16.3.2009 | 19:00
Er þetta fólk sjúkt?
Var að hlusta á formann allsherjarnefndar útskýra fyrir umsjónarmanni Spegilsins útfærslu Samfylkingarinnar á skuldafangelsi Dickens frá Englandi 19. aldar. Blóðmjólka fólk meðan það stendur í lappirnar og sleppa því svo lausu. Fer eftir aðstæðum sagði hann. Aldraðir mun fá mildari meðferð en viljugur fullfrískur einstaklingur mun afplána í 8 ár eftir að íbúð og eigur hafa verið teknar af honum.
Gerum þetta til að hindra upplausn heimilanna. Fylgdi ekki sögunni hvað yrði um aðra fjölskyldumeðlimi á meðan. Sjálfsagt verður konan og börnin fryst svo þau sé fersk þegar kemur að því að taka aftur upp eðlilegt heimilislíf.
Kerfið hefur reynst vel á Norðurlöndum sagði hann. Umsjónarmaðurinn klikkaði á því að spyrja hann hvort það þyrfti ekki marga í eftirlit og umsýslu þegar þriðjungur þjóðarinnar væri undir skuldalögum. Kannski er þetta kerfi atvinnuskapandi eftir allt samann.
Veit ekki en það getur ekkert heilbrigt fólk brugðist svona við þeim hörmungum sem auðkýfingar okkar komu yfir þjóðina. Grundvellinum undan lífi fólks var kippt burt á einni nóttu. Viðbrögð ríkisstjórnar félagshyggju og jafnaðarfólks var að útfæra nútíma skuldaþrældóm í nafni jöfnuður og bræðralags.
Þeir gleymdu einu. Hinir verðandi skuldafangar hafa kosningarétt. Frambjóðandi Sjálfstæðisflokksins í Norðausturkjördæmi tók undir hugmyndir VerðtryggingarBensa í fréttunum í dag. Ekki er hann meðaljón, hámenntaður hagfræðingur með munninn á réttum stað. Og skýra hugsun í kolli. Þegar kemur að kosningum og barnafólk Íslands áttar sig á hvurslags fólk stýrir Samfylkingunni, leggjandi á það persónulegan skuldaþrældóm og þjóðina skuldabagga með svikunum í ICEsave deilunni, þá mun þetta sama fólk kjósa Tryggva Þór og hugmyndir hans eða þá Sigmund Davíð. Allt nema sinn eigin þrældóm.
Það telur sig ekki hafa unnið fyrir honum.
Ef Samfylkingin nær 5% í kosningunum í vor þá er eitthvað mikið að Íslensku þjóðinni.
En hvað dvelur Orminn langa. Hví eru ekki vextir lækkaðir strax á morgun? Ætlar hann líka að stýra 5% flokki í vor. Á orðið félagshyggja að verða skammaryrði á Íslandi sem mæður munu nota í margar aldir til að hræða börnin þegar þau eru óþekk. Dó Grýla gamla til þess eins að Félagshyggjuskrímslið tæki við með því að splundra heimilum og fjölskyldum?
Hvað er Steingrímur Joð að hugsa að vera í slíkum félagsskap. Öll vonska á Íslandi er ekki lengur Davíð Oddssyni og Sjálfstæðisflokknum að kenna. Þjóðin sendi sjálfstæðismenn í sturtu fyrir nokkrum vikum síðan.
Kveðja að austan.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 19:55 | Facebook
Um bloggið
Ómar Geirsson
Færsluflokkar
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (24.11.): 0
- Sl. sólarhring: 537
- Sl. viku: 5006
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 4341
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Ég held að þetta sé kosningatrikk hjá Tryggva. Hvorki hann né Sjálfstæðisflokkurinn mun gera nokkuð fyrir þjóðina annað en koma á sama kerfi aftur og kom okkur hingað. Ég ætla ekki að lýsa ótta mínum hér, geri það á mínu eigin bloggi. En það er eitthvað í gangi sem við vitum ekki. Það held ég að sé alveg ljóst, annars myndu menn eins og Steingrímur gera eitthvað. Annars mun ég ekki kjósa neinn af þeim flokkum sem eru á þingi í dag. Minn hugur stenfir annað.
kveðja að norðan
Arinbjörn Kúld, 16.3.2009 kl. 23:33
Blessaður Arinbjörn.
Nei, við skulum hafa eitt á hreinu og það er sú einfalda staðreynd að Vilhjálmur Egilsson er búinn að setja Bakland flokksins á hausinn. Hann lofaði þeim gull og grænum skógum með aðkomu Alþjóðagjaldeyrissjóðsins og t.d verslunin sem vegur þungt innan flokksins trúði því að allt myndi lagast með þessu stóra láni og fólk gæti aftur tekið upp sína fyrri iðju að flytja inn og selja út á krít.
Raunveruleikinn var svo allt annar eins og hefur komið í ljós. Og núna er aðeins eitt sem getur bjargað flokknum og það er leið Framsóknarflokksins (eða mín sem ég útfærði í Guð Blessi Ísland en þeir fatta það nú ekki strax) að fella niður skuldir. Þetta er ekki kosningatrix því þjóðin almennt trúir Samfylkingunni að þetta sé ekki hægt. Til að græða á þessari hugmynd þá þurfa menn fyrst að sannfæra óákveðna kjósendur að þetta sé leiðin. Og til þess er mjög skammur tími.
Sjáðu t.d hvað bloggið mitt er mikið jaðarblogg. Bensi er útskúfaður úr Samfylkingunni. Jón Baldvin var rekinn með skömm. Og allir bjánabelgir landsins hafa leyft sér að hæðast að Sigmundi í stað þess að horfa í spegil ef þeir vildu sjá eitthvað fyndið. Ágjöfin á þessa hugmynd hefur verið rosaleg og hvað eru það margir sem halda uppi vörnum? Ég t.d fékk hljómgrunn á Silfrinu með minn málflutning á meðan VinstriGrænir voru utan stjórnar en síðan þeir fóru í stjórn og gerðu stefnu Samfylkingarinnar að sinni, þá annaðhvort þegja þeir eða reyna að halda uppi vörnum fyrir vitleysuna.
Hvernig sem á þetta er litið þá er þetta ekki kosningatrix. Og ef maður ætlar sér að sigra einhvern þá verður maður að þekkja hann og hvorki vanmeta hann eða ætla honum annað en hann er. Og núna fara hagsmunir almennings og auðvaldsins saman eins og oft gerist í stríði eða við hamfarir.
En eins og ég hef sagt við þig þá á Borgarahreyfingin engan séns nema hún virkilega trúir á hlutverk sitt og sú trú smitist út í þjóðfélagið og þjóðþekktir einstaklingar gangi til liðs við hana. Sérstaklega úr akademíunni og listageiranum. Ef trúin er sterk þá næst að halda þessum hópi samann, þó margleitnin (andstæða einsleitni) sé mikil. Og þegar menn trúa þá tala menn um lausnir vegna ákveðins vanda en spá ekki svo mikið hvað aðrir eru að gera. Óska mönnum samt alltaf til hamingju þegar er sniðmengi á stefnu og straumum en glefsa á móti ef að er ráðist.
Hvernig á að orða þetta. Stundum er ástandið svo slæmt að fólk þarf á hvort öðru að halda. Við þau skilyrði gengur samstarf alltaf vel. Og ef þú (þ.e. flokkurinn eða hreyfingin) ert fyrst og fremst ánægður með hópinn og hvað hann er að gera til góðs, þá ertu ekki svo mjög að spá í þinn árangur. Þú neyðir ekki björgun þinni uppá annað fólk eða þjóðina. Þá gæti útkoman komið þér glettilega á óvart. En fyrst og fremst er beittasta vopnið smitið. Að fleiri taki upp þau stefnuatriði sem virka og leiða gæfu og gjörvuleika yfir þjóðina.
Þess vegna er ég til dæmis búinn að hugsa þrjá leiki fram í tímann fyrir Bjarna Ben og vonast til að atburðarrásin verði í þeim anda. En ég er náttúrulega að spá en er ekki spámaður og hef engin áhrif á atburðarrásina. En ég fullyrði að ég var sá fyrsti hér á Íslandi sem talaði um verstu kreppuna frá Svarta dauða og ef þessi kreppa verður eins og gamli maðurinn spáði í tíu fréttunum þá er sú næsta jafn slæma frá dögum Svarta dauða. Þannig að ég get alveg haft rétt fyrir mér með Bjarna Ben og Tryggva.
En það meikar engan diff. Ef ég fæ einhver til að efast um ICEsave og IFM þá hef ég náð að rispa einhvern skriðdreka úr klettavígi mínu og minn vopnabúnaður er nú bara ekki öflugri en það.
En ég segi bara aftur, Steingrímur vinur minn. Þetta er sorglegt hvernig góður biti fór í hundskjaft Alþjóðagjaldeyrissjóðsins.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 17.3.2009 kl. 00:43
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.