"Við erum að berjast upp á líf og dauða" sagði Líknardeildin

Atvinnuleysi er komið í 10%.  Landflótti ungs fólks er hafinn.  Allt að 60% fyrirtækja landsins er gjaldþrota og lifir frá degi til dags upp á náð og miskunn bankanna.  Hjól atvinnulífsins eru að stöðvast segja vinnuveitendur. 

En Líknardeildin finnst ekki nóg að gert.  Betur má ef duga skal.  Þess vegna viðheldur hún 18% stýrisvöxtum.  Þess vegna er ekki dælt pening út í bankakerfið til að koma atvinnuleysinu af stað.  Þess vegna er ungu fólki ekki hjálpað.

Steingrímur Joð Sigfússon fjármálaráðherra segir að þessi barátta kalli á ný vinnubrögð og nýtt hugarfar.  Þess vegna viðheldur Líknardeildin ógnarástandi okurvaxta.  Þess vegna fæst hún ekki til að ræða hjálp til handa heimilunum.

En hún er tilbúin að líkna.  Hún ætlar að aðlaga greiðslubyrðina að greiðslubyrði fólks.  Allir þrælahaldara vita eins og er að meira fæst út úr þrælnum ef hann honum er leyft að tóra og vinna.  En sú kynslóð sem núna er að ala upp börn mun ekki sjá fram úr skuldum sínum, hún mun vinna og borga það sem eftir er af hennar starfsævi.  Nema náttúrlega hún segi sig frá skuldum sínum og flýi land.  Kannski felast hin óhefðbundnu vinnubrögð í því hjá Líknardeildinni að í stað huglægra hlekkja, þá flytji hún inn raunhlekki frá fyrrum þrælalöndum.  Kannski var gjörningur unga fólksins á Lækjartorgi ekki svo fjarri lagi þegar upp er staðið.

Líknardeildin segir að ekki sé til peningur til að hjálpa heimilum.  Hún er ríkisstjórn félagshyggju og jafnaðar.  Allir vita að auðmenn og eignafólk hefur orðið mjög illa úti í kreppunni.  Mikið af eigum þessa fólks var bundið í hlutabréfum sem núna eru glötuð.  Fyrirtæki þessa fólks eru stórskuldug.  Þetta eru hin eiginlegu fórnarlömb kreppunnar og þeim þarf að hjálpa.  Þess vegna eru skuldir fyrirtækja þess afskrifaðar.  Það er hin sanna jafnaðarstefna í hugum líknardeildarinnar.  Og ekki er hægt að hjálpa öllum.  Aðeins þeim sem verst urðu úti í kreppunni.  Þeir ganga fyrir.  Í gær var það Árvakur, í dag var það eitthvað annað fyrirtæki en nafn þess er hulið bankaleynd.  

Þetta eru hin nýju vinnubrögð félagshyggjunnar.

En almenningur má búast við hinu versta.  Bráðum hefst hinn blóðugi niðurskurður að kröfu yfirvaldsins.  Stefna þess hefur alltaf verið að gjaldþrota fátækt fólk njóti ekki ókeypis heilsugæslu og menntunar, nema þá í skötulíki.  Og skatan mun vera illa kæst og úldin.  Biðlistar, innritunargjöld, slæmt aðgengi að heilsugæslu, sérstaklega á landsbyggðinni.  Námsframboð í menntaskólum og háskólum mun takmarkast af háum skólagjöldum og  fjöldatakmörkunum.  Litlum landsbyggðarskólum mun verða gert ókleyft að starfa. 

Þessi niðurskurður er óhjákvæmilegur í ljósi þeirrar blóðugu baráttu sem ríkistjórn Samfylkingarinnar og litla Leppflokksins há gegn þjóð sinni.  Skortur á fjármagni og okurvextir kæfa alla atvinnustarfsemi.  Þar með dragast tekjur ríkisins mikið saman.  Vextir og afborganir erlendra lána mun taka alltaf helming ráðstöfunartekna ríkisins ef það ætlar að standa í skilum.  Hinn valkosturinn er að afsala sjálfstæði landsins og forræði auðlynda þess endanlega til hins erlenda yfirvalds.  Og þá gerist þetta hvort sem er. 

Aðeins á stríðstímum eru dæmi um að blóðugri barátta hafi átt sér stað gegn sjálfstæði og velferð einnar þjóðar.  Þá hafa smáþjóðir mátt sæta innrásum og yfirgangi stórþjóða.  Hinsvegar þarf að fara langt aftur í aldir til að finna slíkan gjörning stjórnvalda gegn sinni eigin þjóð.  Gjörning sem stjórnvaldið lýsir með þessum orðum:

"Við erum að berjast upp á líf og dauða"

Og líf og velferð þjóðarinnar er undir því komið að þetta fólk verði hrakið frá völdum í búsáhaldabyltingunni hinni síðari.   Og hinu erlenda yfirvaldi verði vísað úr landi.  Því lengur sem það dregst, því hærri verður tollur dauðans.  Bæði í eiginlegri merkingu og óeiginlegri merkingu gjaldþrota og uppgjafar fólks.  Lifandi dauði er líka ill örlög.

Þjóðin verður að vinna þessa baráttu svo hún nái að halda lífi sem þjóð. 

Kveðja að austan.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Arinbjörn Kúld

Mín tilfinning er sú að í haust hefjist búsáhaldabyltingin hin síðari og þá mun harðari en sú fyrri. Ég óttast nefnilega að við séum nú þegar ofurseld valdi IMF. Þegar þjóðin áttar sig á því í haust þegar niðurskurðurinn hefst fyrir alvöru þá áttar hún sig. Þjóðin er einfaldlega lömuð ennþá og trúir ekki að ástandið sé jafnslæmt og við þessi fáu sjáum fram á að verði. Trúðu mér ég berst við það á mínu eigin heimili að búa mitt fólk undir niðurskurðinn og þau trúa mér ekki.

Arinbjörn Kúld, 5.3.2009 kl. 00:25

2 Smámynd: Ómar Geirsson

Blessaður Arinbjörn.

Ég upplifi mig oft eins og brjálaði spámaðurinn í Tinnabókinni Svaðilför til Surtseyjar. 

En ég held að það verði fyrr.  Ég sé ekki hvernig þeir ætla að koma atvinnulífinu að stað og svo er sjávarútvegurinn að rúlla.  Vörurnar seljast ekki á þeim verðum sem upp eru sett.  Eins á margur eftir að verða fyrir vonbrigðum með ferðamannastrauminn.  Raunverulegt atvinnuleysi á eftir að herja á okkar helstu viðskiptalönd þannig að allar tekjur frá þeim munu dragast saman.  Síðan þarf að kynna áætlaðan niðurskurð vegna IFM.  Það mun verða sagt að hann hafi verið óhjákvæmilegur en það er mjög auðvelt að útskýra að svo sé ekki.  Spurningin er sú hvort það verði gert á þann máta sem fólk skilur.  Ef það tekst, þá lifir vonin en ef fólk situr bara uppi með reiðina, þá verða hér ólæti á stærðargráðu sem ekki hefur sést áður.  Og ég er ekki svo viss að lögreglumenn sem eru að missa húsin sín muni leggja líf sitt í hættu við að verja innlenda leppa alþjóðagjaldeyrisjóðsins.

En kristalkúlan er auð hvað varðar dagsetninguna er örugg á því að IFM hrökklist úr landi.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 5.3.2009 kl. 08:32

3 Smámynd: Ómar Geirsson

Blessaður Arinbjörn aftur.

Við megum ekki gleyma því að ríkisstjórnin missti tökin á ástandinu daginn sem hún fór að vinna eftir aðgerðaráætlun Alþjóðagjaldeyrissjóðsins.  Þeir heiðursmenn sáu ekki fyrir hvað ástandið var í raun slæmt og héldu  að þeir kæmust upp með sína frjálshyggju.  En raunveruleikinn tók af þeim völdin.  Og allir vita hver er sökudólgurinn.  Allar aðvaranir lágu fyrir.  Og fyrst þeir ná ekki til að starta gengismarkaðnum þá er öll réttlæting fyrir vaxtarhermdarverkastefnunni úr sögunni.  

Sem sagt allsnaktir menn, eða óbermi vildi ég sagt hafa.

Kveðja, Ómar.

Ómar Geirsson, 5.3.2009 kl. 08:37

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ómar Geirsson

Höfundur

Ómar Geirsson
Ómar Geirsson
Apríl 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30      

Nýjustu myndir

  • Screenshot (49)
  • Screenshot (49)
  • ...img_0104a

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (4.4.): 4
  • Sl. sólarhring: 10
  • Sl. viku: 259
  • Frá upphafi: 1438618

Annað

  • Innlit í dag: 4
  • Innlit sl. viku: 234
  • Gestir í dag: 4
  • IP-tölur í dag: 4

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband