Steingrímur Joð vill í fiskvinnslu en

útgerðarmenn hlæja að honum.  Segjast neyðast til að flytja út fisk lítt unnin eða óunnin því vaxtastefna Steingríms Joð er allt lifandi að drepa.  Sá kurteisi maður Arnar Sigmundsson hjá Fiskvinnslustöðvum hreinlega hæddist að Steingrími í fréttum sjónvarps í gærkvöldi.  Með núverandi vaxtastefnu mun störfum fækka í fiskvinnslu sagði Arnar.  Innantómt orðaskrúð breytir þar engum um.

Steingrímur hafði greinilega frétt af hæðni Arnars þegar fréttamaður sjónvarpsins spurði hann útí þessi ummæli.  Hann var rjóður á vanga og hikandi í málflutningi sínum.  Talaði eitthvað um vilja til góðra verka og svo framvegis. 

En svo kom rúsínan.  Eitt lítið augnablik gleymdi hann ábyrgð sinni á hörmungum og fór að tala um nauðsyn lækkun vaxta og skaðleg áhrif þeirra á allt atvinnulífið.  Gamli góði Steingrímur, formaður VinstriGrænna var mætur á sviðið. 

Og mikið var ég sammála honum.  En eftir stendur þá spurningin:  Af hverju lækkar maðurinn ekki vextina strax á morgunn fyrst hann segir að Íslendingar fari með öll forræði sinna mála en ekki Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn.  Spaugstofan var bara að grínast þegar hún hélt öðru fram.

Eftir hverju er þá beðið?  Godat eða 15% atvinnuleysi?  

Er öllum óbreyttu stuðningsmönnum VinstriGrænna alveg sama um núverandi gjöreyðingarstefnu stjórnvalda?  Dugar þeim að talað sé um kvenfrelsi?  Er það kvenfrelsi að ala upp fátæk börn í fátækum fjölskyldum atvinnulaus fólks?

Er það bara Sjálfstæðisflokkurinn sem má ekki vera vondur við fátæklinga?

Kveðja að austan


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sæll Ómar.

Mér finnst þetta nú vera mjög ómálefnaleg gagnrýni hjá þér á Steingrím J.

Nú á allt í einu Steingrímur J. að bjarga öllu á tveimur mánuðum, eftir 18 ára stjórnarsetu Sjálfstæðisflokksins sem leiddi þjóðina fram af hengifluginu. Mér finnst þessi ríkisstjórn mun frískari en hin sem var óttalega ráðalaus og dáðlaus líka. Mér finnst gusta vel af Steingrími J. sem ráðherra, en geri mér fyllilega grein fyrir því að það tekur talsvert langan tíma að rétta af kúrsinn á þjóðarskútuni. Þess vegna er lífsnauðsyn að mynduð verði ný meirihlutastjórn eftir næstu kosningar sem verður þá án Sjálfstæðisflokksins. Sjálfstæðisflokkurinn og þjóðin þurfa bæði frið til að ná að jafna sig.  

Gunnlaugur Ingvarsson (IP-tala skráð) 8.3.2009 kl. 13:48

2 Smámynd: Ómar Geirsson

Blessaður Gunnlaugur.

Maður sem tekur þátt í ríkisstjórn sem fjármálaráðherra sem það að meginforsendum sinnar stjórnarstefnu að gera heimili og fyrirtækja gjaldþrota, hann á ekkert silki skilið.  

Þér finnst kannski orðræðan ómálefnaleg, en ég er lítið annað en að setja orð og gagnrýni Steingríms Joð í stutt samhengi við fiskvinnsludrauma hans.  Þessi orð mælti hann þegar hann með réttu gagnrýndi 18% stýrisvexti sem "hér er allt að drepa".  Fréttamenn Ruv geta fundið hljóðupptökur með þessum orðum hans.  Sé ekki að réttmæti þeirra hafi nokkuð breyst á þeim tíma sem varð þegar hann fór í buxur Árna Matt.  

Það sem var rétt þá, hlýtur að vera rétt núna.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 8.3.2009 kl. 14:45

3 Smámynd: Arinbjörn Kúld

Allir nema IMF skilja að þessir okurvextir eru hér allt lifandi að drepa. Það eina sem IMF virðist skilja að þeir fjárfestar sem eiga þessi jöklabréf sem eru föst hérna eigi að fá sem bestu ávöxtun á bréf sín. Þess vegna er stýrivöxtum haldið svo háum til að jöklabréfin haldist sem lengst hér á landi. Öfugsnúið, vissulega en IMF telur að verið vextirnir lækkaðir þá heimti þeir innlausn bréfana og þá fyrst mun kreppa alvarlega að hjá okkur með tilheyrandi gjaldeyrisþurrð og jafnvel endanlegu hruni landsins. Við erum í sjálfheldu.

Arinbjörn Kúld, 9.3.2009 kl. 11:40

4 Smámynd: Ómar Geirsson

Blessaður Arinbjörn.

Það er greinlegt að ég er latur að blessa.  Alltaf visst vandamál að koma margra síðna ritgerð í stutt blogg og þess vegna eru athugasemdir þínar kærkomnar núna svo ég hugsi um eitthvað annað en orðalag.

En þú skautar yfir það augljósa.  Við höfum ekkert og höfum aldrei neitt haft við Alþjóðagjaldeyrissjóðinn að gera í núverandi mynd.  Það hefði verið betra að þrauka og bíða og sjá hvernig mál hefðu þróast.  Trúi því ekki þegar fyrr en á reynir að Norska þjóðin hefði leyft lyfjaþurrð og sult á Íslandi.  Hún Lilja Mósesdóttir útfærði okkar leið á trúverðugan hátt.  Það sem hýenurnar settu út á hana var sú augljósa staðreynd að í tillögum hennar voru fólgin gjaldeyrishöft.  En bíddu við komu þau svo ekki eftir 2 vikur eða svo.  Til hvers var þá leikurinn gerður?  Auðmönnum bannað að braska hvort sem var.  En við sátum uppi með óstjórn IFM.  

En allt í lagi, við Lilja erum í örminnihluta þannig að þetta er ef svar.

En ein leið út úr þeim vanda sem þú bendir á er að samið hefði verið um sérstök vaxtakjör á þessi bréf.  Atvinnulífið og heimilin hefðu svo haft sína eigin vexti og þá í takt við greiðslugetu, þ.e. nálægt núllinu.  Verðbólgurök í þessu dæmi eru órök.  Verðbólga mælir víxlverkun kauplags og verðlags.  Afleiðingar gengishruns hafa ekkert með það að gera.

En allt í lagi.  En eitt efið því sjálfsagt var skynsemin bönnuð.  Eina rökrétta svar íslenskra stjórnvalda gagnvart hernámi IFM var að boða til þjóðarsáttar um lækkun verðbólgu.  Þá hefði verið hægt að keyra hana niður í núllið fyrir jól.  En þetta er víst enn eitt efið því það hefði bæði krafist forystu og þroska þjóðarinnar en á þessum tíma hafði hún meiri áhuga á dólgaleit en að bjarga sjálfri sér.  Og á meðan styrktu dólgarnir völd sín.

Þannig að ég er kominn í hring.  Eftir stendur Castró og byltingin og svartir pokar eins og var þjóðlegt í gamla daga.  Menn létu þá ekki allt yfir sig ganga.  En núna er þetta bara allt íhaldinu að kenna.  Og sjálfsagt rétt en á einhverjum tímapunkti þá verður þjóðin að taka örlög sín í eigin hendur.

kveðja, Ómar

Ómar Geirsson, 9.3.2009 kl. 11:59

5 Smámynd: Arinbjörn Kúld

Rétt hjá þér Ómar, við höfðum ekkert af IMF að segja fyrir hrunið. Svo komu auðvitað höftin sem lá í augum uppi. Og Ómar, við erum nokkuð sammála um að skynsemi er tabú á þessum tímum.

Arinbjörn Kúld, 9.3.2009 kl. 22:01

6 Smámynd: Ómar Geirsson

Blessaður Arinbjörn. 

Búinn með Blessunina.  Vona að þér líki vel.

Ég myndi elska Alþjóðagjaldeyrissjóðinn út af lífinu ef þeir væru bara ekki meiri landeyðing en öll eldgos landsins frá söguöld samanlagt.  

Fatta ekki samhengið við afskipti þeirra fyrir hrun en þeim var þvingað uppá þjóðina á röngum forsendum eftir hrun.  Hefðu þeir komið til að liðsinna og aðstoða okkur í neyð okkar þá fengju þeir höfðinglegar móttökur ef þeir kæmu í Víkina mína.  En núna myndi ég ekki siga hundinum mínum á þá þó ég ætti hann.  Myndi ekki lítilsvirða hundinn minn við slíkt óhæfuverk.  

En hvernig sem á þetta er litið þá verða þeir reknir úr landi og Ísland mun ekki taka upp eðlileg samskipti við hin Norðurlöndin, þegar þjóðin er almennt orðið ljós hervirki þeirra, fyrr en eftir formlega afsökunarbeiðni.  Og hún mun koma í kreppunni.  Þá hætta menn að persónugera svona ófarir.  Og ég vona að Obama láti flengja IFM.

Og ég hef ekki þrek til að skamma Steingrím meir eins og ég ætlaði að gera núna á eftir.  Blessunin saug úr mér alla orku.  Og núna er ég kvittur við guð og góða menn.  Handbók um björgun þjóðar er tilbúin að 4/5 og ég er nokkuð ánægður með hana.  Gæti skrifað grein um næstum því hverja setningu í henni.  En slíkt bíður andsvara og miðað við fyrri störf á þeim vettvangi þá verður lítil hreyfing á bloggsíðunni á næstunni.  

Á meðan er það Jakobína sem þarf allan þann stuðning sem þú hefur veitt mér eins og þú hefur náttúrulega gert hjá henni líka.  Bylting byrjar alltaf á einni manneskju og svo fjölgar meðlimum byltingarinnar.  Ef Jakobína býður sig fram þá fær hún mitt atkvæði fyrst ég er óbundinn að styðja Samfylkinguna eftir prófkjör helgarinnar.  En í sumar eða haust mun hún fá mikið fylgi.

Sannaðu til

Kveðja að austan og góða nótt.

Ómar Geirsson

Ómar Geirsson, 9.3.2009 kl. 22:57

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ómar Geirsson

Höfundur

Ómar Geirsson
Ómar Geirsson
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • Screenshot (49)
  • Screenshot (49)
  • ...img_0104a

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 4
  • Sl. sólarhring: 18
  • Sl. viku: 450
  • Frá upphafi: 1412812

Annað

  • Innlit í dag: 4
  • Innlit sl. viku: 389
  • Gestir í dag: 4
  • IP-tölur í dag: 4

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband