Hvenær ætlar þessari svívirðu að ljúka?

Að ráðherrar noti skattfé almennings og starfsmenn ráðuneyta sinna til að halda röngum upplýsingum  að almenningi.  Lyginni er gefin trúverðugleiki með því að hún er kynnt í fjölmiðlum sem skýrsla ráðuneyta.

Það er allt í lagi þegar Þorgerður Katrín keppir við Gosa á landsfundi Sjálfstæðisflokksins og uppsker klapp fyrir þá fullyrðingu sína að stjórn Sjálfstæðisflokksins hafi lækkað skatta.  Vissulega voru skattar auðmanna lækkaðir og leiðum þeirra til undanskota var fjölgað.  En heildarskattbyrði almennings jókst á valdatíma flokksins.  Um það vitna opinberar tölur og klár lygi að halda öðru fram.

En það var ekki allt í lagi hjá Árna fjármálaráðherra að nota starfsmenn fjármálaráðuneytisins til að ljúga því að þjóðinni að skattbyrðin hefði minnkað.  Í siðuðu löndum hefði hann strax verið knúinn af fjölmiðlum að segja af sér og þingnefnd hefði verið sett á laggirnar til að rannsaka hina meintu misnotkun með lögsókn í huga.  

Það er skýlaus krafa í lýðræðisríki að flokkarnir noti sitt eigið sjálfsafla fé þegar þeir telja það þjóna hagsmunum sínum að ljúga að þjóð sinni.  Það er, ef  það þarf að nota aðkeypt leiguþý til að hagræða sannleikanum.

En það má hugsanlega segja Árna það til afsökunar, að þegar hann varðist ásókn Eldri borgara og Stefáns Ólafssonar prófessors, þá töldu allir að nóg væri til að peningum.

Í dag er  verið að skera niður og jafnvel eyðileggja grunnþjónustu eins og til dæmis er verið að gera á Grensásdeildinni.  Og mun meiri niðurskurður er framundan. 

Þess vegna er það svívirða að Össur Skarphéðinsson er að misnota aðstöðu sína í  utanríkisráðuneytinu til að gefa út skýrslu um Evrópuáróður Samfylkingarinnar og málgagn Sambandsins á Íslandi birti síðan með flennifyrirsögn á forsíðu. 

Tugmilljarða sparnaður vegna einhvers meints trúverðugleika sem umsögn um aðild að ESB mun skapa.  Vitnað í einhverja hliðstæðu við vanda Ungverja.  Alveg skautað fram hjá því að þó vandi þeirra sé slæmur þá hafa þeir ekki ennþá gengið í gegnum sömu hremmingar og við.  Hvorki hefur bankakerfið þeirra hrunið til grunna (hvað svo sem síðar verður) eða þeir þurft að afskrifa þúsundir milljarða af erlendu lánsfé. 

Þó ég viti það ekki gjörla þá tel ég samt víst að fyrri reynsla erlendra lánastofnana (sbr. brennt barn forðast eldinn) hafi meira um það að segja hvaða vaxtakjör bjóðist, sem og getan til að standa í skilum með ný lán.  Þó jakkafatagaurar með flotta skjalatösku hafi á stundum getað fengið lánað út á meintan trúverðugleika, þá er það samt almenna reglan í bankaviðskiptum að lána út á hluti eins og veð, framtíðartekjumöguleika eða fyrri lánasögu.

En það er allt í lagi að trúa á trúverðugleika.  Synir mínir trúa því ennþá að tunglið sé úr osti enda hef ég talið þeim í trú um það frá vöggualdri.  Fólk trúir ýmsu þegar það trúir á trúverðugleika þess sem heldur bábiljunni fram.

En að nota skattfé almennings og embættismenn þjóðarinnar  til að boða bábilju, það er misnotkun á almennafé og grafalvarlegt mál á þeim tíma þegar þjóðin á ekki fyrir Samhjálp sinni og Velferð.  Það má  vel vera að Samfylkingin telji að leiðtogar hennar séu það lítilssigldir að þeir séu ófærir að stjórna landinu án fyrirmæla frá Brussel sbr. þá skoðun að hér verði stjórnleysi ef Ísland reyni ekki formlega að uppfylla skilyrðin fyrir upptöku Evru.  Það má líka vel vera að það henti hagsmunum þeirra auðmanna, sem eiga Fréttablaðið og vilja eignast eigur landsmanna á brunaútsölu Alþjóðagjaldeyrissjóðsins, að bábilja sé boðuð sem ígildi eðlisfræðilögmála og það má vel vera að skýrsluhöfundar trúi sinni skýrslu.

En þeir eru embættismenn, sem eru í vinnu hjá þjóðinni, og í vinnutíma sínum eiga þeir að vinna í þágu þjóðarinnar en ekki sértrúarsafnaðar útí bæ sem boðar hjáguðinn Trúverðugleika sem æðsta guða.  Þó menn hundsi boð Biblíunnar um afnám hjáguðadýrkunar, þá stendur það skýrt í stjórnarskrá Íslands hvað embættismenn eiga að gera og framkvæma.  Það er hvergi minnst á í stjórnarskrá Íslands að embættismenn eigi að vinna fyrir þá pólitíska flokka sem skipa ráðherra á hverjum tíma.

Ef það væri til einn alvöru fjölmiðill á Íslandi, eða einn alvöru fjölmiðlamaður, þá væri krafan um landsdóm þegar komin fram.  

Sú skrípamynd lýðræðis sem hér var ástunduð, á ekki lengur að líðast ef fólk vill læra af reynslunni og fyrirbyggja  sömu hörmungar í framtíðinni og þjóðin glímir nú við.  

Stöðvum misnotkun almannafjár í þágu sérhagsmuna stjórnmálamanna.  Þeir fá sinn styrk úr ríkissjóði.   Þurfi þeir meiri fé úr almannasjóðum, þá geta þeir sótt um fjárveitingu eins og aðrir sérhagsmunahópar.  

Tími sjálftökunnar er liðinn

Kveðja að austan.

 

 

 

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ómar Geirsson

Höfundur

Ómar Geirsson
Ómar Geirsson
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • Screenshot (49)
  • Screenshot (49)
  • ...img_0104a

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 10
  • Sl. sólarhring: 14
  • Sl. viku: 456
  • Frá upphafi: 1412818

Annað

  • Innlit í dag: 10
  • Innlit sl. viku: 395
  • Gestir í dag: 9
  • IP-tölur í dag: 9

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband