13.3.2009 | 18:27
Sorgleg frétt um Íslenskar undirlægur.
Hver er boðskapur páfa. Við munum lækka vextina þegar atvinnuleysið er komið í 20%. Eða er það þegar þið samþykkið allar kröfur breta í ICEsavedeilunni?
Eða var viðtalið við hagsmuna aðila eitthvað á þessa leið.
AGS. Hvað segið þið. Eru ekki fleiri fyrirtæki kominn á hausinn. Þá hljóta þau að þola þessa endurreisnarvexti.
AGS. Þið vitið að erlendir bankar bíða í röðum eftir að lána ykkur meiri pening. Þraukið á vöxtunum og þið munið uppskera afnám gjaldeyrishafta því bjánaskapur, Nei, afsakið, trúverðugleiki ykkar er svo mikill. Og ekki trúa því að það sé kreppa útí hinum stóra heimi. Og það er ekkert til í því að þessir bankar sem bíða á hliðarlínunni sé hættir að lána heima hjá sér. Og ef svo er þá verið þið fyrst.
AGS. Viljið ekki í nefið vinir mínir.
Og lægurnar sleikja skófar þeirra og hlusta ekki á harmgrát umbjóðenda sinna.
En ég get ekki að því gert að fólk sem hefur ekki manndóm í sér að senda þessa menn burt með skömm í poka, það eigi nú ekki betra skilið. En fari fyrirtæki þeirra á hausinn, þá missa margir vinnuna þannig að ég veit ekki,
En vextir munu ekki lækka nema þá til skamms tíma. Fall útflutningstekna þjóðarinnar sér til þess. Lánið frá IFM dugar ekki endalaust.
Kveðja að austan
Störfum sendinefndar AGS lokið í bili | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Um bloggið
Ómar Geirsson
Færsluflokkar
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.1.): 2
- Sl. sólarhring: 13
- Sl. viku: 1226
- Frá upphafi: 1412780
Annað
- Innlit í dag: 2
- Innlit sl. viku: 1085
- Gestir í dag: 2
- IP-tölur í dag: 2
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Já það er von manna að einhverstaðar leynist einhverjir vitleysingar sem fari að treysta íslenskum bönkum
Jakobína Ingunn Ólafsdóttir, 13.3.2009 kl. 19:50
Já það er hin opinbera skýring en ég held mig við reynslu sögunnar. Þeir ríku vilja verða ríkari og þá gala þjónarinir um frelsi þeim til handa að fá aftur leikfang sitt, íslensku krónuna.
Þessum mönnum nægir ekki að setja okkur á hausinn einu sinni.
Kveðja, Ómar.
Ómar Geirsson, 13.3.2009 kl. 21:48
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.