Að axla ábyrgð.

Sjálfstæðisflokkurinn hefur stjórnað Íslandi síðustu 18 ár.  Sumpart hefur hann staðið vörð um gamaldags íhaldsstefnu þar sem útgjöld til velferðarmála hafa verið aukin með vaxandi velmegun, sumpart hefur hefur stefna hans verið eitthvað sem má kenna við frjálshyggju (hvort sem það er með réttu eða röngu).  Mikil áhersla var á einkavæðingu ríkisfyrirtækja og eftir síðustu kosningar var markvisst hafin vinna í þá veru að einkavæða almannaþjónustu, sérstaklega í heilbrigðiskerfinu.  Efnahagsstefnan markaðist af þeirri hugsun að ríkisvaldið skapaði almenn skilyrði fyrir efnahagslífið en síðan átti hinn frjálsi markaður að tryggja hagvöxt og almenna velmegun.

Jæja, svo kom hrunið og síðan hafa spjótslögin gengið yfir flokkinn.  Bæði vegna stjórnarsetunnar sem og hins að kerfið sem brást var að mestu skipað Ungum Sjálfstæðismönnum á öllum aldri eftir vel heppnað ríkisvæðingu flokksmanna. Og bæði almennir flokksmenn og almenningur kallaði eftir ábyrgð og uppgjöri við stefnu flokksins.

Og flokkurinn stofnaði Endurreisnarnefnd.  Formaður nefndarinnar, Vilhjálmur Egilsson fékk það verkefni að endurreisa sjálfan sig.  Og þá var niðurstaðan því sem næst gefin. 

Félag Ný-frjálshyggjumanna hafði auglýst hana í blöðum og hún var mjög einföld.  Ríkið bar ábyrgðina á hruni hins vestræna fjármálakerfis með stjórnsemi sinn og reglugerðum. Í þeim fáum tilvikum sem eitthvað mátti finna að gjörðum markaðarins þá var það verk manna sem misnotuðu frelsið í eiginhagsmunaskyni og svo treystu þeir á að ríkið myndi bjarga þeim þannig að þetta var eiginlega allt ríkinu að kenna.

Hlutverk Vilhjálms var síðan að orða þetta aðeins fínna og staðfæra uppá íslenskan veruleika.

En svo komu fréttir um skýrsluna.  Og mér hálfpartinn brá.  Það var talað um mistök.  Og það voru jafnvel ásakanir um  meint aðgerðarleysi.  Þetta passaði ekki.   Var Vilhjálmur veikur?  

En svo hlustaði ég á löggiltan íhaldsskýranda í Silfrinu.  Jú mistök voru gerð en þau mistök voru aðallega gerð af andstæðingum Evrópusambandsaðildar.  A.ha hugsaði ég með mér.  Auðvitað var Vilhjálmur slunginn og notaði tækifærið til að klekkja á andstæðingum ESB innan flokksins.  Snjallt hjá honum en samt skammirnar voru það miklar.  Þetta gekk ekki upp.  

En svo kom játningin hjá löggilta skýrandanum.  Kerfið er gott en mennirnir brugðust.  Þetta fannst mér hraustlega mælt.  Minnt mig reyndar á gömlu kommana sem voru alltaf svo óheppnir með mennina en ekki kerfið þannig að þeir vildu alltaf reyna aftur og aftur.  En eitthvað vantaði. Skrípaleikurinn var ekki ennþá fullkomnaður.  Eitthvað vantaði handa Bláskjá til að smjatta á.  Eitthvað um fátækt fólk sem hafði eytt of miklu eða svoleiðis.  Okkar undirmálsfólkslán.  En löggilti skýrandinn minntist ekki á neitt svoleiðis.

En tveir plús tveir eiga að vera fjórir.  Frjálshyggjumenn eiga að vera sjálfum sér samkvæmir og  þeir eiga að skammast útí ríkið.  Enda heyrði ég það í Bláskjá í kvöld að hinn endalegi sökudólgur er sósíaleyðsluseggurinn Davíð Oddsson og fótgönguliði hans, ríkisféhirðirinn Geir Harde.  Þulurinn las það upp grafalvarlegur (án þess að fara að skellihlæja) að hin miklu umsvif ríkisins síðustu ára væri hinn meinti sökudólgur sem olli hruninu mikla að mati endurreisnarnefndar Sjálfstæðisflokksins.

En ég fór reyndar ekki heldur að hlæja.  Í gegnum huga minn flaug myndleiftur af Göbbles þar sem hann stóð í rústum Berlínar og sagði að slavneskir villimenn með aðstoð úrkynjaðra Breta bæru ábyrgð á hruni og niðurlægingu Þýska ríkisins.  Hann sá ekki sína eigin sök.  En hann mátti þó eiga það að hann axlaði ábyrgð á gjörðum sínum áður en yfir lauk.

Slíkt virðist Sjálfstæðisflokknum vera fyrirmunað.

Kveðja að austan.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Arinbjörn Kúld

Flottur pistill Ómar. Þú ert glöggur.

Arinbjörn Kúld, 3.3.2009 kl. 15:05

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ómar Geirsson

Höfundur

Ómar Geirsson
Ómar Geirsson
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • Screenshot (49)
  • Screenshot (49)
  • ...img_0104a

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (18.1.): 18
  • Sl. sólarhring: 18
  • Sl. viku: 2658
  • Frá upphafi: 1412716

Annað

  • Innlit í dag: 12
  • Innlit sl. viku: 2320
  • Gestir í dag: 12
  • IP-tölur í dag: 11

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband