Harmleikur prófkjaranna.

Er sá að ef einhver nýliði býður sig fram með skýra sýn á vanda þjóðfélagsins og rökstuddar tillögur til lausnar, þá fara allir að geispa og nenna ekki að hlusta.  Enda keppast stjórnvöld  við að fullvissa fólk um að kreppan sé varla kreppa, kannski Litla kreppa.  En samt hélt ég að fólk væri farið að finna fyrir afleiðingum kreppunnar, annaðhvort það sjálft eða fólk sem stæði því nærri.

Eftir að ég fór að blogga á minni eigin síðu þá hefur netflakk mitt minnkað töluvert og ég er ekki eins inn í því sem þar fer fram.  Því fannst mér það fyndið þegar ég las útdrátt úr bloggi ungrar stúlku sem bauð sig fram í prófkjöri VinstriGrænna að hún lagði mestu áherslu á kvenfrelsi.  Gott og vel en ef hún lendir í umferðarslysi þá myndi hún iðrast þess að hafa ekki beðið Steingrím Joð um að vægja Grensásdeildinni svo eitthvað sé nefnt af þeim hörmungum sem eru framundan.  Og ég er þá ekki á nokkurn hátt að gera lítið úr kvenfrelsi.  

En þetta vakti mig til umhugsunar um hvað fólk væri að segja sem byði sig fram.  Ég kíkti þá á nokkrar framboðsgreinar í Mogganum og las aðeins á netinu.  Ekki vísindalegt en mig langar að birta hér útdrátt úr stefnuskrá Grazynju Maríu sem býður sig fram í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins.  Ég vil tak það fram að þetta er örugglega ágætis frambjóðandi og ég hef lesið fróðlegt viðtal við hana um viðbrögð Pólverja við sinni kreppu.  Bara út frá þeirri reynslu einni þá er hún mun hæfari en margur annar sem inn á þing vill komast.  En þessi útdráttur er mjög lýsandi fyrir þá umræðu sem fram fer hjá prófkjörskandídötum og því læt ég það flakka í trausti þess að María komist aldrei að því en fyrirfram vil ég biðjast forláts á verknaðinum.  En kíkjum á:

Helstu baráttumál mín eru.

Velferðastefna: -         Hlúa að heimilunum-         Bæta fjárhagslegt öryggi heimila-         Skapa ný störf    

Heilbrigðismál: - Standa vörð um gæði í heilbrigðisþjónustu - Auka fjölbreytni í þjónustu við aldraða - Virðum valfrelsi í íbúðamálum hjá öldruðum og fötluðum.  

  Menntun:- Bæta aðlögun og móttöku erlendra nemenda í skólakerfinu.- Leggja áherslu á að auka fjölbreytni og sveigjanleika nemanda í framhalds- og háskólanámi- Efla  nýsköpunar- og frumkvöðlafræðslu í skólakerfinu- Metum raunfærni fullorðinna inn í skólakerfið     

Öryggi- Eflum löggæslu með skýrum reglum og virðingu fyrir einstaklingnum- Auka forvarnastarf vegna vímuefna- og áfengisneyslu ungmenna.  

Efnahagsmál:-         Endurreisa fjármálakerfið og styrkja stoðir atvinnulífsins-         Koma í veg fyrir skattahækkanir á einstaklinga og fyrirtæki-         Hagræða í ríkisrekstri 

 

Þetta er allt gott og gilt en hvað ár er?

Þetta hefði t.d verið flottur texti fyrir kosningarnar 2003.   Frekar vafasamur fyrir kosningarnar 2007 því þá voru svo mörg hættumerki komin en núna í miðju hruninu er þetta mjög gott dæmi um veruleikaflótta íslensku þjóðarinnar.  Þetta er ekki bundið við fólkið sem er að bjóða sig fram því þetta fólk er kosið.  

Ef það vogar sér að ræða um blóðugan niðurskurð ríkisútgjalda eða þá hugmyndafræði sem þar þarf að vera að baki (sjá síðustu grein mína um Guð Blessi Ísland) þá hlustar engin á það.  Ekki einu sinni víst að neðsta sætið dugi til að hýsa það.  

Þess vegna er betra að segja eins og margir ungliðar sjálfstæðisflokksins að það eigi að standa vörð um grunnstarfsemi eins og heilbrigðis og öryggismál og einnig vill fólk nota peningana í menntakerfið því það á að vera drifkraftur endurreisnarinnar.  Gott og vel, og ég er stoltur að tilheyra þjóð þar sem íhaldsdrengir, aldnir upp í siðleysi frjálshyggjunnar, vilji standa vörð um grunnþjónustu í stað þess að einkavæða hana,  en hvar ætla þeir að fá peningana?  Jú segja margir, við ætlum að skera niður sendiráðin en hvað sparast?  Og við ætlum að leggja niður hugfóstur Samfylkingarinnar, Varnamálastofnun.  Og hvað sparast?  Og við ætlum að hagræða.  Og hvað sparast?

Á það er hvergi minnst.  Hvað spara þessar tillögur.  En ég get upplýst þá um að meintur sparnaður á gæluverkefnum Samfylkingarinnar er innan við 10 milljarðar.  Og hagræðing, hverju skilar hún.  Vinsælast hagræðingin í kerfinu í dag er sú að banna yfirvinnu.  Og ég sem vissi það ekki að fólk hefði verið að vinna yfirvinnu í þeim eina tilgangi að forðast maka sinn.  Ég hélt nefnilega að verkin eða verkefni fólks krefðist yfirvinnu.  Hvað gerir þú þegar skurðhjúkrunarkonan kemst ekki í uppskurð.  A: frestar uppskurðinum, B: kallar út manneskju af frívakt.  Ég reikna með að hingað til hafi valkostur B verið valinn en það heitir yfirvinna.  Eins fremja afbrotamenn ekki glæpi sína á kristilegum tímum.  Og þó þeir gerðu það, hvað t.d gerist þegar lögreglumaður út á landi tilkynnir veikindi.  A: vaktin lögð niður þann daginn, B: kallaður til afleysingarmaður.  Hvað gerist þegar vaktmanneskja á sambýli fatlaðra veikist, A: skjólstæðingar hennar hætta að lifa þann daginn, B: kölluð út aukamanneskja.

Svona get ég endalaust leikið mér að því að hæðast af þessari meintu hagræðingu en kjarni málsins er sá þó hann virðist hulinn riddurum prófkjaranna að það þarf að skera niður þjónustu.  Og líka grunnþjónustu.  Og það þarf að móta stefnu um hvernig á að standa að verki.  Í hvaða þjónustu á að halda, hverri á að fórna.

Hinn möguleikinn er sá sem ég reifaði í grein minni GuðBlessiÍsland- hvað er til ráða, en fáir virðast sjá þann möguleika og því ekki til umræðu í þessu greinarkorni.

Og öll umræða um hvað fólk vill gera til að efla þetta og hitt og standa vörðu heimilin og fjölskylduna er óráðshjal því helstefna ríkisstjórnar Íslands í boði Alþjóðagjaldeyrissjóðsins leyfir ekkert slíkt.  Þjóðin er heppin ef hún hefur til ráðstöfunar á næsta fjárlagaári helming þess sem hún hafði í fjárlögum 2008.  Bæði er það hinn gífurlegi samdráttur sem ríkisstjórn Félagshyggju stefnir á og svo vaxtagreiðslurnar af ICEsave og láni IFM, áætlaðar 150 milljarðar króna á næsta ári.

Fyrstu tillögurnar eins og eyðilegging Grensásdeildar og stórminnkað ungbarnaeftirlit nær ekki að vera toppurinn á ísjakanum, svo mikill er hinn fyrirhugaði niðurskurður.  

 

Það eru hörmungartímar framundan.  Ekkert fær hindrað það eftir að þjóðin lenti í náðarfaðmi Alþjóðagjaldeyrissjóðsins.  Fólkið sem lætur sig dreyma um að vextir eigi eftir að lækka á þeim forsendum að gengið styrkist er ekki í jarðsambandi.  Einu gjaldeyristekjur þjóðarinnar eru i gegnum útflutning.  Bjargvættir okkar eru nú þegar búnir að ráðstafa helming þeirra tekna með nauðungarvöxtum okkar.  Og þá er ég að tala um helming þeirra tekna sem verða á þessu ári og þá er ég bjartsýnn á þróun útflutningstekna.  Heimurinn er í djúpri kreppu og fólkið sem hafði efni á dýrum íslenskum fiski er allt  í fjárhagserfiðleikum eða orðið gjaldþrota.  Ekkert verður eins og áður í töluverðan langan tíma.

Ég veit að þetta er annar tónn en í þeim sem segja að hlutirnir lagist á næsta ári en það fólk vissi ekki einu sinni að yfirvofandi heimskreppu í haust.  Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn spáði t.d jákvæðum hagvexti á heimsvísu á þessu ári.  Fáránleiki þess er öllum ljós í dag og mörgum fyrir ári síðan.  Og þeir sem sáu kreppuna fyrir eru ekki að spá neinum bata.  Fyrst þarf kerfisbreyting að eiga sér stað.  Tími græðgikapítalismans er liðinn því forsenda hans, fjármálakerfið er hrunið.  Óbermin hjá Alþjóðagjaldeyrissjóðnum  verða flest orðin atvinnulaus í lok þessa árs nema þau gangi til liðs við nýja stefnur og strauma.  

Ísland er eitt af  síðustu fórnarlömbum þeirra.  Og það er bara vegna þess að þjóðin kýs yfir sig ráðalaust fólk sem heldur sig alltaf  út á túni í hugsunum sínum og ráðum.

Þetta þarf ekki að vera svona.

Kveðja að austan.

 

 

 

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jakobína Ingunn Ólafsdóttir

Ég held að mjög margir séu lítið farnir að finna fyrir kreppunni. Þegar ég spyr fólk þá segir það kannski já ég þekki einn sem er búin að missa vinnuna en hann er enn á biðlaunum. Og svo bætir það kannski við já en hann hefur góða von um að fá vinnu.

Fólk er í afneitun. Það er sorglegt vegna þess að ef fólk gerði sér grein fyrir stöðunni myndi það kannski vanda sig betur í kosningum. Það er ekki góð tilhugsun að sitja uppi með fullt af vonlausum þingmönnum í því sem er framundan.

Jakobína Ingunn Ólafsdóttir, 14.3.2009 kl. 21:08

2 Smámynd: Hilmar Gunnlaugsson

Við megum ekki gleyma mannréttindunum sem Grazynja María minnist á en önnur mál þarf einnig að taka fyrir, sammála þér þar.

Hilmar Gunnlaugsson, 14.3.2009 kl. 21:59

3 Smámynd: Ómar Geirsson

Blessuð Jakobína.

Enda dynur áróðurinn endalaust að lítið sé að.  Skuldirnar nettó um helmingur að þjóðarframleiðslu og allt fer að lagast þegar líða tekur á árið.

Mér þykir sárt að segja það en þetta er meðal annars svona vegna þess að Steingrímur Joð brást.  Hann var maðurinn sem náði eyrum fólksins.  Svo kaus hann að fara í stjórn Alþjóðagjaldeyrissjóðsins.  Enda stefnir fylgi flokksins óðfluga undir 20% en hann gat unnið kosningarnar með allt að 40% fylgi.  Segi þetta vegna þess að Samfylkingin var að hrynja í frumeindir.

En það Alþingi sem er kosið núna verður umboðslaust í haust þegar leiktjöldin hrynja.  En ég spái því að Sjálfstæðisflokkurinn stigi fram sem bjargvættur þjóðarinnar og hendi IFM úr landi.  Það er þeirra stíll.  En það er betra að amma andskotans geri það en að búa við stjórn andskotans. 

Eini flokkurinn sem höndlar núið er Borgarahreyfingin.  Þarf samt að passa sig á því að hengja sig ekki um of á formið.  Fólk borðar ekki stjórnarskrána.  En hennar vandi er ímyndunarvandi og algjör skortur á hernaðartaktík.  Hún þarf virkilega að trúa að hún hafi hlutverk.  Geri hún það ekki þá gera aðrir það ekki heldur. 

En það er eins með hana og málflutning okkar, kreppan kennir naktri konu að spinna og heimskum karli að hlusta.  Þetta kemur allt í rólegheitunum.  Eins ömurlegt og það er því ég vildi óska þess heitt og innilega að ég hafi rangt fyrir mér frá a til ö.  En ég óttast annað.

En gangi þér vel að skamma íhaldið.  Það gerir það enginn betur í dag.  Þess vegna læt ég þig um það.  Ég held mig við dýrin í Hálsaskógi.  Það verður einhver að gera það.

Kveðja, Ómar

Ómar Geirsson, 14.3.2009 kl. 22:01

4 Smámynd: Ómar Geirsson

Blessaður Hilmar.

Eins og ég reyndi að taka skýrt fram þá er þessi kona um margt ágæt enda hlaut hún ekki brautargengi.  Ég tók hana sem dæmi því hún stendur fyllilega fyrir sínu.  Ég vildi ekki fyrst ég var að nafngreina, taka eitthvað bjánaprikið fyrir.

En kjarninn er sá að allt þetta er orðagjálfur eins og ég reyndi að rökstyðja.  En það er oft erfitt fyrir skriffælna að tjá sig.  Minn miðill hefur alltaf verið tungan, ekki penninn.

EKKERT, ég endurtek ekkert af þessu mun vera inní umræðunni næstu árin.  Umræðan mun t.d snúast um hverjir munu fá ókeypis þjónustu heilbrigðiskerfisins og hverjir ekki.  Núna má t.d eldra fólk fara að passa sig.  Og margir aðrir.

En þessi mál eru ekki rædd og þess vegna verður vandinn, sem er slæmur, illviðráðanlegur.  Og nýja fólkið sem er að bjóða sig fram er ekki að koma með nýja hugsun eða aðferðarfræði inn í umræðuna.  Heldur endalaust sömu frasarnir.   Bikini er ágætt við visst loftslag en útúr kú upp á miðjum Vatnajökli. 

Inntak minnar greinar var að benda á að jökullinn væri fullur af fólki á bikini.  Og það veit ekki að því að það sé statt á jöklinum.

Kveðja, Ómar

Ómar Geirsson, 14.3.2009 kl. 22:15

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ómar Geirsson

Höfundur

Ómar Geirsson
Ómar Geirsson
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • Screenshot (49)
  • Screenshot (49)
  • ...img_0104a

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.11.): 161
  • Sl. sólarhring: 549
  • Sl. viku: 5700
  • Frá upphafi: 1400457

Annað

  • Innlit í dag: 138
  • Innlit sl. viku: 4896
  • Gestir í dag: 136
  • IP-tölur í dag: 136

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband