Er þetta skýringin á því að Samfylkingin vill selja þjóðina.

Skildu ráðherrar Samfylkingarinnar ekki sín eigin neyðarlög?  Höfðu þeir ekki kynnt sér lög og reglur ESB þegar þeir knúðu Sjálfstæðismenn til að beygja sig undir kúgun ESB?  Gat þetta fólk ekki sagt sér að sá aðili sem beitir fyrir sér orðræðu og aðferðum handrukkara byggir ekki mál sitt á lagalegum röku.  Af hverju heldur Samfylkingin endalaust áfram að lemja hausum Íslendinga í stein í stað þess að játa sínar gjörðir og biðja þjóð sína afsökunar?

Grein þeirra félaga Stefán Más Stefánssonar, prófessor við lagadeild Háskóla Íslands, og  Lárusar Blöndal, hæstaréttarlögmanns, í Morgunblaðinu 3. mars hrakti lið fyrir lið röksemdarfærslu Samfylkingarinnar og stuðningsmanna hennar sem þessir aðilar hafa notað til að réttlæta tilræði sitt við Sjálfstæði þjóðarinnar.  En grein þessi hefur verið þögguð niður.  Fjölmiðlamenn fjalla ekki um hana því þá sér þjóðin líka í gegnum málflutning þeirra.  Það er þannig að það þarf samstillt átak margra aðila til að hægt sé að komast upp með óhæfuverk af þeirri stærðargráðu sem ICEsave uppgjöfin er.  Og sú uppgjöf mun kosta þjóðina þyngri byrðar en hún fær risið undir um ókomin ár. Þess vegna er þagað því flestir eru samsekir.

Fyrrum ráðherra umhverfismála var í viðtali í Sunndagsblaði Morgunblaðsins þar sem hún fékk þessa spurningu.

"Er verjandi að skrifa undir skuldbindingu, hugsanlega upp á hundruð milljarða, sem þjóðin ver kannski ekki ábyrgð á?"

Svarið er óborganlegt og tekur á flestum villum Samfylkingarinnar í málflutningi hennar.

"Hvað er verjandi?  Auðvitað er fólk sárt, svekkt og reitt.  Það er ekki að ástæðulausu að ríkisstjórnin sprakk.  Margt gerði það að verkum, grundvallarágreiningur var um ákveðin atriði og nálganir.  En við megum aldrei gleyma því, að það eiga fleiri hagsmuna að gæta en við.  Við gátum sagt okkur það sjálf að innstæðutryggingar á EES-svæðinu giltu allstaðar og fyrir alla.  Þess vegna er það á ábyrgð íslenskra ríkisstjórna, bæði fyrir minn tíma og þeirrar sem ég sat í, að hafa látið bankana komast upp með að vaxa eins og þeir gerðu.  Við þurfum að axla ábyrgð á því og þess vegna verðum að vera viðbúin því að þurfa að greiða þennan reikning ef aðrir samningar nást ekki."

Í það fyrsta þá er það jákvætt að fyrrum ráðherra gengst við ábyrgð á óheftum vexti bankanna.  Vissulega var erfitt að hemja vöxt þeirra en ríkisstjórninni bar skylda til að reyna að snúa við þeirri óheilla þróun sem hafði orðið frá árinu 2002.  Það sýnir manndóm hjá Þórunni að kannast við sína ábyrgð í stað þess sem t.d Össur Skarphéðinsson er að reyna að telja þjóð sinni í trú um að hann  hafi hvorki lesið blöð eða opnað fyrir sjónvarp í átján mánuði, því hann var alltaf að rýna í skýrslur Seðlabankans.

Einnig er það mjög athyglisvert sem kemur fram hjá Þórunni að hún gengst við því að það var vilji Samfylkingarinnar að selja þjóðina, Sjálfstæðismenn voru tregir í taumi og þessi landsala var ein ástæða þess að ríkisstjórnin sprakk.   Væri til alvöru fjölmiðlafólk á Íslandi þá væri þessi fullyrðing hennar stríðsfyrirsögn fjölmiðla næstu daga.  En þar sem það er samsekt í glæpnum og fjölmiðlafólki finnst t.d miklu skemmtilegra að klína öllum syndum heimsins á Davíð Oddsson þá mun enginn æmta eða skræmt nema þá hugsanlega Björn Bjarnason á heimasíður sinni.  En varla er hægt að kalla hana fjölmiðil þó Björn reyni að halda uppi vörnum fyrir Íslensku þjóðina af veikum mætti.

"Við gátum sagt okkur að það sjálf að innstæðutryggingar á EES-svæðinu giltu allstaðar og fyrir alla."

Misskilningur eða rangfærsla landsölunnar í hnotskurn.  Ef þessi orð eru lesin bókstaflega þá mætti halda að Ísland væri í ábyrgð fyrir allar innistæðutryggingar á EES-svæðinu.  En sjálfsagt er hún að tala um þá innstæðuábyrgð sem gilti um bankareikninga íslenskra fjármálafyrirtækja  á EES-svæðinu.  Um það segja þeir félagar Stefán og Lárus.

"... við (Íslendingar) höfum fullnægt skuldbindingum okkar með því að koma á fót innstæðutryggingakerfi sem hefði dugað undir öllum venjulegum kringumstæðum.  Í tilskipun ESB er hvergi kveðið á um ríkari skyldur en að koma á fót slíku kerfi.  Innstæðutryggingakerfi eru með ýmsu móti í aðildarríkjum EES. Engar athugasemdir komu frá ESB við þau lög sem samþykkt voru hjá okkur árið 1999 um innlánstryggingakerfi.

Skýrar getur þetta ekki verið.  Þeir félagar benda á að "í tilskipuninni segir að innstæðutryggingakerfin skuli fjármögnuð af innlánsfyrirtækjunum - sem sagt ekki ríkinu."   Í fyrri greinum benda þeir á að Tryggingarsjóður innistæða er sjálfseignarsjóður og ekki með sjálfsskuldarábyrgð Íslenska ríkisins.  Um það er kveðið skýrt á í lögum.  Einnig er skýrt kveðið á í tilskipun ESB að sjóðurinn greiði út vegna tapaðra innlána upp að ákveðna upphæð og engu skiptir þjóðerni eiganda krafna.  Eigi sjóðurinn ekki fyrir öllum skuldbindingum sínum þá verður hann gjaldþrota eins og aðrir sem eiga ekki fyrir skuldbindingum sínum.   Allir sem áttu innlán hjá sjóðnum, allstaðar fá greitt úr honum í hlutfalli við kröfur sínar.  Hvergi neins staðar í lögum og tilskipun Evrópusambandsins er kveðið á um bakábyrgð ríkisins gagnvart þeim kröfum sem ekki fást greiddar og hefðu Íslensk stjórnvöld viljað slíka bakábyrgð þá þarf sérstök lög um það frá Alþingi.  Orð ráðamanna þó oft séu þulin upp, eru ekki ígildi laga.  

Hvað Þórunn á við með orðum sínum er óskiljanlegt í ljósi staðreynda málsins.  Hugsanlega er hún að taka undir orð breska handrukkarans Gordons Brown þegar hann setti hryðjuverkalög á Íslensku þjóðina.  Þar talaði hann um mismunun á grundvelli Íslensku neyðarlaganna.  Það er rökleysa hjá handrukkaranum sem Íslensk stjórnvöld hafa marg oft bent á.  Allavega sá hluti stjórnarinnar sem hélt uppi vörnum fyrir Íslenska hagsmuni. 

En trúir Þórunn herra Brown ef hann ítrekar nógu oft rangfærslur sínar og lygar.  Trúir hún t.d á tilveru gjöreyðingarvopna í Írak?  Nógu oft hélt Gordon Brown og breska ríkisstjórnin því fram þó hún studdist ekki við nein sönnunargögn máli sínu til stuðnings.  Eins er það í Icesave deilunni.  Rökin eru engin en gífuryrðin mikil.  Það er aumt fólk á Íslandi sem ekki sér í gegnum moldviðri manna sem þora ekki með mál sitt fyrir dóm og þeirra helstu rök eru þau að við hefðum hagað okkur eins og ofbeldisfólk ef Íslenskur almenningur hefði beðið skaða af breskum einkabönkum.  Kannski er innræti Samfylkingarfólks þannig en ekki þess sem ég þekki.  Vammlaust hugsjónarfólk upp til hópa. En mikill meiri hluti Íslendinga telur réttarríkið vera ein af grunnstöðum þjóðfélagsins.

Íslenskur almenningur hefði ekki gert ólöglega innrás í Írak.  Íslenskur almenningur hefði ekki beitt aðra þjóð kúgun og ofríki þó hún hefði komist upp með það í krafti stærðar og ríkidæmis.

Það eitt er öruggt að Íslenskur almenningur er ekki handrukkar.  

Kveðja að austan.

 

 

 

 

 

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ómar Geirsson

Höfundur

Ómar Geirsson
Ómar Geirsson
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • Screenshot (49)
  • Screenshot (49)
  • ...img_0104a

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 8
  • Sl. sólarhring: 17
  • Sl. viku: 454
  • Frá upphafi: 1412816

Annað

  • Innlit í dag: 8
  • Innlit sl. viku: 393
  • Gestir í dag: 8
  • IP-tölur í dag: 8

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband