2.3.2009 | 08:53
Dagur er ekki leiðtogi.
Dagur B. Eggertsson steig fram og kynnti þjóð sinni þessa staðreynd í sjónvarpsfréttum kvöldsins. Það hefur lengið verið vitað að Degi hættir til að tala í málskrúði og frösum en líka kann hann að bregða fyrir sig mæltu máli. En málskrúðið hefur farið í taugarnar á mörgum og t.d þá hafði Styrmir sérstaklega gaman af því að endurbirta ummæli Dags og spyrja alþjóð hvort það væri einhver þarna úti sem skildi hvað maðurinn væri að segja. En Dagur er reyndar ógn við völd Sjálfstæðisflokksins í borginni.
En maður sem segir að 18 mánuði hafi ekki dugað fyrir Ingibjörgu til að stöðva hinar neikvæðu afleiðingar bankahrunsins og því sé fráleitt að tala um sérstaka ábyrgð hennar á hruninu, hann á ekkert erindi uppá dekk.
Rökvillurnar eru margar í þessum málflutningi.
Hvað var Ingibjörg að gera í stjórn með flokki í fyrsta lagi, fyrst svona er talað um hann. "Neikvæðar afleiðingar Ný-frjálshyggju Sjálfstæðisflokksins ". Ef þær eru svona neikvæðar þá hefði öllum hugsandi mönnum borið skylda til að hindra frekari stjórnarþátttöku flokksins þar til hann hefði gert upp við stefnu frjálshyggjunnar og afleiðingar hennar fyrir þjóðfélagið.
Hvað þurfti Ingibjörg marga mánuði til þess að vinda ofan af hinum neikvæðum afleiðingum stefnu Sjálfstæðisflokksins sem hún var með í stjórn. Eitt kjörtímabil? Tvö kjörtímabil? Heila eilífð ef Sjálfstæðismenn hefðu ekki séð af sér?
Það var efnahagsvá framundan. Ef Sjálfstæðisflokkurinn var svona lamandi og eyðandi, hví sleit ekki Ingibjörg stjórninni strax í ársbyrjun 2008 þegar öllu hugsandi fólki var ljóst í hvað stefndi? Af hverju veitti hún ekki þjóð sinni forystu í öðrum málum en þeim að framkvæma gamlan draum Halldórs Ásgrímssonar?
Ber hún enga ábyrgð að hafa ákveðið að starfa með svona flokki sem réði öllu og það ekki til góðs að áliti Dags?
Var kannski Ingibjörg ekki í stjórn fyrst hún ber enga ábyrgð?
Af hverju sleit hún ekki stjórninni með þessum slæma flokki þegar hrunið var orðið staðreynd? Af hverju var hún harðasti talsmaður þess að ríkistjórnarflokkarnir héldu áfram að "bjarga" þjóðinni? Var Sjálfstæðisflokkurinn ekki lengur á klafa Ný-frjálshyggjunnar eftir 6. október 2008?
Það er hægt að skemmta sér í heilan dag við að finna nýja og nýja fleti á þessari rökleysu. En maðurinn sem segir þetta er í vörn fortíðar og slíkir menn hafa ekki erindi í fremstu víglínu. Þeir hvorki skynja eða greina vandann og hafa þar með engar marktækar leiðir honum til lausnar. Þeir munu örugglega benda á Alþjóðagjaldeyrissjóðinn og Norska hagfræðinga þegar þeir væru beðnir um tillögur til hjálpar Íslensku þjóðinni.
Og rúsínan í pylsuendanum var svo áhlaup Dags á Jón Baldvin. Óþarfi fyrir mig að flengja hann fyrir það. Jón mun örugglega skemmta sér hið besta við að stríða stráknum á opinberum vettvangi. En Jón var að benda á ákveðið ástandi og ákveðið ferli sem hefur átt sér stað. Það vill svo til að Ingibjörg og Jóhanna eru þátttakendur í þessu ferli og nöfn þeirra hljóta að koma upp í umræðunni. Þó Degi myndi takast að þagga niður í þessari umræðu í Samfylkingunni, þá er allt þjóðfélagið eftir. Og þó fjölmiðlafólk þurfi að vinna eftir þeirri dagsskipun að Líknardeildin sé í fötum og sé að gera eitthvað, þá hefur enginn eigandi skipað þeim að ræða ekki málefni Samfylkingarinnar og ábyrgð hennar í aðdraganda hrunsins. Það er ekkert persónulegt í gagnrýni Jóns Baldvins. Hann er einfaldlega að benda á það sem við blasir og ef einhver hefur annað sjónarhorn á hina þekktu atburðarrás, þá á hann að ræða það með rökum en ekki nota pilsfald Jóhönnu til að hlífa Ingibjörgu.
Svo einfalt er það.
Kveðja að austan.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Um bloggið
Ómar Geirsson
Færsluflokkar
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (18.1.): 13
- Sl. sólarhring: 18
- Sl. viku: 2653
- Frá upphafi: 1412711
Annað
- Innlit í dag: 8
- Innlit sl. viku: 2316
- Gestir í dag: 8
- IP-tölur í dag: 8
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
ISG er víst búin að handvelja í efstu sætin í RVK, listilega framkvæmt lýðræði og tryggir að minni spámenn og konur trani sér ekki fram. Ég skil ekki hvers vegna ég fæ velgju þegar ég brýt hugann um framboðmál þessi dægrin? Dagur er bara prinsinn hennar ISG og ég vona að viti borið fólk sjái í gegnum barbabrellur SF.
kv, að norðan
Arinbjörn Kúld, 2.3.2009 kl. 16:34
Það sá ekki í gegnum Barbabrelluna um Davíð. Stjórnmálmaður á eftirlaunum upp í Seðlabanka átti bæði að kunna hagfræði og peningafræði nota þá kunnáttu til að setja þjóðina á hausinn. Á meðan sat valdlaus ríkisstjórn og horfði á eins og um valdarán væri að ræða.
Heimskulegasta flétta aldarinnar og hún gekk upp. Hví þá ætti þessi ekki að ganga upp. Þjóðin trúir því t.d að IFM sé hér í góðum og göfugum tilgangi. Þeir skapgerðisbrestir eru ekki til hjá þeirri ágætu stofnun en fólk trúir þessu því heilaga Jóhanna segir svo. Og svo eru allir að missa vinnuna og húsin sín.
Barbabrellur eru sérfag Samfylkingarinnar og á þeim flýtur hún sem stjórnmálaafl.
Kveðja, Ómar.
Ómar Geirsson, 2.3.2009 kl. 22:43
Jamm, þessar barbabrellur eru líka kallaðar "hönnuð atburðarás" og fleira í þeim dúr. SF virðist vera jafn spilltur og ömurlegur flokkur og sjálfstæðisfl og framsókn.
kv, ari
Arinbjörn Kúld, 3.3.2009 kl. 13:29
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.