24.2.2009 | 08:39
Fréttir af Líknardeild. "Úr sókn í vörn"
Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra skrifaði hvatningarhugvekju í Morgunblaðið á laugardaginn. Margt er í bígerð til að líkna þjáningar fólks en ennþá á ekki að ráðast að vandanum. Jóhanna er eins og Slökkviliðsstjórinn sem kom kotroskinn í viðtal í Dellulandi og sagði að slökkviliði sínu gengi vel að ráða niðurlögum eldsins. "Við sprautum alltaf meira og meira á bálið". Sjónvarpsmaðurinn leit við og sá bálið alltaf bossa upp aftur og aftur. "Já og hverju dælið þið til að slökkva eldana" spurði hann efins. "Eldsneyti" svaraði slökkviliðsstjóri Dellulands rígmontinn.
Svona er vitleysan í Herramönnunum og kætir mjög yngri börnin. En á Íslandi býr fólk af holdi og blóði sem með bros á vör kallar yfir sig forsætisráðherra sem segir eftirfarandi:
Á þeim rétt rúma hálfa mánuði sem liðinn er frá stjórnarskiptum hefur ríkisstjórnin lagt áherslu á að koma fram mikilvægum umbótamálum fyrir heimilin í landinu, úrræði til að efla atvinnulífið, undirbúning áframhaldandi samstarfs við Alþjóðagjaldeyrissjóðinn, að hraða endurreisn fjármálakerfisins auk margvíslegra lýðræðis-og réttlætismála."
Er þetta ekki allt gott og blessað? Eru bara ekki allir kátir?
Reyndar ekki segir atvinnulífið. Reyndar ekki segja hagsmunasamtök heimilanna.
En þeim gæti reyndar skjátlast.
En eitthvað hefur ekki gengið eins og það átti að ganga á þessum hundrað og eitthvað dögum sem fyrri ríkisstjórn var alltaf í miðjum björgunaraðgerðum. Látum Jóhönnu orða vandann þar sem þetta innslag er henni til heiðurs.
"Íslendingar eru í erfiðri stöðu. Efnahagskreppan er dýpri en gert hefur verið ráð fyrir, áhrif hennar djúpstæðari og viðfangsefnin erfiðari. Engin ástæða er til að fela þessar staðreyndir. Ríkistjórnin horfist í auga við verkefnið og blæs til sóknar til að snúa stöðunni við."
Já, það er ekki eitthvað í lagi á Íslandi. Skýringin er augljós og liggur í þessari setningu "undirbúning áframhaldandi samstarfs við Alþjóðagjaldeyrissjóðinn". Í þessu liggur glötun Jóhönnu. Það er sama hvað hún reynir að gera vel. Og ég dreg það ekki í efa að hún reynir dag og nótt að vinna að góðum málum. Og hún vill þjóð sinni vel. En stjórn hennar reynist svo hörmulega.
Eftir að hugmyndaheimur Ný-frjálshyggjunnar lagði undir sig hinn vestræna heim á dögum Reagans og Thatchers og eitraði sálir fólks og skemmdi samfélög og þjóðir, þá náðu Óbermi yfir Alþjóðagjaldeyrissjóðinn. Kennisetningar þeirra voru ekki hagfræði heldur hjáguðafræði sem krafðist blóðfórna fátæks fólks. Sjóðurinn, sem átti að hjálpa og aðstoða þjóðir í erfiðleikum sínum, snérist í andhverfu sína og aðstoð hans leiddi undantekningalaust hörmungar yfir almenning fátækari landa en almenningur í ríkari löndum slapp yfir leitt með djúpa og illvíga kreppu sem kostaði það lífskjör og velferð. En það vantaði ekki að siðblindingjar og gróðapungar, ásamt jakkafataliði viðkomandi landa dásamaði sjóðinn því það borgaði ekki fyrir aðstoðina með blóði sínu og svita heldur tók þátt í að féfletta þjóðir sínar ásamt erlendum græðgiskapítalistum.
Undantekningalaust hefur sjóðurinn gert illt verra og undantekningalaust er hann hataður af alþýðu manna í þeim löndum sem hafa þurft að þola bjargmeðul hans.
Á Íslandi neyddi hann stjórnvöld til að brjóta stjórnarskránna og í raun fremja landráð með því að þvinga stjórnvöld að greiða ólöglegar fjárkröfur Evrópskra stórþjóða.
Á Íslandi neyddi hann stjórnvöld til að knýja Seðlabanka landsins að hækka vexti upp úr öllu valdi þegar allt í atvinnulífinu kallaði á lækkun vaxta.
Á Íslandi bannaði hann stjórnvöldum að aðstoða yfirskuldsett heimili með þeim ráðum sem kæmu að gagni.
Á Íslandi fyrirskipaði hann stórfelldan niðurskurð á ríkisútgjöldum sem þýða hrun velferðarkerfis landsins ef af verður.
Á Íslandi kæfði hann alla innlenda eftirspurn með efnahagsaðgerðum sínum og stuðlaði af kerfishruni heimila og atvinnulífs.
Á Íslandi stuðlaði hann að stórfelldum landflótta með því að meina þjóðinni bjargirnar.
Á Íslandi gerði hann allt öfugt við það sem þurfti að gera og er gert allstaðar annarsstaðar í hinum vestræna heimi.
Svo skilja þessi Óbermi ekkert í að kreppan skuli aukast og dýpka og verða óviðráðanleg en þeir kenna kreppunni um eins og alltaf áður. En í framtíðinni munu þeir ekki fá tækifæri til að segja að þeir hafi lært af reynslu sinni og muni aldrei stunda blóðfórnir aftur. Því Nýfrjálshyggjan er dauð og óbermin verða atvinnulaus eftir nokkra mánuði þegar Obama gefst tími til að lofta út úr musteri eyðileggingarinnar.
En Jóhanna skilur ekkert í því að kreppan dýpki og dýpki og hamast og hamast við að bjarga en samt dýpkar kreppan. Fall hennar er fólgið í stuðningi hennar og samstarfi við Alþjóðagjaldeyrissjóðinn.
Þess vegna þarf þjóðin nýja forystu. Hún hefur ekkert að gera við fólk sem tekst á við verkefni sín með galopin augu þegar höfuðið er staðsett í miðjum sandbing. Augu full af sandi sjá aldrei þann vanda sem að steðjar.
Við viljum ekki svoleiðis fólk, takk fyrir.
Kveðja að austan.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Um bloggið
Ómar Geirsson
Færsluflokkar
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 563
- Sl. sólarhring: 729
- Sl. viku: 6147
- Frá upphafi: 1400086
Annað
- Innlit í dag: 510
- Innlit sl. viku: 5274
- Gestir í dag: 487
- IP-tölur í dag: 480
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Þess vegna er ekkert að gerast sem skipt getur máli fyrir fólk og fyrirtæki. Bara smáplástur á bágtið. Nú er ég aðeins farin að skilja betur, það er IMF sem heldur aftur af stjórnvöldum er það ekki?
kveðja að norðan.
Arinbjörn Kúld, 25.2.2009 kl. 21:48
Mig hefur lengi grunað það en ég held að hún Jakobína hafi staðfest það með upplýsingum fra Sænska þinginu. En þetta eru glæpamenn.
Kveðja, Ómar
Ómar Geirsson, 26.2.2009 kl. 14:53
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.