14.3.2009 | 14:59
Sigmundur í mótbyr.
Jæja, þannig er það oft þegar menn reyna að nálgast vandann af skynsemi. Reyndar hefur kynning á hugmynd hans um 20% niðurfærslu skulda misfarist. Þetta er róttæk hugmynd og eðlilegt að hún sé umdeild og gagnrýnd. Þó er lítið um varnir af hálfu framsóknarmanna. Þeir hafa til dæmis ekki náð að koma því vel til skila að forsendur þessarar lækkunar er frysting verðbóta frá ársbyrjun 2008. Þá hófst áhlaup bankanna á íslensku krónuna og í kjölfarið hrundi hún. Slíkt var ekki ein af forsendum þeirra samninga sem fólk gerði þegar það tók sín verðtryggðu lán. Og við megum ekki gleyma að þessi áhlaup voru gerð með þegjandi samþykki stjórnvalda enda var ekkert gert til að hindra það. Síðan hrundi krónan algjörlega í kjölfar bankahrunsins og það var heldur ekki ein af samningsforsendum verðtryggðu lánanna.
Hættumerkin voru augljós en samt var ekkert aðhafst. Núna þegar afleiðingar hrunsins eru að skýrast, lánin hafa hækkað um 20% en eignir fólks fallið um svipaða upphæð og botninum er ekki ennþá náð, þá er það réttlát krafa að verðtryggingin, mælikerfi vitleysunnar sé fryst. En auðvitað aðhafast stjórnvöld ekkert frekar en fyrri daginn.
En geri þau það ekki þá mun annað og meira hrynja. Sjálft lánakerfið því ef fólk sér ekki tilganginn að borga þá mun það hætta og þetta fólk er um helmingur þess fólks sem elur upp börn í þessu landi. Fólk mun ekki nota allt sitt ráðstöfunarfé eftir framfærslu til að borga að lánum í fasteignum sem það á ekkert í og mun aldrei eignast nokkuð í. Svo eru það bílalánin og allt hitt. Það verður ekkert eftir til að lifa eðlilegu lífi og veita börnum þau gæði sem fylgir nútímanum.
Fólk mun frekar segja sig frá lánum sínum í stað þess að níðast á börnum sínum. Hvort sem það flýr land eða byrjar upp á nýtt þá munu lánastofnanir sitja upp með eigur þess og ekki geta selt nema með stórkostlegum afföllum. Fyrir utan tap þeirra munu þeir sem betur eru staddir sogast niður í eignaleysið því verðmæti fasteigna þeirra mun líka hrapa.
Sigmundur hefur aldrei sagt að þetta sé það eina sem þurfi að gera en þetta sé það fyrsta og mikilvægasta til að aðlaga skuldir fólks af eignaverði þess. Greiðsluaðlögun og annað þarf líka að koma til.
Fólk má aldrei gleyma því að í öllum siðuðum löndum þar sem eignir fólks hefur hríðfallið í verði, að þá hafa skuldir þess ekki hækkað á móti. Og vextir af greiðslubyrði þess hafa verið lækkaðir. Allt til að fá fólk til að standa í skilum. Því allstaðar nema á Íslandi skilur fólk í forystu að helsta ógn fjármála og eignastöðugleika er greiðslufall. Að skuldir fólks séu það miklar að fólk ráði ekki við þær og sjái því ekki tilganginn með að borga. Allt er því gert til að hindra að slíkt ástand komi upp.
Enda skilur skynsamt fólk þetta í öllum flokkum. Benedikt Sigurðason, varaþingmaður Samfylkingarinnar og Sigrún Elsa Smáradóttir borgarfulltrúi hafa skrifað blaðagreinar og bent á óréttlæti verðtryggingar við "hrunaðstæður" og fært sterk rök fyrir frystingu hennar. Bjarni Benediktsson, tilvonandi formaður Sjálfstæðisflokksins, færði einnig fram öll rök fyrir þessari hugmynd í blaðagrein þó ekki stigi hann skrefið til fulls að lýsa yfir stuðningi við flatan niðurskurð. Eins má minnast á sjötuga unglinginn í Samfylkingunni, Jón Baldvin, og hjá VinstriGrænum hefur Lilja Mósesdóttir hagfræðingur útskýrt það mjög vel af hverju þetta eigi að vera fyrsta aðgerðin. Til skamms tíma var mikill stuðningur við þessa hugmynd innan flokksins en minna hefur borið á honum eftir "Ábyrgðina".
Einnig má benda á Samtök heimilanna en þar innandyra er fólkið sem vandinn brennur á. Samtökin eru með ítarlegar tillögur á heimasíðu sinni.
Og loks er það annað af þeim framboðum sem Andstaðan bíður fram, Borgarahreyfingin. Þar er greinilega innandyra skynsamt fólk sem getur séð hlutina í samhengi og styður því þessa aðgerð þó útfærslan er einhver önnur.
Ég las öll innslögin sem þessi frétt fékk. Greinlegt var að fólk hafði ekki lesið skrif Sigmundar þegar það níddi af honum skóinn. Fáfræði er svo sem mannleg og eitthvað hafði það að gera með að aðvörunarraddir í kjölfar hrunsins fengu ekki undirtektir þó rökstuddar væru. Fólk nennti ekki að kynna sér málin og tók þá afstöðu að styðja þá sem ekkert gerðu því það var jú allt í góðu lagi. Smá lausafjárkreppa en eignastaðan góð var þjóðinni alltaf sagt.
Eins er það núna. Fólk kýs að hæðast að þeim sem reyna að fólkusa á vandann og koma með rökstuddar tillögur til lausnar. Sama ferli er í gangi og var í aðdraganda Hrunsins en núna getur skellurinn orðið miklu stærri, sjálft þjóðargjaldþrotið. Núverandi stjórnvöld er trú stefnu Samfylkingarinnar að ræða alltaf annan vanda en þann sem við er að glíma. Og hjörðin fylgir með eins og eðli hennar býður.
Og Raddir fólksins eru þagnaðar.
Kveðja að austan.
Þjónkun IMF við stjórnvöld | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Um bloggið
Ómar Geirsson
Færsluflokkar
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (20.1.): 12
- Sl. sólarhring: 13
- Sl. viku: 1664
- Frá upphafi: 1412778
Annað
- Innlit í dag: 11
- Innlit sl. viku: 1483
- Gestir í dag: 10
- IP-tölur í dag: 10
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Við erum ekki alveg þögnuð Ómar. Mörg okkar eru að safna kröftum. Svo veistu hvað ég hef sagt hér áður. En við Ísland þarfnast manna eins og þín Ómar. Borgararhreyfinguna vantar raddir og þær þurfa að heyrast.
Arinbjörn Kúld, 14.3.2009 kl. 18:10
Blessaður aftur Arinbjörn.
Jæja síðasta athugasemdin og þá er kvöldvinna mín frá. Þú sérð að ég hef verið frekar málgefinn í kvöld. En hvað á ég að segja?
Í það fyrsta þá heyrist rödd mín ágætlega. Ekki mér að kenna að ekki fleiri vilja hlusta og taka debatið.
Í öðru lagi þá er ég að þessu í skýrum tilgangi eins og ég skýrði út í minni fyrstu grein. Ég vil geta sagt við strákana mína að pabbi þeirra hafi þó reynt sitt til að hindra ósköpin. Ég er ekki beint maður athyglinnar og því er það töluvert átak að afhjúpa sig svona og byrja að blogga. Í mínum huga ekki minna átak en hjá Pólska kesjuriddaranum sem réðist að skriðdrekunum með lensu sína að vopni. Ég tel mig í baráttu við illskuöfl sem vilja drengjunum mínum illt þannig að valið var í raun ekkert. Þetta er eitthvað sem þurfti að gerast.
Í þriðja lagi þá tel ég mig sinna ákveðnu hlutverki. Ég þori að taka slaginn við sjálfsögð sannindi. Margir vita eða hafa á tilfinningunni að eitthvað sé rotið í við þessi sannindi en þora ekki að verða að athlægi að orða þessa hugsun sína. Einhver verður því að gera það.
En til hvers þegar fáir lesa. Ja, það er þetta með skylduna og svo hitt að ég reyni að vanda mig. Því tel ég að ungt fólk sem sér hörmungarnar þegar þær skella á í sumar, ætti að eiga aðgang að svona greinum. Fyrst og fremst til að prófa sínar eigin hugsanir og rökfærslu. Vill það fórna lífsgæðum barna sinna fyrir breska sparifjáreigendur til dæmis? Eða tilheyra þjóð undirlægja sem allir hlæja að út í hinum stóra heimi því hún var samsafn loftbelgja sem sprungu við minnsta þrýsting? Það eina sem gefur smælingjanum tilverurétt sem sjálfstæðs einstaklings er sjálfsvirðingin og sú vissa að hann sé ekki minni persóna en þeir sem meira mega sín. Og svo framvegis.
Ég veit ekki hvað þetta greinasafn verður orðið umfangsmikið fyrsta maí en ég vona það besta. Ég er ánægður með stórvirkið mitt Guð Blessi Ísland. Tel að sú hugsun sem þar liggur að baki sé forsenda viðreisnar þjóðfélagsins. En ég ætla ekki að fara að vega mann og annan til að sannfæra þá um að ég hafi rétt fyrir mér. Tíminn mun einn skera úr um það.
En Borgarahreyfingin er fín hreyfing og ég óska henni alls hins besta. Ég tel að hennar tími muni koma á einn eða annan hátt. T.d að aðrir taki upp baráttumál hennar og er ekki leikurinn gerður til þess. Að hið rétta sé framkvæmt. Það er stefnan sem er aðalatriðið en ekki mennirnir sem hana framkvæma.
En ég blogga eftir minni bestu getu. Það er mitt launsátur gegn skriðdrekum óvinarins. Mitt lán er í því fólgið að þeir taka ekki eftir mér. Því er ég laus við útúrsnúninginn og skrumskælinguna sem t.d hún Jakobína er alltaf að berjast við. Enda er hún stórhættuleg niðurrifsföflunum. Þið ættuð að fá hana í fyrsta sætið í Reykjavík. Ég myndi kjósa hana.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 15.3.2009 kl. 01:55
Ég hneigi mig í auðmýkt Ómar. Mér er eins innanbrjóst sem þér. Ég vil heldur ekki segja við mín börn og barnabörn að ég hafi ekki gert neitt. Kannski geri ég hvoru tveggja, blogga sem óður væri og tek þátt fyrir borgararhreyfinguna hér á norðausturlandi?
Við verðum í sambandi, kv, ari
Arinbjörn Kúld, 15.3.2009 kl. 15:50
Passaðu þig Arinbjörn. Menn fá hálsríg af hneigingum eða í bakið. Betra vera beinn í baki eins og afi minn var alltaf.
En ég er ánægður fyrir hönd Borgarahreyfingarinnar að þú skuli styðja hana með kröftum þínum. Gott fólk gerir hana að góðri hreyfingu.
En hvað mig varðar þá er ég það hokinn af reynslu að það eru yfir 20 ár síðan ég hét því að eyða ekki kröftum mínum í að bjarga þeim sem vilja ekki láta bjarga sér.
Er ánægður í mínu klettavígi með minn framhlaðning.
En gangi ykkur allt í haginn.
Kveðja, Ómar
Ómar Geirsson, 15.3.2009 kl. 20:08
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.