Fréttir af Líknardeild. Stýrisvextir eru að kyrkja atvinnulíf og heimili.

Segir Helgi Magnússon formaður samtaka iðnaðarins.  Staðan í sjávarútvegi er mjög alvarleg segir sjávarútvegsráðherra.  Öryrkjar mótmæla kjaraskerðingu og lýsa miklum áhyggjum yfir framtíðinni á fundi með Gylfa forseta.

Þetta er ekki nógu gott hugsar yfirhjúkrunarkona líknardeildarinnar.  Hún hefir starfað á deildinni í hundrað og eitthvað daga, þar af sem yfirhjúkrunarkona í tuttugu og eitthvað daga og aldrei vikið af stefnu yfirlæknisins.  

Stefna Alþjóðagjaldeyrissjóðsins er mín stefna sagði Jóhanna við stöðuhækkun sína.  Samt er fólk að kvarta.  Það skilur ekki líknina.  

"Ætli það sé ekki best að hækka vextina ennþá meira" hugsar hún með sér.  Það kvartar engin yfir hjúkruninni þegar honum þrýtur örendið.

Ekki hvarflar að henni að aðrir læknar voru búnir að vara stórlega við þeim hrossalækningum sem eiga sér stað í þjóðfélaginu.  Sjúkur maður er ekki læknaður með stórum skammti af rottueitri.  Það deyðir en ekki læknar.  

Þetta vita allir læknar út í hinum stóra heimi.  Rottueitur er hvergi notaða til að líkna þrautir fólks.

Ekki heldur 18% stýrisvextir til að bjarga heimilum og fyrirtækjum.  Það eru öfugmæli

Kveðja að austan.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Arinbjörn Kúld

Hér á landi hafa hefðbundin hagfræðilögmál aldrei virkað eða verið notuð. Séríslenskar aðstæður koma ávallt í veg fyrir slíkt þar á meðal að lækna vandan með heilbriðgum og eðlilegum aðferðum sem notaðar eru úti í hinum stóra heimi. Svo verður eitthvað áfram eða þar til búsáhaldabyltingin rís upp aftur.

Arinbjörn Kúld, 6.3.2009 kl. 00:58

2 Smámynd: Ómar Geirsson

Blessaður Arinbjörn.

Frjálshyggjan er gjaldþrota sem hugmyndafræði í dag.  Fréttirnar koma með póstskipinu í vor.  Þá rætist kannski draumur minn um sérsveitina og flugstöðina.

Kveðja, Ómar

Ómar Geirsson, 6.3.2009 kl. 09:07

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ómar Geirsson

Höfundur

Ómar Geirsson
Ómar Geirsson
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • Screenshot (49)
  • Screenshot (49)
  • ...img_0104a

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (24.1.): 1
  • Sl. sólarhring: 7
  • Sl. viku: 130
  • Frá upphafi: 1412828

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 114
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband