Batnandi manni er best að lifa.

Ótrúlegt að það sé talið fréttnæmt á 21. öldinni að formaður stjórnmálaflokks segi að flokkur hans sé fyrir "jafnan aðgang að menntakerfinu" og  vilji "jafnan aðgang að heilbrigðiskerfinu".

Gott  að Sjálfstæðisflokkurinn sé ekki ennþá á steinöld en Geir Hallgrímsson hefði ekki talið ástæðu til að orða jafn sjálfsagðan hlut.  En tímarnir breytast og flokkurinn setti þjóð sína á hausinn með gagnrýnislausri fylgispekt sinni við Nýfrjálshyggjuna.

En orðum þarf að fylgja efndir ef þau á að taka trúanleg, svona í ljósi atburða síðustu missera.

Ef einhver á að trúa hinum nýkjörna formanni flokksins þá þarf hann að minnsta kosti gera þrennt.

1. Leiðrétta þau hörmulegu mistök flokksmanna að kjósa Pétur fjárhirðir í þriðja sæti flokksins í Reykjavík.  Það má aldrei gleymast að fall SPRON er um leið fall margra heiðarlegra Sjálfstæðismanna í Reykjavík enda hefur Sparisjóðurinn verið stolt flokksins í áratugi.  Að bjóða fram Pétur er yfirlýsing um að flokkurinn hafi ekkert lært og muni við fyrsta tækifæri seilast í almannafé og koma því í hendur gráðugra auðmanna.

2. Gera fílinn í postulínsbúðinni að óbreyttum þingmanni, a.m.k. næstu 8 árin.  Illugi mun ekki reyndar gráta það og er það fínt því þar fer maður af allt öðru kalíberi og þekkingu sem mun nýtast þjóðinni mun betur en vinnubrögð fíla.

3. Setja unga Sjálfstæðismenn í þagnarbindindi þar til þeir hafa ölast lágmarks þroska og skilning á gangverk samfélagsins.  Spurning hvort 35 ára aldurinn sé hæfilegur.

Og svo gerir hann Ásdísi Höllu Bragadóttur að framtíðarleiðtoga flokksins.  Hún gæti t.d tekið sæti Péturs á lista flokksins í Reykjavík. 

Þá fyrst væri þjóðinni ljóst að iðrun flokksins væri einlæg og hann aftur orðinn gildur meðlimur Íslensks samfélags.  

Hinn klassíski Sjálfstæðisflokkur á nefnilega fullt erindi í mótun framtíðarsamfélags á Íslandi.  Til þess þarf aðeins forystu en ekki orðagjálfur um Skattmann og skaðsemi vinstristjórna.  Þorgerður Katrín hlaut klapp fyrir upphróp sín en landsfundurinn gleymdi aðeins þeirri einföldu staðreynd að síðasta vinstri stjórn lét af störfum 1991 og þá var Ísland ekki gjaldþrota.  Og fólk hafði vinnu og gat borgað skuldir sínar.  

Bjarni Benediktsson er ættleri ef hann kæfir ekki svona lýðskrum í fæðingu og býður þjóð sinni uppá alvöru stefnu sem tekst á við þann vanda sem hún glímir við.  

Í stefnu til framtíðar felst heiðarlegt uppgjör við fortíðina og viðurkenning á sínum mistökum.  Heimskulegt karp er ekki vegvísir slíkrar stefnu.

Þjóðarsátt um nauðsynlegar aðgerðir er stefna til framtíðar.

Fyrsta skrefið í henni er að henda Alþjóðagjaldeyrissjóðnum úr landi og gera síðan heimilum og fyrirtækjum kleyft að þrífast á meðan heimskreppan gengur yfir.  Grunnforsenda þess er að fara að ráðum Benedikts Jóhannssonar frá því í haust þar sem hann benti stjórnvöldum að þeirra væri sökin og þeirra yfirbót fælist í því að gera öllum kleyft að halda heimilum sínum og atvinna fólks yrði varin.

Annað skrefið er síðan að neita að samþykkja ólöglega gjörninga Evrópusambandsins í ICEsave deilunniÞað mun aldrei ríkja sátt um Evrópusambandið ef það knýr þjóðina til ólöglegra greiðslna á innlánum annarra þjóðaSlík landráð munu aldrei vera látin líðast þegar þjóðin á ekki fyrir nauðþurftum sínum.  Núverandi neysla er haldin uppi með láni Alþjóðagjaldeyrissjóðsins.  Það er kostnaður þess við það að vera strútur og geta ekki horfst í augun á vanda þjóðarinnar.

Þriðja skrefið er að lesa greinarflokk minn um Guð Blessi Ísland og ef menn vilja vita meira þá skal ég klára hann með pistli um þær leiðir sem virka út úr þeirri þröngu stöðu sem þjóðin er í.  

Fjórða skrefið er síðan að gera það sem gera þarf

Sagan segir að Bjarni Benediktsson sé hæfur maður til verksins en hvað mun framtíðin segja?  Hver mun verða hennar dómur?

Kveðja að austan.

 

 


mbl.is Ekki hörð frjálshyggja
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ómar Geirsson

Höfundur

Ómar Geirsson
Ómar Geirsson
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • Screenshot (49)
  • Screenshot (49)
  • ...img_0104a

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 3
  • Sl. sólarhring: 20
  • Sl. viku: 449
  • Frá upphafi: 1412811

Annað

  • Innlit í dag: 3
  • Innlit sl. viku: 388
  • Gestir í dag: 3
  • IP-tölur í dag: 3

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband