Hvað dvelur Orminn langa?

Flanagan, fulltrúi Alþjóðagjaldeyrissjóðsins á Íslandi, lýsti því yfir á fundi með blaðamönnum að Íslensk stjórnvöld réðu vaxtastig landsins.

Steingrímur Joð var því ekki með lygamerki á tánum þegar hann blóðrjóður sagði að vissulega þá væri það Íslendinga að ákveða vextina.

Aðeins illmenni láta heimili og fyrirtæki blæða út í þeirri kreppu sem núna ríkir.  Eftir hverju er Steingrímur Joð að bíða.

Að fleiri heimili fari í þrot?  Eru ekki nógu margir atvinnulausir?   Eða er það eitthvað leiðinlegt fólk sem á eftir að flýja land áður en hann sér aumur á okkur hinum?

Eða heldur hann ennþá að Davíð stjórni vöxtunum?  Varla því Steingrímur Joð stóð ekki að þeim skrípaleik að siga fólki að Svörtu loftum.

Hver er þá skýringin?

Kveðja að austan.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Arinbjörn Kúld

Steingrímur veit sem er að lækki SÍ stýrivextina þá hverfur allur gjaldeyrir í landinu fyrir hádegi þann sama dag. Jöklabréfin alræmdu.

Arinbjörn Kúld, 14.3.2009 kl. 17:52

2 Smámynd: Ómar Geirsson

Gleymir einu Arinbjörn.  Það eru gjaldeyrishöft sem halda þeim inni.  Í haust færði Lilja Mósesdóttir, sérfræðingur minn um heimsku IFM, fyrir því sterk rök að þó vextirnir væru gíga háir þá leitaði þetta fé út.  Af hverju?

Svona fyrir utan það að sagan segir að það hafi gerst án undantekninga þá er það þannig að þeir sem eiga þetta fé þurfa að nota það.  Það er jú kreppa heima hjá þeim líka.  Svo forðast brennt barn eldinn.  Gjaldþrota þjóðfélag sem þykist ætla að ávaxta fé útlendinga á einhverjum risavöxtum er þjóðfélag bjána og menn sem eiga peninga treysta ekki þekktum bjánum.  Þegar þeir tapa pening er það vegna þess að fólkið sem það treysti fyrir peningum sínum voru bjánar í dulargerfi.  En þeir leynast víða.  Þess vegna er panikið svona mikið í þessum bransa.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 15.3.2009 kl. 01:29

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ómar Geirsson

Höfundur

Ómar Geirsson
Ómar Geirsson
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • Screenshot (49)
  • Screenshot (49)
  • ...img_0104a

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.1.): 1
  • Sl. sólarhring: 13
  • Sl. viku: 1225
  • Frá upphafi: 1412779

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 1084
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband