Gæfan er hægt og rólega byrjuð að snúast með þjóðinni,

Tryggvi Þór Herbertsson bakaði í rólegheitum vonarstjörnu Samfylkingarinnar í umræðunni um Frystingu verðtryggingarinnar=20% niðurfelling skulda heimilanna.

Ekki var það bara vegna þess að Tryggvi hafði rétt fyrir sér heldur vegna þess að það voru mistök hjá Samfylkingunni að tefla fram Sigríði.  Hún er vel menntaður hagfræðingur og greinilega góð manneskja.  Hún reyndi að halda upp vörnum fyrir tapaðan málstað en þegar Tryggvi í hægðum sínum benti henni á að óvenjulegir tímar krefðust óvenjulegra lána og heimurinn hefði ekki verið í samskonar stöðu frá 1928 þá þagnaði Sigurbjörg.  Hún var sigruða og vissi vel af því.  En ekki eitt einasta augnablik greip hún til þess ráðs að bulla út í eitt að hætti þjálfaðs stjórnmálamanns.  Þess vegna fékkst niðurstaða í málið.  Og nýir tímar eru framundan í Íslenskum stjórnmálum.  Tími innihaldslaust blaðurs er vonandi liðinn ef fleiri stjórnmálmenn af þessum gæðaflokki mæta í sjónvarpsviðtöl. 

Og meiri að segja Sigmar greyið sem gat ekki og hefur  ekki getað leynt fordómum sínum gagnvart almennum vitrænum aðgerðum til að hindra þjóðargjaldþrot, hann var líka kjaftstopp.  Fann það á sér að nýir tímar væru í vændum. 

Báðir stóru flokkarnir eru komnir með alvöru fólk í framboð og fyrir voru þau Sigmundur hjá Framsókn og Lilja Mósesdóttir hjá VinstriGrænum.  Kannski er ný þjóðstjórn í uppsigling.  Það er aðeins ein lausn til á vanda þjóðarinnar og hún krefst samstöðu allra stjórnmálaflokka til að hún heppnist. 

Fyrstu skrefin voru stigin í kvöld.  Tvær alvöru manneskjur náðu saman um brýnasta vandamál þjóðarinnar.  Þeir stjórnmálamenn, sem ætla að halda í gömlu taktík sína til að verja ónýtan málstað með því að bulla og blaðra og grípa til ódýra siðleysingja raka eins og þeirra að til hvers ættum við að bjarga þjóðinni fyrst lausnin gæti hugsanlega hjálpað þeim sem þurfa ekki á hjálp að halda, þeir enda á safni innan um steingervinga risaeðla, svo úreltir eru þeir í dag.  

Heimilunum og atvinnulífinu þarf að bjarga og það strax á morgunn.  Reyndar átti löngu vera búið að því.  Enda lá Sigurbjörgu við köfnun, svo illa stóð röksemd hennar í henni að ennþá ætti að vinna faglega og að ábyrgð og skoða hvert einasta tilvik af yfirvegun og vandvirkni og skoða og athuga, núna hundrað og eitthvað dögum eftir hrun.  Hún gerði sér greinilega strax grein fyrir því að Samfylkingin getur ekki farið inní kosningabaráttuna með því að ætla að skoða og skoða, búin að vera sitjandi í stjórn frá því að hrunið varð og vitandi allan tímann um hinn mikla vanda sem við blasir sjálfstæði þjóðarinnar því án atvinnulífs og barnafjölskyldna þrífst engin þjóð.

Tími skoðunar á fyrir löngu að vera liðinn og enginn lætur bjóða sér þau rök lengur.  Nema auðvita flokkssnatar og bjánaprik en þeir eru ekki ígildi margra þingsæta.  Þjóðin er margfalt fjölmennari en sá hópur.

Og núna er Sjálfstæðisflokkurinn hægt og rólega að taka yfir stefnu Framsóknarflokksins og segja endalega skilið við arfleið Geirs Harde og Davíðs Oddsonar (og kannski eru Davíð og Geir að gera það líka) og þá dugar ekki lengur að þvæla um skoðanir og aðlaganir út í eitt.

En það er aldrei of seint að iðrast og taka upp stefnu Verðtryggingarbensa, eina hugmyndafræðings Samfylkingarinnar.  Það þarf ekki meira til að allt þetta góða fólk, sem er í Samfylkingunni, nái vopnum sínum að ný og þá mun vonarstjarnan skína á ný eins og Maístjarnan forðum.

Og hvað dvelur Orminn langa.  Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn segir að vaxtaákvörðunarferlið er í höndum Íslendinga.  Þarf atvinnuleysið að vera komið í 20% áður en Ormurinn rumskar og lækkar vextina niður í 4%.  

Það er ekki mjög í anda Félagshyggju en Frjálshyggjan glottir við tönn.  Til hvers þarf hún að vera í stjórn með svona þjóna framfylgjandi stefnu sína.  Og svo fær Félagshyggjan skellinn í næstu kosningum en Frjálshyggjan, hvað fær hún?  

Kveðja að austan. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sæll Ómar, greinargóður pistill hjá þér. Laus við alla sleggjudóma sem því miður tröllríður enn umræðunni um vandamál og lausnir þjóðfélagsins. Eins og þú segir á milli lína, tími sölumennsku og kaupa á atkvæðum er liðin tíð. Það var samt tilhneigingin fyrir prófkjörin. Vonandi nær fagfólk eins og Tryggvi Þór, Lilja Móses og Sigmundur Davíð að ræða saman og móta sameiginlegar lausnir, burtséð frá flokkadráttum. Eins og þú segir, kannski er tækifæri fyrir þjóðstjórn núna?

Einar Áskelsson (IP-tala skráð) 16.3.2009 kl. 22:00

2 identicon

Sammála þér þetta þarf að skoða af fullri alvöru. Mér leist mjög illa á blaður Árna Páls Árnasonar SF þegar hann reyndi að blaðra yfir Sigmund Davíð í Silfri Egils þegar þetta bar þar á góma í gær.

Það þýðir ekkert að ætla að fara að taka þetta eftir einhverjum sértækum og flóknum reglum þar verður allt vaðandi í óréttlæti, mismunum og seinagangi.

Þetta er skýr og einföld aðgerð og hún mismunar ekki fólki heilt yfir.

Hún mun ekki geta hjálpað öllum en hún mun hjálpa mjög mörgum.

Þetta verður að skoða fordómalaust og án einhvers metings pólitíkusuna um hver sagði þetta fyrst eða stakk uppá þessu.

Fólk hefur ekki efni á svoleiðis hártogunum núna.  

Gunnlaugur Ingvarsson (IP-tala skráð) 16.3.2009 kl. 22:10

3 Smámynd: Arinbjörn Kúld

Ég vona svo innilega að þetta verði ofan á. Svo sannarlega en ég get ómögulega treyst þeim flokkum sem fóru með okkur til helvítis, (afsakaðu orðbragðið), fyrir uppbyggingunni. En þessar aðgerðir eru þær einu sem duga. Mikið rétt og margir bent á hana frá fyrsta degi í hruninu. En betra of seint en aldrei.

Arinbjörn Kúld, 16.3.2009 kl. 23:39

4 Smámynd: Ómar Geirsson

Blessaður Einar.

Takk fyrir.  Reyndi núna að vera frekar stilltur þar sem ég vildi ekki að síðasti pistillinn minn í bili yrði reiðlesturinn yfir Árna Pál hér að framan

En annars er ég orðinn hundleiður á heimskunni sem tröllríður umræðunni að það felist aðeins kostnaður í því að gera eitthvað og þann kostnað eigum við að forðast með öllum ráðum.  En það er eins og enginn (þá meina ég mikill minnihluti) geri sér grein fyrir því að kostnaðurinn við að gera ekki neitt eða þá of lítið, er miklu meiri, kannski í versta falli hrun sjálfs þjóðfélagsins.  

T.d varð ég bara reiður þegar ég hlustaði á hana Svanhildi í Kastljósinu í gær.  Eða las gildismatið í úttekt Morgunblaðsins á greiðsluaðlöguninni.  Hvað gefur blaðamanni svona rétt til að setja sig í dómarasæti.  Ég hélt að þeirra hlutverk væri að miðla upplýsingum, ekki prívat skoðunum.  Og þetta sleppur út frá ritstjórninni.

Og þegar ég verð reiður þá er ég meinyrtur og áreitinn og þakka oft guði að hún mamma gamla er ekki að lesa þetta blogg mitt.  En ég á mína góðu punkta og ég er montinn af greinarflokknum mínum um Guð Blessi Ísland.  Þó ég samdi hann sjálfur þá skil ég ekki að hann skuli ekki vera meira lesinn og kommenteraður.  Hann fjallar um grundvallaratriði og þrátt fyrir allt þá eru ekki of margir á Netinu að gera það.  

Og hvernig ætla menn að leysa vandann ef umræðan fær ekki að fljóta.  Þjóðstjórn er ekki valkostur.  Hún er eini möguleikinn ef þessi þjóð ætlar að lifa af ósködduð.

En bið að heilsa ykkur þarna í Mosfellsbænum.  Var á Reykjalundi í þrjá mánuði og varð mjög hrifinn af bænum þinum.  Sárin gróa.  Það gerist alltaf ef fólk hefur metnað í þá áttina.

Kveðja, Ómar. 

Ómar Geirsson, 17.3.2009 kl. 01:16

5 Smámynd: Ómar Geirsson

Blessaður Gunnlaugur.

Mikið sammála þér.  Þú sérð hvað Árni Páll, þó vænsti drengur sé, fór í mínar taugar.  Hann á heiðurinn að tveimur pistlum mínum í dag, saka hann bæði um landráð og gef í skyn að hann sé illa innrættur þrælahaldari.  Ef hann hefði verið málefnalegri þá hefði ég getað skammast í Morgunblaðinu fyrir áróðurinn um greiðsluaðlögunina.

En það þarf meira að koma til og það mun gerast.  Aðalatriðið er að fólk haldi húsum sínum án þess að vera dæmt í lífstíðarþrældóm.  Erfiðleikar þjóðarinnar eru það risavaxnir að þjóðin þarf á öllum sínum liðsstyrk á að halda.  Við megum ekki við því að glata einum einasta einstakling.  Fólk þarf að rífa sig upp úr smásálarskapnum og standa saman. 

T.d eiga menn að vera þakklátir að vera ekki í þeirri stöðu að vera missa allt sitt.  Og það þakklæti á að birtast í viljanum til að hjálpa náunganum en ekki níða af honum skónum með ásökunum um að hann hafi farið óvarlega eða geti sjálfum sér um kennt.  Í svona hörmungum veit raunverulega enginn hver er næstur.  Þó maður hafi kannski allt sitt á þurru þá veit enginn hver verður atvinnulaus að morgni eða hvort barn manns veikist og fái ekki þá bráðaþjónustu sem er nauðsynleg vegna sparnaðar eða manneklu.  

Nei það er aðeins samkenndin og samstaðan sem mun duga og þessi tillaga, fyrst komin fram rökstudd og fullmótuð af Benedikt Sigurðarsyni, Akureyri. lá fyrir strax í haust.  Hefðum við stigið þetta skref strax, þá væri atvinnuleysið mun minna og hjólin væru farin að snúast.  Að ég tali ekki um hvað allt væri miklu bjartara ef fólk vissi að hvað sem á dynur þá mun það halda húsum sínum meðan hörmungarnar ganga yfir.  Hvort það sé síðan raunhæft til lengri tíma yrði svo rætt þegar um hægðist en til þess gefst nægur tími þegar birtir til, hvenær svo sem það verður.

En ég held að þessi hugmynd sé komin til að vera.  Tryggvi er geysiöflugur þegar hann hefur staðreyndirnar sín megin. 

Svei mér þá að þetta eigi ekki eftir að verða alvöru kosningamál.

Kveðja, Ómar.

Ómar Geirsson, 17.3.2009 kl. 01:34

6 Smámynd: Ómar Geirsson

Blessaður Arinbjörn

Borgarahreyfingin hefur samsvarandi tillögu á sinni stefnuskrá.  Besta ráðið til að halda þessum flokkum á beinu brautinni er að veita þeim öflugt málefnalegt aðhald.  

Erum við ekki að reyna okkar besta.

Kveðja, Ómar.

Ómar Geirsson, 17.3.2009 kl. 01:35

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ómar Geirsson

Höfundur

Ómar Geirsson
Ómar Geirsson
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • Screenshot (49)
  • Screenshot (49)
  • ...img_0104a

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (24.11.): 23
  • Sl. sólarhring: 530
  • Sl. viku: 5029
  • Frá upphafi: 1400856

Annað

  • Innlit í dag: 23
  • Innlit sl. viku: 4364
  • Gestir í dag: 23
  • IP-tölur í dag: 23

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband