5.3.2009 | 11:58
Vill Sigmar kenna sköpunarsöguna í skólum sem algild vísindi.
Sjálfsagt ekki. Og ég reikna ekki með því að hann berjist gegn fóstureyðingum eða styðji innrásina í Írak. En hann boðar öfgakenningar hægri Repúblikana um orsakir heimskreppunnar. Skýringin var ekki græðgi sem þrýsti á afnám regluverka og eftirlits. Nei, skýringin var tengsl ríkisins við fjármálamarkaðinn. Fjármálakerfið hrundi vegna þess að aðilar hans treystu á hjálp ríkisins þegar illa færi.
Sá ágæti blaðamaður Magnús Sveinn Helgason gerði ágæta úttekt á þessari firru hægri öfgamanna í Fréttablaðinu 14 janúar síðastliðinn undir heitinu Félagsleg lán eru ekki rót vandans.
Til gamans má geta að grein þessi lá fyrir þegar Bogi Ágústsson gerði sig af fífli með umfjöllun sinni um Undirmálslán í sunnudagsfréttaskýringaþætti sínum. Heimildir hans voru greinilegar unnar úr Fox sjónvarpstöðunni og öðrum miðlum siðleysis og fordóma. Allir alvöru fjölmiðlar voru fyrir löngu búnir að sjá í gegnum þá rökvillu að vanskil neðri tekjuhópa bandaríska samfélagsins upp á nokkra milljarða dala væru orsök dýpstu fjármálakreppu síðustu aldar, sem þegar hefur kostað bandaríkjamenn hærri upphæðir en allar styrjaldir síðustu hundrað árin. Hvað hefði gerst ef alvarleg vanskil hefðu átt sér stað í millistéttinni þar sem alvöru húsin og lánin eru. Værum við þá að tala um kostnað síðust 500 ára og næstu 200 ára? Ef hlutfall verðmæta þessa tveggja þjóðfélagshópa er skoðað þá mætti halda það. Enda heldur enginn þessu fram nema hann trúi fréttatilkynningum ungra sjálfstæðismann betur en sjálfri Biblíunni. En slíkt er reyndar reyndin á Bláskjá.
En lítum á hvað kom fram í grein Magnúsar Sveins.
"Sannleikskjarni í gagnrýni. Nánast allir hagfræðingar eru sammála um að Fannie Mae og Freddie Mac beri sinn skerf af ábyrgðinni, enda auðvelduðu þeir fasteignalán með því að dæla fé inn á eftirmarkað með fasteignalán og gera viðskipti með "verðbréfuð" fasteignalán auðveldari. Það er þó mikilvægt að halda nokkrum hlutum til haga þegar rætt er um hlut þeirra. Í fyrsta lagi voru sjóðirnir alfarið í einkaeigu og í raun ákveðin ónákvæmni fólgin í því að tala um að þeir séu "opinberir". Þeir störfuðu hins vegar samkvæmt sérstökum lagaákvæðum og um þá giltu mun rýmri reglur en um aðrar fjármálastofnanir. Þá er rangt að þeir hafi haft ríkisábyrgð. Í lögum var skýrt tekið fram að svo væri ekki. Reynslan hefur þó sýnt að svo var, en í ljós hefur komið að ríkið hefur neyðst til að gangast í ábyrgðir fyrir skuldir allra stórra fjármálafyrirtækja. Að lokum veittu Fannie og Freddie engin lán.- hlutverk þeirra var alfarið á eftir markaði, þar sem þeir keyptu verðbréfuð húsnæðislán af bönkum".
Þeir voru í einkaeigu og þeir höfðu ekki ríkisábyrgð. Samt fullyrða Íslenskir bjánabelgir að svo sé. Þeir gæta ekki að því að heimildir þeirra eru ekki heimildir heldur áróður settur fram til að blekkja og afvegleiða umræðuna til að hún beinist ekki að skaðsemi frjálshyggjutrúboðsins. Samt er sagt á Bláskjá, sjónvarpsstöð kostuð af fórnarlömbum frjálshyggjunnar að sjóðirnir hafi verið félagsbákn sem lánuðu fátæklingum lán sem þeir gátu ekki borgað. Af öllu því sjónvarpsefni sem Bogi Ágústsson gat fundið á Fox þá klippti hann inn bút þar sem siðvillingur sagði að meira segja fólk sem hafði enga innkomu var lánað af þessum voðalegum sjóðum. Hvað gekk honum til? Af hverju að eyðileggja æru sína svona fyrir flokkinn?
En kíkjum nánar á þjóðsöguna um félagsmálalánin sem demókratar komu á og áttu að hafa eyðilagt hið vestræna fjármálakerfi. Höldum áfram að vitna í Magnús Svein.
"Í gagnrýninni á Fannie og Freddie er í raun blandað saman tveimur óskyldum málum. Annars vega er starfsemi sjóðanna sjálfra og hins vegar er vísað til laga sem sett voru í tíð Jimmy Carters, The Community Reinvestment Act (CRA). Þessi lög áttu að koma í veg fyrir að bankar mismunuðu lántakendum eftir kynþætti, em þau kváðu á um að bankar yrðu að bjóða öllum viðskiptavinum sínum upp á alla bankaþjónustu, og þar með yrðu þeir að lána til fasteignakaupa í öllum þeim borgarhverfum þar sem þeir starfræktu útibú. Á tíunda áratugnum voru þessar reglur hertar. Hugmyndin var sú að snúa mætti við vítahring fátæktar og niðurníðslu í borgarhlutum sem byggðir voru svertingjum með því að fjölga þeim sem ættu hús sín sjálfir".
Sem sagt það sem menn eins og Hannes Hólmsteinn er að hæðast að og kallar orsakavald kreppunnar er í raun húsnæðisstefna Margrétar Thatchers sem reif upp bresku fátækrarhverfin með því að gera fólki kleyft að eiga húsin sem það býr í. Það var með öðrum orðum draumadís Hannesar sem var hugmyndafræðingur þess að fjármálakerfið hrundi. Það má reyndar vera en ekki hvað þetta atriði varðar. Þar er ég sammála Margréti.
En höldum áfram með Magnús Svein.
"Gagnrýni bandarískra hægrimanna að undanförnu hefur verið sú að þessi lög hafi neytt" banka til að lána undirmálsfólki" þar með hafi bankarnir setið uppi með undirmálslán. Orsök fjármálakreppunnar sé því ekki skortur á reglum, heldur of mikið af reglum og vanhugsuð velferðarstefna.
Þessi gagnrýni hefur þó átt litlum vinsældum að fagna annars staðar en lengst til hægri innan Repúblíkanaflokksins, og þá sérstaklega meðal afturhaldssinnaðra hægrimanna. Mörgum Bandaríkjamönnum þykir gagnrýnin lykta af kynþáttafordómum, enda hefur oft verið grunnt á kynþáttafordómum þegar talað er um að lántaka undirmálsfólks" og minnihlutahópa sé orsök fjármálakreppunnar. Þannig talaði Henri Lepage í fyrirlestri sínum um lán til negra" og Michelle Bachmann, sem vakti nýverið athygli fyrir að krefjast þess að fram fari rannsókn á and-amerískum viðhorfum" þingmanna demókrata, sagði að Clinton hefði gert þau reginmistök að hafa reynt að halda að hægt væri að lyfta svertingjum upp í millistéttina með því að hvetja þá til fasteignakaupa."
Svona er málflutningur siðblindingja og þetta eru mennirnir sem koma næst guði almáttugum í áreiðanleika á Bláskjá. En Magnús Sveinn tekur á bullinu með sóma og ég ætla ekki að stytta mál hans. Það kemur hér á eftir. Vandi þess að vita felst í að menn þurfa oft að lesa texta sem er meiri en tvær málgreinar. Frasar, fullyrðingar og rangfærslur nota yfirleitt stuttan texta. Þeir sem eiga að meðtaka vitleysuna hafa sjaldnast heilabú til að lesa flókna texta. Á því byggja völd þessa manna.
En þó að ég talaði og malaði í hundrað ár þá kemst ég ekki nær kjarna málsins en niðurlag greinar Magnúsar Sveins er. Góð blaðamennska sem er til fyrirmyndar um nákvæm efnistök og uppbyggingu röksemdarfærslu. Hins vegar eru þeir Sigmar og Bogi ekki fallnir með einkunnana 4,5, þeir fá ekki einu sinni einn fyrir að skrifa nafnið sitt á prófblaðið. Skömm þeirra er algjör því það eru verið fjalla um eitthvað sem snertir alla og á eftir að valda þjáningum og hörmungum hundruða milljóna manna. Allur almenningur á Íslandi er þar með talinn. Það er lágmarkskraf til flokksins að þurfi hann að setja menn á fóður, þá sé það gert á kostnað hans, ekki þjóðarinnar.
Það á að vera liðin tíð að fréttastofa sjónvarps sé deild í Samtökum ungra Sjálfstæðismanna. Þetta fólk hefur fyrirgert rétti sínum til að ráðskast með þjóðareigur, hafi það þá nokkrum tímann haft hann.
En lokaorðin eru Magnúsar Sveins. Ég á örugglega eftir að prenta aftur og aftur upp úr niðurlaginu þar til fólk fer að segja satt og ræða málin út frá þekktum staðreyndum.
Rannsóknir sýna að Fannie og Freddie eru saklaus
Á fundi eftirlits- og endurskoðunarnefndar Bandaríkjaþings í lok október höfnuðu Christopher Cox, yfirmaður fjármálaeftirlits Bandaríkjanna, Alan Greenspan, fyrrverandi seðlabankastjóri og John Snow, fyrrverandi fjármálaráðherra í ríkisstjórn Bush, þeirri hugmynd alfarið að Fannie Mae og Freddie Mac hefðu valdið lánsfjárkreppunni, þótt þeir bæru, líkt og aðrar fjármálastofnanir, sinn skerf ábyrgðar.
Rannsóknir hafa sýnt að hvorki fasteignalánasjóðirnir né The Community Reinvestment Act báru ábyrgð á undirmálslánakrísunni, hvað þá lánsfjárkreppunni.
Hlutdeild Fannie og Freddie í fasteignalánamarkaðnum skrapp saman á árunum 2002 til 2007 þegar blaðra myndaðist á fasteignamörkuðum. Sérstaklega minnkaði hlutdeild þeirra eftir 2003 þegar verð tók að hækka hvað hraðast. Þenslan í útlánum til fasteignakaupa var fyrst og fremst knúin áfram af fjárfestingabönkum sem sóttu inn á fasteignalánamarkaðinn með skuldvafningum fasteignalána, sem síðar hafa breyst í eitruð" og óseljanleg verðbréf. Fjárfestingabankar á borð við Lehman Brothers verðbréfuðu" tvo þriðju hluta allra fasteignalána á markaði í Bandaríkjunum á hátindi fasteignablöðrunnar.
Rannsóknir hafa einnig sýnt að langflest undirmálslán" voru veitt af fyrirtækjum sem ekki heyrðu undir CRA-lögin, en þau giltu til dæmis ekki um sérhæfð fasteignalánafyrirtæki. Fyrirtæki sem ekki heyrðu undir CRA gáfu út 84,3 prósent allra undirmálslána. Það sem meira er, 75 prósent áhættumeiri hávaxtalána, sem mörg hafa verið kölluð varglán", voru gefin út af fyrirtækjum sem ekki heyrðu undir CRA.
Meðan Fannie Mae og Freddie Mac keyptu lítið sem ekkert af þessum lánum tóku þeir þátt í undirmáls- og jaðarlánaþenslunni, en á árunum 2005 til 2008 ábyrgðust og keyptu sjóðirnir 270 milljarða af slíkum lánum, sem var þrisvar sinnum hærri upphæð en fram að því. Ástæðan var ekki reglugerðarbreyting í upphafi níunda áratugarins, heldur leit sjóðanna að hagnaði. Stjórnendur sjóðanna horfðu upp á keppinauta sína, Lehman Brothers og Morgan Stanley hagnast á áhættumeiri lánum, sem báru háa vexti, og vildu skiljanlega hlutdeild í gróðanum.
Hið sanna er að CRA virðist hafa hvatt til ábyrgrar lánveitingar. Janet Yellen, bankastjóri seðlabanka San Fransisco, sagði í ræðu fyrr í ár að bankar sem lutu eftirliti CRA hafi beint efnalitlum lántakendum að lánum á viðráðanlegum vöxtum, en rannsóknir hafa sýnt að fasteignalánafyrirtæki sem ekki heyrðu undir CRA, hafi stýrt fólki af minnihlutahópum í undirmálslán á háum vöxtum, varglán.
Hvar eru rætur vandans?
Vandamálið er að gæði allra fasteignalána minnkuðu, ekki vegna þess að félagsleg löggjöf hafi ýtt undir lánveitingar til minnihlutahópa, heldur vegna þess að þegar sprenging varð í lánveitingum til fasteignakaupa og blaðra myndaðist á fasteignamarkaðinum var of mikið fjármagn á fasteignalánamarkaði. Í leit sinni að ávöxtun fyrir þetta fjármagn tóku lánveitendur því að veita æ vafasamari lán. Flest þessara lána hefðu aldrei verið veitt ef lánveitendurnir hefðu sjálfir þurft að axla áhættuna af endurgreiðslu þeirra, en þeir gátu velt henni áfram á aðra með því að pakka lánunum saman og selja áfram í formi flókinna afleiða og skuldvafninga, en litlar sem engar reglur giltu um þann markað. Til þess að fela áhættuna urðu afleiðurnar æ flóknari og óskiljanlegri, og það eru nú þessir pappírar sem eru rótin að vanda fjármálastofnana vestanhafs.
Svo mörg voru þau orð. En ég get ekki alveg sleppt þeim. "Til þess að fela áhættuna urðu afleiðurnar æ flóknari og óskiljanlegri, og það eru nú þessir pappírar sem eru rótin að vanda fjármálastofnana vestanhafs."
Þetta vita Bandaríkjamenn. Um þetta er ekki deilt með rökum.
Kveðja að austan.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 13:06 | Facebook
Um bloggið
Ómar Geirsson
Færsluflokkar
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (2.4.): 9
- Sl. sólarhring: 11
- Sl. viku: 1860
- Frá upphafi: 1438592
Annað
- Innlit í dag: 8
- Innlit sl. viku: 1567
- Gestir í dag: 8
- IP-tölur í dag: 8
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Frábært, loksins sannleikurinn eins og hann er. Þetta er víst orsökin að öllu saman auk frjálshyggjustefnunnar sem leyfði þetta.
Arinbjörn Kúld, 6.3.2009 kl. 00:44
Blessaður Arinbjörn
Já og þú gast meira að segja lesið Íslenska þýðingu á honum í Fréttablaðinu. Hvað skyldi Björn Bjarna segja um þetta.
Vona samt að hann sé sammála mér. Pabbi hans hefði verið það. Frjálshyggja er eins fjarri klassískri íhaldsstefnu og nasisminn var á sínum tíma. Skil ekki af hverju Sjálfstæðismenn eru að verja þennan andskota.
Kveðja Ómar
Ómar Geirsson, 6.3.2009 kl. 09:05
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.