Er fuglinn Fönix að hefja sig til flugs?


Endurkoma Jóns Baldvins inní Íslenska pólitík var snautleg.  Hann stóð uppá kassa og messaði yfir lýðnum eins og Kristur forðum en eina sem lýðurinn sá var lítill skrípakall með Lenin húfu.

Jón Baldvin byrjaði ekki að biðjast afsökunar á sínum hlut í Hruninu.  Hann kaus frekar að afneita króga sínum,  EES samningnum, og hvað hann enga ábyrgð bera.  Þó hafði hann mært þennan samning í mörg ár og bent á að hann væri nauðsynleg forsenda uppgangs bankanna og útrásinnar.  Núna þegar hvorutveggja er hrunið þá hlýtur forsendan að bera sína ábyrgð.  Kannski áttum við aldrei að gerast aðilar að EES, kannski áttum við strax að ganga í ESB og njóta þar stuðnings og skjóls.  En þegar á reyndi, þá reyndist EES samningurinn vera okkar kviksyndi.  Og skapari þessa samnings hlýtur að bera sína ábyrgð þó annarra ábyrgð minnki ekki við það.  En þú skammar ekki aðra um það sem þú ert ekki sjálfur tilbúin að gera.  Þjóðin sá í gegnum falsið.

Þegar ekki dugði að bylta lýðnum þá greip Jón til pennans og skrifaði ámátlegar greinar í blöð þar sem innhald þeirra var ákall um uppgjöf Íslands gagnvart ESB og skuldaánauð þjóðarinnar um langa framtíð.  Nei, sagði Jón, við munum ekki skulda því góðu þjóðirnar í ESB munu gefa okkur upp skuldir okkar.  Trúlegt, en látum það vera í bili en hugarfarið, Guð minn góður.  Er þetta arfleið Hannibals?  Maðurinn sem eyddi ævinni í að berjast gegn aumingjaframfærslu fátæklinga með þeim rökum að fátæklingar væru líka fólk og ættu sinn rétt til lífsbjarga, hann gat af sér son sem notaði rök aumingjaframfærslunnar til að réttlæta stuðning við kúgara þjóðar sinnar.

Hvarflaði ekki að Jóni í eina mínútu að hann ætti að nota vit sitt og rökmælsku til að berjast gegn ólögum og kúgun ESB í ICEsave málinu.  Það hefði gamli maðurinn gert.  Hannibal vildi lýðveldi en hann vildi að Íslendingar stæðu rétt og lögformlega að málum og fékk að launum skítkast og brigsl samferðamanna sinna.  En Hannibal taldi að rétt væri rétt.  Og það er rétt.

Jón virðist ekki átta sig á þessari grunnforsendu réttláts þjóðfélags.  Að rétt sé rétt.  Ef vinir þínir og félagar beita rangindum, þá ert þú ekki vinur í raun nema þú bendir þeim á villu sína og reynir síðan að bæta fyrir þann skaða sem rangindin valda.  Vinur er sá sem til vamms segir.

Það er ekkert sem segir að Ísland geti ekki gengið í ESB þegar vilji er til þess hjá þjóðinni þó Íslendingar standi á rétti sínum um sanngjarna málsmeðferð í ICEsave deilunni.  Lýðræðisríki leysa deilumál sín fyrir dómsstólum. Einræðisríki sjá ekki rangindi þess að beita smáríki yfirgangi því sjálfur grunnur valda þeirra er lögleysa.  Þegar lýðræðisríki beita rangindum þá á að benda þeim á að gjörðir þeirra séu rangar. 

Að standa á rétti sínum er grunnforsenda lýðræðis og ef innganga Íslands er byggð á rangindum þá eru engar forsendur fyrir inngöngu.  Þess vegna eiga þeir sem telja hag Íslands best borgið í Evrópusambandinu að vera harðastir á rétti Íslands í deilum þess við sambandið.  Og þeir eiga alltaf að halda því fram og trúa því sjálfir að sanngjörn niðurstaða í erfiðum deilumálum er beggja hagur og ekkert í framgöngu og atferli Evrópusambandsins undanfarinna áratuga réttlæti þá hótun að Íslandi verði meinuð innganga í samband lýðræðisþjóða nema það fyrst gangi undir kúgun stórþjóða sambandsins.  Þung orð falla oft í deilum en þegar upp er staðið þá er það hin sameiginlega lýðræðishefð sem sættir þjóðirnar og ekkert, ekkert bendir til annars en að Íslendingar myndu njóta stuðnings og samúðar þegar þeir sækja um aðild. 

Þetta á Jón Baldvin að vita. Hann er enginn ættleri.

En svo skrifað Jón grein í Morgunblaðið í gær, "Atvinnulífið og heimilin".  Og hvílík grein.  Af hverju er það stjórnmálamaður á eftirlaunum sem kemst að kjarna málsins.  Og kann að orða hann svo allir skilja.  Andstaðan er að reyna að segja þetta en hún á sér fáa málsmetandi talsmenn.  

Enginn á Alþingi hefur sagt þetta sem Jón er að segja.  Þar vantar forystumenn.  Því það er ekki nóg að vilja vel, það þarf líka að hafa skýra hugsun til að greina vandann og mælsku til að tjá hann.  Um það snýst forysta.  

Þjóðin hefur ekki efni á að hafa Jón Baldvin á hliðarlínunni.  

Kveðja að austan.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Arinbjörn Kúld

Og hvað sagði jón?

Arinbjörn Kúld, 25.2.2009 kl. 22:23

2 Smámynd: Ómar Geirsson

Blessaður Arinbjörn.

Sjá "Jón sagði"  hér að ofan. 

Kveðja Ómar

Ómar Geirsson, 26.2.2009 kl. 14:45

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ómar Geirsson

Höfundur

Ómar Geirsson
Ómar Geirsson
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • Screenshot (49)
  • Screenshot (49)
  • ...img_0104a

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (18.1.): 7
  • Sl. sólarhring: 61
  • Sl. viku: 2647
  • Frá upphafi: 1412705

Annað

  • Innlit í dag: 3
  • Innlit sl. viku: 2311
  • Gestir í dag: 3
  • IP-tölur í dag: 3

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband