Hvenær verður sprengingin.

Á Silfri Egils birtist ágætur pistil eftir Gunnar Tómasson hagfræðing þar sem Gunnar sýndi fram á hvernig vaxtaokrið hefði leikið þjóðina.

Það var tilefni þessa innslags.

Blessaður Egill .
Ég hafði ekki gert mér grein fyrir hversu alvarlegt vaxtaokrið var orðið. Þetta er eins og Gunnar sagði, það getur engin framleiðsla staðið undir þessu okri. Og heimilin og fyrirtækin koðna niður í ekki neitt.

Landráð er það fyrsta sem kemur uppí huga minn þegar ég les um þetta vaxtahlutfall af landsframleiðslu. Það er landráð að láta þjóðina blæða út vegna þessarar vitleysu. Það er orðin brýn þörf fyrir nýtt framboð sem hefur það sem sitt fyrsta stefnumál að draga alla þá ráðamenn fyrir dóm sem bera ábyrgð á viðgangi þessa kerfis. Bara útaf þessu eina máli mundi þetta framboð fá mikið fylgi, þvert á allar flokkslínur. Við megum t.d. ekki gleyma því að stærsti hluti atvinnurekenda, sem núna er að missa allt sitt, eru Sjálfstæðismenn, Tryggð þeirra við flokkinn, sem fer svona með þá, getur ekki verið óendanleg. Á einhverjum tímapunkti verður sprenging. Ég spái að það verði seint í vor eða byrjun sumars og þá mun Vilhjálmur Egilsson hrökklast úr landi.

Ég var sannspár í haust eftir að hinir svokölluðu björgunarpakkar heimila og fyrirtækja voru kynntir, að þáverandi stjórn myndi hrökklast frá völdum mánaðarmótin jan-feb. Ekki mikil gáfa að sjá það, spurningin var bara hve langan tíma það tæki almenning að sjá að þessir svokölluðu pakkar voru um ekki neitt, sem kæmi heimilum og fyrirtækjum að gagni. Núverandi stjórn er að gera nákvæmlegu sömu hlutina, ekki neitt sem gagnast í þeim mikla vanda sem fólk og fyrirtæki er að glíma við, og því mun ástandið bara versna og versna.
Hvenær allt springur?, það er spurningin en þegar það gerist þá vill ég ekki vera kóari IFM nema þá undir hervernd. Löggan er nefnilega líka að missa allt sitt.

En við skulum vona að peningaþvættið verði upplýst. Er ekki einhvers staðar sagt að þar sem er reykur, þar er eldur. Kemur allt í ljós. En ég trúi þessu vel uppá bankabörnin. Siðblindan var það mikil.
Kveðja að austan.

Hjá Gunnari kom það fram að vaxtargjöld þjóðarbúsins hækkuðu úr 3,4% af vergri landsframleiðslu 2004 í 34% árið 2008. 

Er það nokkuð von þó þjóðfélagið hafi farið á hliðina.  Og megin stjórnarstefna félagshyggjustjórnar Íslands er að viðhalda þessum háum vöxtum.

Hvað þurfa margir að verða gjaldþrota áður en þjóðin byltir þessari stjórn?

Kveðja að austan


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Arinbjörn Kúld

Margir Ómar, margir verða gjaldþrota áður en fólk rís almennt upp. Þess vegna var ákveðið að kjósa þetta snemma til að treysta þingmeirihluta áður en gjaldþrotahrinan hellist yfir okkur. En fólk mun rísa upp á afturlappirnar í haust, spurning hvort það verði of seint áður en IMF tekur völdin og framselur þau til ESB að USA???

Arinbjörn Kúld, 9.3.2009 kl. 11:19

2 Smámynd: Ómar Geirsson

Blessaður Arinbjörn.

Þá förum við bara í smiðju Kastrós og gerum byltingu.  

En vinstra fólk er að tapa sér.  Hann Bensi benti mjög vel á þetta í uppgjörsbloggi sínu eftir prófkjörið hjá okkur fyrir Norðaustan.  Þáverandi félagsmálaráðherra og núverandi forsætisráðherra hefur talað um vanda heimilanna frá upphafi Kreppu en hennar lausnir hafa fram að þessu verið útí móa miðað við vandann.  Kenndi síðan íhaldinu um en hvað svo?

Bensi bendir réttilega á það að Spaugstofan tæklar núverandi stjórn algjörlega með afsakið hlé og síðan við vitum ekki hvernig á að lenda.  Og núna er ekki hægt að kenna íhaldinu um.  

Þess vegna hef ég höggvið að VinstriGrænum í pistlum mínum en ég nenni því ekki mikið lengur.  Þannig séð er alltaf erfitt að bjarga þeim sem vilja ekki láta bjarga sér.  Tíma manns er betur varið í annað.  Og svo þykir mér vænt um þetta fólk.

Þannig að núna stend ég við og klára GuðBlessiÍsland  í dag.  Og svo er það kærkomið bloggfrí.  Það er nefnilega allt tíðindlaust að frétta af Vesturvígstöðvunum.  Ginnungagapið blasir við og fleyið stefnir þangað undir fullum seglum.  Guð blessi það og ég líka.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 9.3.2009 kl. 11:41

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ómar Geirsson

Höfundur

Ómar Geirsson
Ómar Geirsson
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • Screenshot (49)
  • Screenshot (49)
  • ...img_0104a

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 10
  • Sl. sólarhring: 15
  • Sl. viku: 456
  • Frá upphafi: 1412818

Annað

  • Innlit í dag: 10
  • Innlit sl. viku: 395
  • Gestir í dag: 9
  • IP-tölur í dag: 9

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband