30.3.2009 | 14:07
Þá eru peningarnir frá Alþjóðagjaldeyrissjóðnum búnir í bili.
Og fulltrúi hans á Íslandi, Flanagan, afhjúpaður sem bullukollur. Steingrímur Joð er trúgjarnt fífl að fórna flokki sínum við að framfylgja helstefnu hans á Íslandi.
Okurvextirnir drepa, drepa og drepa ennþá meira. Flanagan og Norski sendisveinninn í Seðlabankanum notuðu stöðugt gengi sem réttlætingu á þessum vöxtum. Á sama tíma vissu þeir að lán Alþjóðagjaldeyrissjóðsins var notað til að falsa gengið tímabundið fram yfir kosningar.
Það er aðeins eitt sem veldur stöðugu gengi fyrir utan aðgangur að erlendu lánsfé. Og það er jafnvægi í vöruskiptajöfnuði. En okurvextirnir drepa niður alla atvinnustarfsemi, þar á meðal útflutning. Sjávarútvegsfyrirtækin hafa ekki efni á að framleiða í dýra pakkningar og lagera þær. Allt er gert til að fá strax gjaldeyri fyrir fiskinn. Hann er í miklu meira mæli fluttur óunnin eða lýtt unnin út. Eins er það nýsköpun og annað sem gæti skotið styrkari stöðum undir útflutning. Það þrífst enginn nýgræðingur í þessu vaxtaumhverfi.
Og það er enginn tími til að ná þessum stöðugleika sem þarf til að vextir séu lækkaðir samkvæmt hinu fáránlega vaxtamóteli Seðlabankans. Vaxtalækkun átti að verða strax í haust. Þá kannski sæist núna til sólar en heimska þeirra sem kölluðu á Alþjóðagjaldeyrissjóðinn til að leggja byggðir landsins í auðn, tryggði áframhaldandi myrkur.
Hið meinta jafnvægi næst aðeins á meðan eitthvað lánsfé sé til ráðstöfunar í Seðlabankanum. Þegar það er búið þá fellur gengið stjórnlaust og ekkert mun geta hamlað því. Í febrúar voru aðeins 4 milljarðar til ráðstöfunar í innflutning og vaxtaafborganir. Óeðlilega lág tala reyndar en það er markvisst unnið að því að hálfu Alþjóðagjaldeyrissjóðsins og innlendra leppa hans að lágmarka þessa tölu. Þegar heimskreppan veldur skorti í Evrópu, þá mun fiskurinn ekki seljast á háum verðum.
Og hvert fer gjaldeyrinn þá. Í landráð ICEsave og skuldahít IFM. Það verður ekkert eftir í almenna eyðslu landsmanna. Og draumurinn um endurfjármögnun er tálsýn ein. Það vantar allstaðar pening í Evrópu og Bandaríkjunum. Erlendir bankar bíða ekki í endalausum röðum að fjármagna Íslenska neyslu og eyðslu.
Og svo tala menn um árangur af efnahagsstefnu sjóðsins. Hvílík öfugmæli.
Kveðja að austan.
Krónan lækkar enn | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Um bloggið
Ómar Geirsson
Færsluflokkar
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 5
- Sl. sólarhring: 15
- Sl. viku: 451
- Frá upphafi: 1412813
Annað
- Innlit í dag: 5
- Innlit sl. viku: 390
- Gestir í dag: 5
- IP-tölur í dag: 5
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.