vináttu.  Hefði aldrei gengið því stjórnarskráin einmitt bannar slíka geðþóttagjörninga.  Þá sæti Árni núna á Hrauninu.

Eins mun verða um þá þingmenn sem samþykkja ICEsave skuldbindingarnar.  Þeir eru ekki æðri stjórnarskrá lýðveldisins.  

Keyri Samfylkingin fyrirhuguð landráð sín í gegnum þingið þá mun það skapa gífurlega vandamál fyrir Valtý fangelsisstjóra.  Það er, ef lögreglan og dómsvaldið hlýða þeim lögum sem gilda í landinu. 

En kannski er Ísland gervilýðveldi þar sem 63 þingmenn geta hagað sér eins og þeim sýnist.  Þrískipting valds sé aðeins orð á blaði.

Þetta skýrist fljótlega.  

En ég myndi samt vera hræddur við Harald ef ég væri í  sporum Össurar.

Kveðja að austan.

 


mbl.is Össur og Miliband ræddu um Icesave
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Skemmtilegur pistill. Það mætti ætla af honum að EES og Icesave hafi veri e-s konar sérdíll Samfylkingar. Reyndir er nú samt sú að Samfylking var stofnuð árið 2000 en EES samningurinn var samþykktur árið 1993. Heldur klént því að kenna Samfylkingunni um hann. Eins er einkennilegt að reyna að klína Icesave á Samfylkingu -- ef þessi ósköp eru einhverjum stjórnmálaflokki að kenna er það Sjálfstæðisflokkur (sem var leiðandi stjórnarflokkur árið 1993 þegar EES var samþykkt og árið 2003 þegar Landsbankinn var seldur Björgúlfum. Ég veit að þetta er sársaukafullt fyrir sjálfsæðismenn, en það þýðir því miður ekki að kenna öðrum um eigin bommertur!

GH (IP-tala skráð) 31.3.2009 kl. 19:57

2 Smámynd: Ómar Geirsson

Takk GH.  Ég reyni stundum mitt besta til að vera ekki mjög leiðinlegur.

Takk fyrir að kalla mig Sjálfstæðismann.  Er varla búinn að jafna mig á því þegar Haukur kallaði mig fyrir laumukomma í haust.  Það þarf að gæta jafnvægis.  Annars er ég lélegur Hriflungur.

En ég sé að þið Samfylkingarmenn eigið það til að vera sárir þegar ykkur er kenndur króginn.  Hélt að ykkur þætti vænt um hann.  Sagði ekki Árni Páll í Silfrinu hjá Agli að "auðvitað eigum við að borga" ICEsave reikningana.   Í hans huga var enginn vafi.  Og bloggarar á ykkar vegum fara hamförum á netinu við að eigna sér krógann.  Ef Ísland ætlar að ganga í ESB og lifa í samfélagi þjóðanna þá stöndum við skuldbindingar okkar í ICEsave deilunni er sagt.  Eini gallinn er sá að þið gleymduð að lesa stjórnarskrána áður en þið hvöttuð til landráðanna.

Það er nefnilega mikill munur á því að segja að við eigum að borga eða segja að þjóðin er þvinguð til að borga vegna kúgunar Evrópubandalagsins og misbeitingu sambandsins á Alþjóðagjaldeyrissjóðnum.

Og króginn var skýrður ICEsave og um hann fjallaði pistill minn.  Það stendur ekkert um það í EES samningnum eða tilskipunum Evrópusambandsins að Ísland eigi að borga.  Enda hefur enginn Íslenskur ESB-sinni í lögmannsstétt þorað að tjá sig undir nafni um það.  Lygin hefur verið flutt undir nafnleynd og í skúmaskotum sem fóður handa nytsömum sakleysingjum sem vilja trúa af einhverri innri píslarvættishvöt að þjóðin eigi að þjást fyrir gjörðir stórkapítalista sinna. 

En sömu aðilar vilja ekki missa æruna við að bulla opinberlega.  Eftir að þeir félagar, Stefán og Lárus, flengdu Yngva Örn hagfræðing  opinberlega þá hefur enginn treyst sér til þess opinberlega að halda fram þessum landráðum.  Einna helst að Vilhjálmur Þorsteinsson, eðalkrati reyni að verja stefnu ykkar.   Á hann heiður skilinn fyrir að þora að tjá sig undir nafni og rökstyðja sitt mál.  En hann hefur ekki þorað að skrifa blaðagrein.  Vill ekki láta flengja sig eins og Yngva.

Það er rétt að Sjálfstæðisflokkurinn beygði sig fyrir afarkostum ESB og VinstriGrænir hafa samviskulega tekið upp stefnu flokksins í núverandi stjórn með Samfylkingunni.  En mér vitanlega hefur enginn stjórnmálamaður/menn úr öðrum flokkum en Samfylkingunni lýst yfir stuðningi við kúgun Evrópusambandsins.  Og það er opinbert leyndarmál að Samfylkingin hótar stjórnarslitum ef meðflokkur hennar fylgir samvisku sinni og þjóðarinnar.  Hún vill láta þjóðina borga.

Geti þú sýnt mér fram á annað þá skal ég skrifa nýjan pistil um hin meintu landráð, og taka Samfylkinguna útaf lista meintra landráðaflokka.  Eins skal ég bæta öðrum flokkum á listann ef þú getur komið með eina tilvitnun í stjórnmálamann úr öðrum flokkum sem hefur lýst stuðningi við málstað Evrópusambandsins í ICEsave deilunni.  Bara ein tilvitnun.  Það dugar til að komast á landráðalistann.

En þar fyrir utan þá var ég aðallega vorkenna þingheimi að lenda á Hrauninu.  Það á að skera það mikið niður þar að þeir komast ekki einu sinni í framhaldsnám á meðan dvöl þeirra varir.  Er ekki lífstíðarfangelsi við landráðum?  Man það ekki.

En lög er lög og ákvæði stjórnarskrárinnar eru skýr um hvað Alþingi má og má ekki.  Vilji þeir samþykkja ICEsave þá verða þeir fyrst að breyta stjórnarskránni.  Annars er það Hraunið ef dómsvaldið er sjálfstætt.  

Og þetta kemur mínum pólitískum skoðunum ekkert við.  Ég var ekki á lifi þegar Lýðveldið var stofnað 1944 og hafði því ekkert með samningu Landráðakafla stjórnarskrárinnar að gera.  Ekki einu sinni í fyrra lífi.

Alveg satt.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 31.3.2009 kl. 21:53

3 Smámynd: Arinbjörn Kúld

Ævilangt fangelsi eru hörðusut viðurlög við landráðum. Góður pistill. Fær mig til að langa skrifa líka um sama efni þ.e. væntanleg landráð þingheims og ríkisstjórnarinnar.

Arinbjörn Kúld, 2.4.2009 kl. 02:16

4 Smámynd: Ómar Geirsson

Blessaður Arinbjörn.

Já eða borða úldin hákarl í vikur.  Kemur að sama stað niður og mun ódýrari lausn.

Kveðja, Ómar.

Ómar Geirsson, 2.4.2009 kl. 09:00

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ómar Geirsson

Höfundur

Ómar Geirsson
Ómar Geirsson
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • Screenshot (49)
  • Screenshot (49)
  • ...img_0104a

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 9
  • Sl. sólarhring: 16
  • Sl. viku: 455
  • Frá upphafi: 1412817

Annað

  • Innlit í dag: 9
  • Innlit sl. viku: 394
  • Gestir í dag: 9
  • IP-tölur í dag: 9

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband