Höfum við efni á að missa hann í eldanna þegar það þarf að slökkva elda heima við.

Fréttablaðið birti mjög gott viðtal í helgarblaði sínu við Runólf Ágústsson atorkumann undir yfirskriftinni:  "Hef lært að þekkja mín takmörk".  Þetta er got viðtal við skynsaman mann og ég ætla að taka mér það bessaleyfi að vitna í  lokakafla þess sem nefnist "Umspólun í samfélaginu"

"Þar með víkur tali okkar að efnahagshruninu og kreppunni.  "Ég var einn þeirra sem áttu eignarhaldsfélag og tapaði miklum peningum í hruninu.  En ég vorkenni mér ekki neitt og ekki þeim sem svipað er komið fyrir , peningar eru bara peningar, það á enginn að lifa fyrir peninga.  Ég hins vegar finn til með þeim sem eru atvinnulausir og finnst að stjórnvöld ættu að gera það að meginmarkmiði að sporna gegn atvinnuleysi, meðal annars með sköpun nýrra starfa á vegum ríkisins.  Svo verður að gera það fýsilegan kost fyrir atvinnulausa að fara í nám.  Það voru fjölmargir umsækjendur, nú um áramót sem hættu við það hjá okkur vegna þess að atvinnuleysisbætur eru hærri en námslán.  Slíkt er fráleitt rugl."  Kreppunni fylgja tækifæri að mati Runólfs, tækifæri til þess að gera eitthvað nýtt.  Kreppan felur í sér tækifæri og ég held að það verði umpólun í samfélaginu.  Nýtt fólk kemur fram með nýjar og spennandi hugmyndir sem verða grundvöllur framtíðar okkar"

Fyrr í viðtalinu kemur það fram að Runólfur ætlar að eyða sex vikum á næstunni í að skoða slóðir skógarelda í Ástralíu.  Gott og vel, maðurinn má hlaða batteríin.  En síðan á að þjóðnýta hann.  Fyrst það má ekki þjóðnýta eigur landeyða, þá á að þjóðnýta hæfileika.  Menn eins og Runólfur geta lyft bjargi í uppbyggingu nýs þjóðfélags.  Hann veit um hvað málið snýst og hvað þarf að gera.

Svo einfalt er það.

Kveðja að austan.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Arinbjörn Kúld

Sem gamall nemadni Runólfs þá get ég fullyrt að hann er flottur fýr. Menn eins og hann á að þjóðnýta eins og þú segir. Væri hann beðin myndi hann ekki skorast undan og við myndum ekki fá neinn betri. Ég bað hann um daginn á fésbók um að taka starfið að sér, undir það tóku fleiri en ég saknaði þess að fá ekki svör frá honum.  Líklega gerist það þegar sá tími kemur. Von bráðar.

Arinbjörn Kúld, 24.2.2009 kl. 01:04

2 Smámynd: Ómar Geirsson

Já hann er atorkumaður hann Runólfur og alltof sjaldgæft eintak til að hann sé látinn liggja ónotaður hjá garði.  Mikill gallalgripur líka sem hefur sérstakt yndi að troða á tám.  Með öðrum orðum, kjörinn í að leiða uppbyggingu nýsköpunar og menntunar.  Það er ekki starf fyrir venjulegt fólk, hvað þá gallalaust fólk. 

Vonum það besta.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 24.2.2009 kl. 01:44

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ómar Geirsson

Höfundur

Ómar Geirsson
Ómar Geirsson
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • Screenshot (49)
  • Screenshot (49)
  • ...img_0104a

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (18.1.): 13
  • Sl. sólarhring: 18
  • Sl. viku: 2653
  • Frá upphafi: 1412711

Annað

  • Innlit í dag: 8
  • Innlit sl. viku: 2316
  • Gestir í dag: 8
  • IP-tölur í dag: 8

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband