7.3.2009 | 12:19
Kreppan er mannannaverk
Og það er mannannaverk að leysa hana. Það er rétt að vandinn er gífurlegur en leiðtog i sem hefur það hugarfar að vandinn er til að leysa þannig að enginn falli skaddaður frá borði, það er sá leiðtogi sem Íslenska þjóðin á að fylkja sig um.
Á Silfri Egils er þráður 15. febrúar þar sem Egill var að fjalla um efni þáttar síns. Sá þáttur var óvenju sterkur, bar þar hæst viðtal við Björn Orra og Harald Líndal. En eftirfarandi innslög voru mitt framlag til umræðunnar. Skýra sig sjálf.
Blessaður Egill.
Í vetur hafa margir haft á orði að Íslands ógæfu verður allt að vopni. Það að menn skuli ennþá vera að skrifa þessi fornu sannindi sýnir að margt verður því að gæfu líka. Ella hefði öll byggð lagst af hér fyrir langa löngu.
Eins er það í dag. Gæfuhjólið er farið að snúast hægt og örugglega. Ástandið er vissulega slæmt og þjóðin skuldar mikið. En að uppistöðu er þetta allt saman mannaverk. Og það er mannannaverk sem eru að gera vont, ekki verra - það er alltof jákvætt,, heldur óbærilegt. En engu að síður mannannaverk.
Forsetafrúin benti á að enginn þyrfti að búa á götunni á Íslandi því hér væri of mikið af húsum en ekki of lítið. Einnig heyrði ég viðtal við ágætan mann að kreppan væri heimatilbúin að mestum hluta því fyrirtækin og framleiðslutækin væru hér ennþá til staðar. En sá raunvandi sem við væri að glíma væri mikið fall útflutningstekna okkar. Miklu erfiðara væri fyrir þjóðina að greiða af erlendum lánum sínum næstu árin sökum heimskreppunnar og þeirra áhrifa sem hún hefði á útflutning og mögulega nýsköpun.
Hver er þá vandinn. Mannannaverk eru að meina fólki að reka fyriræki sín og búa á heimilum sínum. Til þess eru notuð tvö tæki. Hæstu vextir á byggðu bóli og verðtrygging á lánum sem reiknar inní lán landsmanna hækkanir sem eiga þar ekki heima. Öllum er ljóst að hugsunin á bak við verðtrygginguna var ekki sú að mæla hrun fjármálakerfis og gjaldmiðils. Stjórnvöld sem ekki þetta sjá eru að stjórna gegn þjóð sinni, ekki með.
Gæfa okkar er sú sem þjóðar, að við mótmælum þessum mannannaverkum og skriðþungi þessa mótmæla er alltaf meiri og meiri. Þó Jóhanna sé vinsæl, þá kom Björn Orri henni á ákveðinn stall í dag sem á eftir að reynast henni og flokki hennar mjög skeinuhættur. Hún er hjúkrunarkonan á líknardeildinni. Allar hennar tillögur og hugmyndir snúast að því að gera fólki þar lífið bærilegra áður en það gefur upp önd sína.
Betur verður núverandi ástandi ekki lýst. Hafðu þökk fyrir góðan þátt.
Kveðja að austan.
Þarna kom líkingin um röggsömu hjúkrunarkonu á hvíta sloppnum og hún hefur alltaf verið bak við vinstra eyra mitt síðan. En seinna innslagið er svona.
Blessaður Egill.
Ég sé í athugasemdum að þú hefur vakið upp þarfa umræðu. Það er góð hugmynd t.d að fá Ólaf Darra eða Gylfa forseta til þín í þáttinn. Andstæð sjónarmið fóðra lýðræðislega umræðu. Og fólk hefur gott að hlusta á sjónarmið verklýðsforystunnar. Ein þarf spurning sem myndi vakna er sú hvort við gætum ekki lagt niður ASÍ, kostnaðurinn við batteríið er mikill en æ fleiri eru farnir að upplifa samtökin sem lítið skúffuhorn hjá Hagdeild Vinnuveitendasambandsins. Eða skipta um forystu og fá verkalýðssinna þar inn á ný.
En það er tvennt sem mig langar að vekja athygli á í ummælum hér að framan. Í fyrsta lagi þá er það hinn meinti kostnaður við að bjarga þjóðinni. Einhver sagði það vera 285 milljarðar að lækka skuldir heimilanna um 20 %. Vá það eru miklir peningar en borgunarliðinu finnst það ekki mikið að greiða þessa upphæð í vexti af ICEsave. Fyrrverandi ríkisstjórn fannst það ekki mikið að svipuð tala fór að rétta hlut fjármagnseiganda í peningamarkaðssjóðina. Og fékk ekki Davíð svipað upphæð svo hann yrði ekki að óreiðumanni sem ætti ekki fyrir skuldum.
En þegar að kemur að þjóðinni, þá eru þetta miklir peningar.
Seinna er þessi eilífðar lágkúra með sukkið. Ég veit að það er ókurteisi að segja þessu fólki að halda k-j. enda ætla ég ekki að gera það. Ég ætla ekki að segja þeim að skammast sín að hafa ógæfu annarra í flimtingum. Ég veit að eiginkonur þessara kalla lesa þeim pistilinn ef þær vissu hvaða þeir láta útúr sér. Það eina sem ég vil segja er að ef það er sukk að vera ungur og vilja eiga heima á Íslandi, þá hafa margar kynslóðir gert sig sekar um sukk. Núverandi kynslóð ungs fólks lenti í hamfarabáli sem hún bar enga ábyrgð á. Það má vel vera að velmegunin hafi verið mikil og ekki raunhæf en eldra fólk keypti líka jeppa og fór í utanlandsferðir. Af meiru að taka kannski en allir tóku sínar ákvarðanir útfrá sínum tekjum og skuldastöðu eins og hún var og fólk gat búist við að hún yrði. Það reiknaði enginn með þessum hamförum.
Þegar eldgos, jarðskjálftar eða snjóflóð hafa valdið hörmungum og eyðileggingu þá stóð þessi þjóð saman. Núna er sundrungarpúkinn allsráðandi og dóminterar umræðunni. En málið er einfalt. Það er mikill vandi til staðar sem snertir flestar fjölskyldur landsins, beint eða óbeint. Þjóðinni ber skyldu til að takast á við hann þannig að ekki myndist rof í samfélaginu, rof á milli kynslóða, rof á milli þeirra sem eiga og þeirra sem skulda. Eignamaðurinn má t.d ekki gleyma því að fólkið sem sinnir honum á sjúkrahúsum eða fólkið sem gerir við húsið hans eða fólkið sem heldur uppi löggæslu, þetta er fólk sem þarf á aðstoð hans að halda núna. Gæti hann ekki að sér, þá er ekki víst að það verði til staðar næst þegar hann þarf á þeirra þjónustu að halda.
Það er enginn eyland. Það er aðeins samstaða sem kemur okkur útúr þessum erfiðleikum.
Kveðja að austan.
Svo mörg voru þau orð.
Kveðja að austan.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Um bloggið
Ómar Geirsson
Færsluflokkar
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 11
- Sl. sólarhring: 12
- Sl. viku: 457
- Frá upphafi: 1412819
Annað
- Innlit í dag: 11
- Innlit sl. viku: 396
- Gestir í dag: 10
- IP-tölur í dag: 10
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.