Jón Baldvin sagði ....

"Fréttir dagsins úr atvinnulífinu eru ógnvekjandi.  Fyrir skömmu lýstu Samtök atvinnulífsins því yfir að u.þ.b. 70% fyrirtækjanna í landinu væru tæknilega gjaldþrota.  Það þýðir að þau eiga ekki fyrir skuldum.  ..............  Atvinnulaust fólk telst nú þegar um 15 þúsund.  Þeim mun fjölga dag frá degi út árið verði ekki að gert."

"Eitt af því sem Persson sagði var eftirfarandi: Gerið allt sem í ykkar valdi stendur til að halda hjólum atvinnulífsins gangandi.  Fremur launalækkun og hlutastarf en uppsögn og atvinnuleysi.  Setjum þau sem missa vinnuna á skólabekk.  Það er alla vega fjárfesting í framtíðinni.  En einbeitum okkur að því að halda hjólum atvinnulífsins gangandi."

"Hvað getur 80 daga stjórnin gert til þess?  Tvennt strax: Lækka vexti og starta bönkunum í gang.  Þetta er lágmark.  En strax merkir strax, ekki á morgun.  Þetta þolir enga bið."

"En hvað er að frétta af bjargráðum til handa heimilunum í landinu?  Það er tvennt sem þarf að gera: Í fyrsta lagi þarf að taka tímabundinn verðbólgukúf út úr verðtryggingarferlinu af því að hann er tímabundinn og framundan er verðhjöðnun.  Í öðru lagi þarf að eyða ríkjandi óvissu um að hvort ríkið , sem eigandi nýju bankanna, ræður við það að breyta erlendum myntkörfulánum íbúðakaupenda yfir í innlend lán á verðtryggingarkjörum og með lengingu lánstímans."

"Þetta er það sem þarf að gera með almennum aðgerðum, ef það á að koma til móts við þær fjölskyldur, sem eru að missa íbúðirnar sínar.  Önnur úrræði, svo sem eins og frestun afborgana, frestun aðfararaðgerða, þak á innheimtukostnað og hemlar á harðræði innheimtulögfræðinga og uppboðsaðila er allt gott og blessað, svo langt sem það nær.  En þetta eru í eðli sínu allt saman bráðabirgðaúrræði, sem leysa engan vanda, en fresta honum.  Það er ekki nóg."

"Samt kemur mörgum launþegum, sem nú eru í nauðum staddir, það spánskt fyrir sjónir að forsvarsmenn lífeyrissjóðanna eru harðsvíruðustu talsmenn fjármagnseigenda í landinu.  Sumir sjá í því undarlega þversögn.  Aðrir benda á að eftir hrun er ekkert eins og það var.  Það er neyðarástand ríkjandi.  Allir - og þá meinum við allir - verða að slá af ýtrustu kröfum.  Það á jafnt við um lífeyrissjóðina sem aðra."

"Það eru til haldbær rök fyrir því að fjármagnseigendur (ríkið), bankar, almannasjóðir, lífeyrissjóðir - verði að slá af ýtrustu kröfum vegna ríkjandi neyðarástands.  Hver er ella hinn kosturinn?  Vilja þessir aðilar sitja að lokum uppi með eignir stórs hluta fjölskyldna í landinu, sem teknar hafa verið eignarnámi við gjaldþrotaskipti?  Og verða síðan síðan væntanlega seldar fjármagnseigendum fyrir slikk?  Viljum við það?"

Það sem vantar í þessa úttekt Jóns Baldvins læt ég hann njóta vafans.

Kveðja að austan.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ómar Geirsson

Höfundur

Ómar Geirsson
Ómar Geirsson
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • Screenshot (49)
  • Screenshot (49)
  • ...img_0104a

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (18.1.): 7
  • Sl. sólarhring: 69
  • Sl. viku: 2647
  • Frá upphafi: 1412705

Annað

  • Innlit í dag: 3
  • Innlit sl. viku: 2311
  • Gestir í dag: 3
  • IP-tölur í dag: 3

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband