Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn hefur engar áhyggjur af láni sínu til Íslands.

Við eigum svo miklar eignir á móti

Í stórgóðu viðtali Boga Ágústssonar við Mark Flanagan, hagfræðing Alþjóðagjaldeyrissjóðinn, í Fréttaaukanum í gær kom það fram sem margir hafa óttast að baktrygging láns Alþjóðagjaldeyrissjóðsins eru eigur Íslendinga.  Við veðsetjum þær til að hægt sé að falsa gengið og tryggja braskmarkað með gjaldeyri.  

Þegar Bogi spurði Flanagan um hættuna á greiðslufalli íslenska ríkisins þá gætti Flanagan ekki að sér þegar hann mælti sín huggunarorð:

En við viljum tryggja að áætlanir gangi eftir og skili árangri.  .... Og við erum vissir um að staðið verði undir skuldunum og að almenningur einnig ráði við skuldir sínar.  Og ef ég má bæta því við þá erum mikilvægt að muna að þótt sífellt sé verið að benda á skuldirnar þá eiga Íslendingar einnig umtalsverðar auðlyndir; eignir erlendis, tryggt lífeyrissjóðskerfi með erlendar eignir; það er sjaldgæft meðalþjóða heimsins. Ríkið á margþættar eignir eins og raforkuiðnaðinn.  Og einnig bankana sem hafa verið þjóðnýttir.  Það verður að líta á bókhald ríkisins í stærra samhengi og þótt  heildartölurnar séu háar þá er nettóstaða ríkisins betri en þær gefa til kynna.

Skýrar er ekki hægt að orða hlutina án þess að mega ekki segja þá hreint út.  Huggunarorð, sem örugglega voru sögð í góðri meiningu, afhjúpuðu þau örlög sem bíða Íslendinga ef stjórnvöld landsins freistast til að nota lán Alþjóðagjaldeyrissjóðsins til að falsa gengið.  Lánin eru til skamms tíma og því útilokað að þau verði greidd upp af sjálfsafla fé þjóðarinnar.  Því verður að endurfjármagna þau og þá koma hin huldu skilyrði sjóðsins í ljós.  Ef þið getið ekki greitt ykkar heildarskuldir, þá verið þið að grynnka á þeim með eignasölu.  Allt tal um Nettó skuldir er marklaust hjal nema til komi sala eigna.  Það greiðir enginn af Nettó lánum sínum.  Það er alltaf greitt af heildarskuldbindingum og ef eignirnar eru óseljanlegar eða það dýrmætar, þá koma þær ekki til frádráttar.

Þetta eru ekki svo sem ný sannindi því þannig hefur Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn kúgað þjóðir í fjárhagsvandræðum.  Það er byrjað með innantómum fagurgala en svo er það alvara lífsins.  "Greiddu þínar skuldir eða seldu þínar eigur".  Þetta er draumur Frjálshyggjunnar um einkavæðingu almannaeigna og þjónustu í sinni villtustu mynd.  Og þetta er ástæðan fyrir því að almenningur í þriðja heiminum hatar þennan sjóð.  Þeir sem mæla honum bót er þeir sem hagnast á blóðfórnum þjóða sinna.  Aðrir ekki.

Einnig mætti hrekklaus kjósandi Samfylkingarinnar, sem telur það lítið mál að í krafti oddaaðstöðu sinnar þá knýi Samfylkingin aðra flokka að brjóta stjórnarskrá Íslands (landráð) til að Ísland samþykki ólöglegar skuldbindingar ICEsave ábyrgðarinnar.  Það greiðir enginn af Nettó skuld.  Heildarskuldbindingar ICEsave eru 600-700 milljarðar króna og þær fást lánaðar á skammtíma lánum.  Gangi illa að selja eigur á móti eða eigur Landsbankans verði kyrrsettar í Bretlandi um ókomin ár með dómsmálum, þá falla þessar skuldbindingar og þá eru eigur þjóðarinnar veðsettar á móti.  

Það er aðeins heimskur maður sem skoðar Nettó skuldir sínar.  Jón Ásgeir Jóhannesson átti alltaf fullt af eigum á móti skuldum sínum.  Það verðu að skoða Nettó stöðuna sagði hann alltaf.  

Núna er gjaldþrot Baugs stærsta gjaldþrot Íslandssögunnar.  Þetta gerðist vegna þess að pappírseigurnar reyndust lítils virði í heimskreppunni en skuldirnar lækkuðu ekkert á móti.  Þegar upp var staðið þá var það Brúttó en ekki Nettó sem skildi milli feigs og ófeigs.  

Það sama mun gilda á Íslandi í miðri heimskreppunni sem enginn sér fyrir endann á.  Eina sem er öruggt í henni er að fjármálakerfi hins vestræna heims er hrunið.  

Allt tal um Nettó er óráðshjal veruleikafirrts fólks.  Fari það með völdin þá er þjóðarvá framundan.

Kveðja að austan. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ómar Geirsson

Höfundur

Ómar Geirsson
Ómar Geirsson
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • Screenshot (49)
  • Screenshot (49)
  • ...img_0104a

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.11.): 358
  • Sl. sólarhring: 527
  • Sl. viku: 5897
  • Frá upphafi: 1400654

Annað

  • Innlit í dag: 321
  • Innlit sl. viku: 5079
  • Gestir í dag: 306
  • IP-tölur í dag: 302

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband