Herra dómari, hún tældi mig.

Þetta var iðrun níðingsins fyrir rétti.  Eiginlega var hann saklaust fórnarlamb misnotaður af barninu.

Sama eðlis er iðrun Sjálfstæðismanna gagnvart hruninu.  Jafnvel í ósigri stefnu þeirra þá reyna þeir að klína sök sinni á saklausa.

Nýkjörinn forystu maður þeirra í Reykjavík iðrast margs þegar hrunið ber á góma.  Hann átti að lemja hnefunum fastar í borðið og hann leyfði ríkisútgjöldunum að vaxa allt of mikið.  

Kunna þessir menn ekkert að skammast sín?  Voru það sem sagt kjarabætur til öryrkja og aldraða sem voru örsök hrunsins.  Fóru þær allar í útþenslu bankanna eða hlutabréfakaup.  Eða er það svona hættulegt að starfsfólk sjúkrahúsanna geti skrimt af launum sínum?  Fór það allt í sukk?

En af hverju er ekki allt í kaldakoli á hinum Norðurlöndunum og víðar.  Þar tekur ríkið mun meira til sín en hér?

Iðrun manna sem nota fyrsta tækifærið til að undirbyggja niðurskurð til "aumingjanna" og einkavæðingu almannaþjónustu er iðrun níðingsins?  

Þeir sjá aldrei sína sök eða sinnar frjálshyggju?  

Þeir gráta krókódílatárum.

Kveðja að austan.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Arinbjörn Kúld

Hvar sagði hann þetta? Er svo verið reyna kenna ríkisútgjöldum um hrunið?

Arinbjörn Kúld, 15.3.2009 kl. 15:32

2 Smámynd: Ómar Geirsson

Blessaður Arinbjörn.

Þetta sem ég er að vísa í er yfirheyrsla yfir þeim Guðlaugi Þór og Illuga í Helgardagblaðinu.  Og þetta  sagði Illugi og þá er hann að endurspegla þau sjónarmið sem kom fram í skýrslu endurreisnarnefndarinnar sem Vilhjálmur Egilsson var hugsuðurinn í.  Mig minnir að ég hafi bloggað um þessa söguskýringu stuttu eftir að þetta varð algild sannindi á Bláskjá.

En þar sem pistillinn minn er áróður og ég er meira á spjallinu hér í athugasemdunum þá veit ég svo sem vel hvað Vilhjálmur var að meina.  Hann setti aukningu ríkisútgjalda í það samhengi, að fyrst þenslan var svona mikil, fyrst vegna Kárahnjúkavirkjunarinnar og síðan vegna innstreymis fjármagns í kjölfar hækkunar vaxta, að þá hefði ríkið þurft að standa miklu meira á bremsunni svo allt springi ekki.   En litlu börnin í flokknum eru ekki svo djúp að þau spái í það samhengi og hamra bara á því að ríkið er vont og átti sök á kreppunni. 

Pistillinn er svona fingraleikfimi  gegn þeirri hugsun.  T.d ef Steingrímur væri ekki á fullu að starfa fyrir IFM, þá væri hann í pólitík og myndi hamra á þessari söguskýringu Sjálfstæðisflokksins og draga hana sundur og saman í háði.  En hann er því miður hættur og orðinn óbreyttur starfsmaður hernámsstjórnarinnar,  þessi fyrrverandi tilvonandi framtíðarleiðtogi þjóðarinnar. 

Sorglegt.  Hann hefði getað orðið fyrsti Alþýðubandalagsmaðurinn sem hefði orðið forsætisráðherra Íslands.   Núna er hann skósveinn.  Það má segja að sumir þekki ekki sinn vitjunartíma.  En svona er þetta.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 15.3.2009 kl. 19:59

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ómar Geirsson

Höfundur

Ómar Geirsson
Ómar Geirsson
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • Screenshot (49)
  • Screenshot (49)
  • ...img_0104a

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.11.): 245
  • Sl. sólarhring: 525
  • Sl. viku: 5784
  • Frá upphafi: 1400541

Annað

  • Innlit í dag: 218
  • Innlit sl. viku: 4976
  • Gestir í dag: 212
  • IP-tölur í dag: 212

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband