31.3.2009 | 18:30
Hvað, á að fara að stjórna?
Það kom að því að Steingrímur Joð gerðist ráðherra en ekki sendisveinn erlendra Óberma. Ef þjóðin fær ekki þann gjaldeyri sem hún aflar þá er hún strand. Tími erlendra eyðslulána er liðinn.
En hverjir flytja út? Er það ekki aðeins nokkur tugur fyrirtækja sem öll þurfa að skila inn skýrslum um útflutning sinn? Á þjóðin ekki nóg af atvinnulausum bankamönnum sem kunna öll trixin. Stofna leynifélög, leynireikninga eða segja að hvítt sé svart eða allt það sem auðmennirnir báðu þá um.
Það á að gera þessum mönnum einfalt tilboð. Þið haldið fyrri launum en fylgist með gjaldeyrisskilum. Þið fáið fyrst reynsluráðningu til þriggja mánaða en ef afrakstur ykkar vinnu er sá að gjaldeyrir komi til landsins eins og hann á að gera, þá fáið þið fastráðningu og kauphækkun.
Og það á ekki að flækja málin. Allar stórþjóðir setja á herlög á neyðartímum og skjóta landráðamenn. En við eigum ekki her og erum líka smáþjóð, þó ráðamenn okkar hafi gleymt því í smá tíma. Því dugar að svipta þessi fyrirtæki útflutningsleyfi og þeir sem ábyrgðina bera eiga að fá á sig 105 ára bann á þátttöku í atvinnustarfsemi.
Þetta myndi svínvirka. Eina forsendan er að ráðamenn þjóðarinnar átti sig á, í hvaða alvarlega stöðu þeir hafa komið þjóð sinni í. Það er tími til kominn að menn hagi sér eftir aðstæðum og leysi þann vanda sem við er að etja.
Annars eiga þeir að segja af sér.
Kveðja að austan.
Herða á gjaldeyrishöftin | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Um bloggið
Ómar Geirsson
Færsluflokkar
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 5
- Sl. sólarhring: 15
- Sl. viku: 451
- Frá upphafi: 1412813
Annað
- Innlit í dag: 5
- Innlit sl. viku: 390
- Gestir í dag: 5
- IP-tölur í dag: 5
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Dauðarefsingu við landráði.
Alexander Kristófer Gústafsson, 31.3.2009 kl. 20:32
Blessaður Alexander.
Ekki vil ég segja það. En það er full ástæða að hætta öllum barnaskap og taka hlutina föstum tökum. Friðrik hjá LÍÚ sagði í kvöldfréttunum að það yrði alltaf farið framhjá. En það yrði aðeins gert einu sinni ef farið yrði eftir mínum tillögum.
Það er líka alltí lagi að nota önnur úrræði sem virka.
En kjarninn er sá að þetta á ekki að líðast. Og það á að setja lög á lögfræðinga sem halda öðru fram. Tími borgaðs siðleysis á að vera liðinn. Við höfum ekki efni á lögvernduðu siðleysi. Og það er tímasóun að semja alltaf nýja og nýja lagatexta. Lögin eru skýr og það á að fara eftir þeim. En hinsvegar má skipa úrskurðanefnd eins og gert er í skattamálum þar sem menn spyrja um hvað má og hvað má ekki. Einnig að fá undanþágur ef sanngjörn rök mæla með því.
Í því á sveigjanleiki kerfisins að vera fólgin. En að eltast við siðblinda lögfræðinga sem segja að það sem er ekki beint orðað, það megi, slíkt er history. Svoleiðis vinnubrögð kom þjóðinni á hausinn á ekki að líðast lengur.
En það má gefa landráðmönnum úldin hákarl. Það ætti að kenna þeim lexíu.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 31.3.2009 kl. 22:04
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.