3.3.2009 | 14:24
Stríðið um Ísland.
Afsakaður herra forseti var sagt við Woodrow Wilson í maí 1918. Við verðum að kalla herinn heim frá Evrópu. Við eigum ekki lengur til pening. Svona samtal hefði getað átt sér stað ef Samfylkingin hefði skipað stjórn Bandaríkjanna þetta árið. En þó ekki væru til peningar varð að klára stríðið og Þýska hernaðarvélin var sigruð. Hvernig fóru Bandaríkjamenn að því. Jú, þeir gáfu út ríkisskuldabréf til langs tíma. Ávísuðu kostnaðinum á betur stæða framtíð. Þessi bréf voru ígildi verðmæta og bankar og aðrar fjármálastofnanir tóku þau góð og gild. Og stríðið var fjármagnað þó aðeins pappírsbréf, yfirlýsing um greiðslu í óráðinni framtíð voru í raun eina trygging þess að hermenn fengu laun sín greidd og framleiðslufyrirtæki fengju greiðslu fyrir vopn og búnað. Og þessir pappírssneplar skópu hagvöxt því nóg þurfti að framleiða. Og skattgreiðendur framtíðarinnar fóru ekki á hausinn.
Þeir fóru á hausinn í upphafi kreppunnar miklu því þá mátti ekki gefa út svona pappírssnepla. Kreddutrúarbrögð frjálshyggjunnar bannaði það með þeim rökum að það væri dýrt fyrir skattgreiðendur framtíðarinnar ef slíkt yrði gert. Þess vegna hurfu á mjög stuttum tíma um 40% af skattgreiðendum ríkisins út af vinnumarkaðnum. Þjóðfélagið stefndi í þrot. Gífurleg stéttarátök voru í uppsiglingu. En þá greip skynsemin inn í gang mála og kreddunni var gefið frí (í 50 ár). Nýr forseti lét prenta pappírssnepla sem lofaði fyrirtækjum að ef þau framleiddu í núinu þá mundu skattgreiðendur framtíðarinnar greiða þeim til baka. Og allt í einu hvarf vandinn. Fyrirtæki hófu framleiðslu, almennir borgarar fengu vinnu og peningar streymdu aftur inní ríkissjóð. Kreppan mikla var leyst.
Á Íslandi geisar stríð milli þeirra sem telja sig geta sloppið og þeirra sem sitja í súpunni. Ýmis meðaljón leiða hina hólpnu gegn súpufólkinu. Þessi jónar keppast um að skrifa í blöðin að það sé svo dýrt að vera ein þjóð. Það sé ávísun á að skattgreiðendur framtíðarinnar séu að borga herkostnað þess að allir geti búið á heimilum sínum. Þeir segja að það sé ódýrara fyrir þessa sömu skattgreiðendur að húsin séu auð og skuldirnar gufi þar með upp. Fólk geti svo alltaf flutt úr landi. En að hjálpa því kemur ekki til greina.
Og fjölmiðlavitringarnir klappa upp jónana. Enginn af þeim hefur nennt að lesa sögubækur um kreppuna miklu og þær lausnir sem gripið var til að leysa hana. Engin af þeim hefur heyrt getið um langtímaskuldabréf ríkissjóðs sem eru gefin út á neyðartímum út á tekjur óráðinnar framtíðar. Skýring á þessu þekkingarleysi er mjög einföld. Það láðist að setja þessar einföldu staðreyndir um lausn á vanda hinna skuldsettu heimila á fremri hlið Cherios pakka. Þess vegna er látið eins og lausnin sé ekki til.
Mætir hagfræðingar eins og Gunnar Tómasson hafa bent á þessu klassísku þrautreyndu neyðarleið. Hvernig mikil óvænt útgjöld eru fjármögnuð án þess að þau gleypi allt fjármagn sem er til ráðstöfunarí núinu. Svona skuldabréf er notað til að endurfjármagna Seðlabanka Íslands um svipaða upphæð og heimilin þurfa til að lifa af kreppuna. Þá talar enginn meðaljón um framtíðar kostnað skattgreiðanda. Meðaljóninn er heldur ekki að skrifa greinar í blöðin þegar milljarðar og milljarðatugir af skuldum auðmanna er afskrifuð svo þeir geti haldið áfram að reka sín fyrirtæki. Enda ekki von, þú slærð ekki í þá hönd sem fæðir þig. Súpufólkið sá bara um að fæða heilbrigðiskerfið og menntakerfið með sköttum sínum og vinnu. Það má missa sig. Meðaljóninn treystir á að auðmennirnir sjái um þá. Þess vegna finnst þeim allt í lagi að súpufólkið éti það sem úti frýs.
Meðaljóninn er sá jón sem telur sig eiga sigurinn vísan í komandi prófkjörum því hann talar af ábyrgð og í frösum. Að tala að viti er honum aftur á móti mjög framandi. Þess vegna sannmælist hann um að hía á gömlu jónanna sem eru ungir í anda og sjá lausnir meðan meðaljóninn sér tækifæri til ölmusustýringar. Þeir gantast með aldurinn og segja að gamli jón hafi bara lesið bækur á meðan þau lesa feisbók og Cheriospakka.
Og á meðan meðaljóninn sullar og bullar þá eykst neyð fólksins sem situr í súpunni með hverjum deginum. Margreynd leið skynseminnar kemur súpufólkinu ekki til bjargar því meðaljóninn og mannvitsbrekkur fjölmiðlanna stjórna umræðunni á Íslandi. Búsáhöldin eru hljóðnum því tilgangur þeirra var sá einn að Norska væri töluð á Svörtuloftum. Hvort öldungarnir nái til að koma viti fyrir bjánana er óvíst en það sem víst er að ölmusa mun ekki ná fólki úr súpunni. Hvort þetta fólk gefst upp og flytur úr landi eða nær sér í næsta barefli og fer að lemja pönnur í búsáhaldabyltingunni hinni síðari á eftir að koma í ljós.
Það eina er ljóst að á Íslandi vantar forystu og leiðsögn vitiborna manna. Leiðtogar þjóðar sem horfast í augun á vanda þjóðarinnar og loka síðan augunum og segja að hann sé bæði ljótur og óleysanlegur, eru leiðtogar sem þjóðin þarf að losna við. Það er aldrei of seint að snúa við frá leið glötunar og fara leið einingar og samhjálpar.
Það krefst aðeins vits og kjarks. Meðaljóninn hefur hvorugt til brunns að bera. Þess vegna er hann Meðaljón.
Kveðja að austan.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Um bloggið
Ómar Geirsson
Færsluflokkar
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (16.4.): 6
- Sl. sólarhring: 7
- Sl. viku: 71
- Frá upphafi: 1438778
Annað
- Innlit í dag: 6
- Innlit sl. viku: 61
- Gestir í dag: 6
- IP-tölur í dag: 6
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Flottur Ómar - vildi að við ættum fleiri eins og þig. Hvenær ferðu fram?
Arinbjörn Kúld, 3.3.2009 kl. 15:59
Takk Arinbjörn.
Ég hef aðeins verið að hugsa að bjóða mig fram til stjórnar húsfélagsins gegn konunni minni. Eitt atkvæði kæmi sér vel í þeirri baráttu en ekki mikið annað.
Andspyrnan spyr ekki um fylgi heldur því sem hún kemur til leiðar. Mig hlýnaði aðeins um hjartaræturnar eftir allt erfiðið við að skamma landráðana á Fréttablaðinu (greinarnar um Óla og kvakið) og síðan þann þrældóm að tala fyrir tómu á húsi á Silfrinu um augljósar ástæður þess að þjóðin ætti ekki að greiða Icesave og talið um 72 milljarðana væri í besta falli óráðshjal en í versta falli landráð, og ég var kominn með hellur af bergmálinu (sem myndast í tómum húsum) og þá kemur grein í Morgunblaðinu, vel rökstudd grein sem útskýrir á hæversku en um leið skýru máli að ráðherrar Samfylkingarinnar eru landráðamenn.
Ég er nú þegar kominn með grind af pistli og ætla að skemmta mér hið besta að semja hann núna á eftir. Með þessu áframhaldi get ég farið að hætta þessu því andstæðingarnir mínir hljóta núna allir að enda í grjótinu eftir að Haraldur stjóri les þessa grein þeirra Stefáns og Lárusar. Og þvílík rassskelling á ritstjóra Fréttablaðsins og Morgunblaðsins og Yngva Örn og alla hagfræðingahjörðina.
Á svona dögum þjónar þetta streð einhverjum tilgangi.
Kveðja að austan,
Ómar Geirsson, 3.3.2009 kl. 17:18
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.