Er maðurinn veruleikafyrrtur??????

Aðeins lítið verra ástand en á Ítalíu eða Belgíu.

Lungað úr kynslóð 25-45 er að missa húsin sín vegna óviðráðanlegra afborgana og eignarýrnunar.

Atvinnuleysi er komið í 10% í mánaðarlok.

Forsvarsmenn atvinnulífsins tala um að allt að 60% fyrirtækja landsins séu tæknilega gjaldþrota.  Þar af eru allflest stóru fyrirtæki landsins því þau voru fórnarlömb græðgiskalla sem hertóku þau með skuldsettri yfirtöku.   

Það telst alvarleg kreppa ef 30% fyrirtækja sé gjaldþrota en hrun hagkerfis ef 60% er gjaldþrota.

Niðurskurður á ríkisútgjöldum getur orðið allt að 40% á næsta ári ef farið er eftir skilyrðum Alþjóðagjaldeyrisssjóðsins.   Þetta þýðir hrun velferðarkerfisins.

Orðstír þjóðarinnar erlendis er hruninn.

Helsta útflutningsatvinnugrein þjóðarinnar skuldar 500-600 milljarða og mun aldrei rísa undir þeim skuldum.

Gjaldmiðill þjóðarinnar er í frjálsu falli og gengi er haldið virku með gjaldeyrishöftum.

Fyrirgefðu Gylfi.  Hættu þessu bulli.

Kveðja að austan.


mbl.is Dökkar horfur, segir ráðherra
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jakobína Ingunn Ólafsdóttir

Já fjandi svart. Við komumst ekki út úr þessu nema að breyta leikreglunum.

Jakobína Ingunn Ólafsdóttir, 22.2.2009 kl. 22:27

2 Smámynd: Jakobína Ingunn Ólafsdóttir

Er firrtur ekki með einföldu

Jakobína Ingunn Ólafsdóttir, 22.2.2009 kl. 22:29

3 Smámynd: Ómar Geirsson

Blessuð Jakobína.

Jú en fréttin er svo firrt að i-ið varð tvöfalt. 

En það er skelfilegt þegar menn fullyrða svona útfrá einhverri áætlaðri skuldastöðu í hlutfalli við áætlaða þjóðarframleiðslu.  Innviðirnir eru að stöðvast og ástandið á að vera í lagi því við skuldum ekki meira en aðrar stórskuldugar þjóðir.  Ég fylgist ágætlega með fréttum og mig rekur ekki minni til að eitthvað neyðarástand hafi ríkt í þessum löndum 2007. 

Fólk var ekki að losa sig við síðustu ríkistjórn til að fá sama blekkingartal hjá nýjum ráðherrum.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 22.2.2009 kl. 22:48

4 identicon

Heimta nýja ríkisstjórn og það STRAX!

Þessi ríkisstjórn er ekkert skárri en sú sem var fyrir.

Nú fyrst er komi tími til að mótmæla.

Bjössi (IP-tala skráð) 22.2.2009 kl. 23:16

5 Smámynd: Ómar Geirsson

Blessaður Bjössi og mikið sammála þér. 

Það eina sem gæti réttlætt stjórn Alþjóðagjaldeyrissjóðsins á Íslandi er hernám erlendra herja og sú þvingun sem byssur þeirra hafa til óhæfuverka.  Allt annað er landráð og þó fólk hristi hausnum yfir svona fullyrðingum í dag, þá mun ekki nokkur gera það í sumar þegar algjört hrun blasir við.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 22.2.2009 kl. 23:54

6 identicon

Svartsýnisböl er þetta.  En sammála ykkur með nýja ríkisstjórn, stjórn með VG mun aldrei koma neinu i verk.  Hinsvegar tel ég að ástandið muni skána með hækkandi sól, þetta er ekki svo slæmt.  Verum jákvæð.

Baldur (IP-tala skráð) 23.2.2009 kl. 00:41

7 Smámynd: Ómar Geirsson

Blessaður Baldur.

Það er hægt að segja allt útí loftið.  Lagast með hækkandi sól og Liverpool verður enskur meistari í vor eða að ári eða þar næsta ári eða?

Hlutirnir lagast ekki að sjálfu sér.  Innlend neysla mun verða í lágmarki næstu misseri hið minnsta.  Bæði vegna hækkunar á lífsnauðsynjum vegna gengishrunsins og hærri afborgana húsnæðislána, sem og vegna hinnar gífurlegrar tekjuskerðingar sem hefur orðið.  Fólk hefur misst atvinnuna, yfirvinna og bónusar verið skertir og svo bein launalækkun hjá mörgum.  Bætir þú við minnkandi veltu fyrirtækja, hæstu vöxtum á byggðu bóli, þá er útkoman miklu verri en hér er að framan talið.  Og taktu eftir því að ég rökstyð mitt mál.  Manchester United verður Englandsmeistari í vor.  Það er líka rökstudd staðreynd.

En ég gleymdi víst einu og það er sú bábilja sem dynur á fólki í gegnum fjölmiðla, höfð eftir hagfræðingum og öðrum álitsgjöfum.  Ný atvinna mun skapast með auknum útflutningi, en veiking krónunnar mun ýta undir slíkt.  Mikið rétt ef ástandið útí hinum stóra heim væri stöðugt en fréttirnar koma með póstskipinu í vor. 

Heimskreppa er skollin á.  Útflutningshagkerfi eins og Þýskaland eiga við gífurlega erfiðleika að stríða.  Gífurlegt atvinnuleysi er framundan í  Evrópskum iðnaði og þjónustu sem tengjast útflutningi. Og samt finnst fólk á Íslandi sem lýgur því að fólki að útflutningurinn muni bjarga okkur uppúr kreppunni.  Þess vegna sé alltí lagi að láta IFM rústa innlendri eftirspurn.  Og það finnast það heimskir fjölmiðlamenn sem trúa þessari vitleysu.

Nei Baldur.  Við Jakobína erum bjartsýnisfólk því við trúum því að hægt sé að snúa við þróuninni í tíma áður en efnahagskerfið hrynur endanlega.  Ég hef nóg annað við tíma minn að gera en að skrifa langhunda á netinu.  En einhver verður að gera slíkt á meðan enginn annar gerir það.  Það þurfa alltaf einhverjir að verða fyrstir til að benda á nekt keisarans og heimsku ráðgjafa hans, áður en fjöldinn tekur undir.  

Það er bjartsýni að trúa að fjöldinn sjái í gegnum blekkingarvef fjölmiðla, sem vinna að viðreisn hins gamla gjörspillta þjóðfélags.  Reyndar held ég að obbinn af fjölmiðlafólki Íslands sé hæft fólk, en það þjónar vondum málstað vegna ótta um atvinnumissi.  

Af hverju heldur þú að síbyljan um aðstoð og efnahagsaðgerðir Alþjóðagjaldeyrissjóðsins hljómi i sí og æ á öldum ljósvakans og á síðum Morgunblaðanna?   Meira að segja heimskt fólk veit að "bjargráð" sjóðsins eru að sliga hagkerfið.  

Ég skal segja þér það í trúnaði því þetta hef ég heyrt haft eftir manni af ritstjórn ónefnds fjölmiðils.  "Take it or leave us" er sagt á ritstjórninni.  Dansaðu með eða þú ert rekinn.  Svo er Agli leyft að sprikla sem öryggisventli.  Óþarfi að minnast á gæðaþættina á rás 1.  Þjóðin hlustar ekki á þá.  Þeir sem hlusta eru hvort sem er vinstrisinnað gáfufólk sem er hvort sem er alltaf á móti. O.s.frv.   

Og ég er jákvæður.  Alveg satt.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 23.2.2009 kl. 01:32

8 Smámynd: Brynjar Jóhannsson

Það er 15% atvinnuleysi í evrópu og geri ég ráð fyrir því að það ástand sé svipað í Belgíu og ítalíu. Málið er að þetta er ekkert svo fjarri lagi sem Gylfi var að segja .. ástandið víðsvegar um alla Evrópu er mjög bagalegt um þessar mundir og t.d er talað um að lönd eins og Sviss, Írland, Þýskaland, Dannmörk gætu hrunið á svipaðan hátt og við á næstu misserum. Í raun er bókað að eitthvað af þessum löndum hrinji bara spurningin hvert þeirra og hvenær.

Brynjar Jóhannsson, 23.2.2009 kl. 05:00

9 Smámynd: Ómar Geirsson

Blessaður Brynjar.

Eftir því sem ég best veit þá hefur ekki verðið 15% atvinnuleysi í Evrópu frá því í síðustu olíukreppu.  En það stefnir í það og enginn veit hver endar sem Evrópumeistari í þeirri keppni.

En Gylfi talaði um Belgíu og Ítalíu fyrir kreppuna í haust.  Hann er að vísu að tala um erlendar skuldir sem hlutfall af þjóðarframleiðslu en fréttamenn og aðrir blekkingaaðilar nota þetta til að sannfæra sig um að hér sé allt í sóma og IFM.  Pistill minn var um að hér er ekki allt í sóma og hér stefnir í þrot.  T.d gæti þjóðarframleiðsla dregist saman um 40% ef ekkert að gert.  Og ef markmið IFM um gjöreyðingu Íslands ná fram þá nær hún ekki helming þess sem hún var fyrir kreppu.  

Þess vegna skammaði ég Gylfa.  En hann má eiga það að hann kvað Tryggva hrút í kút.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 23.2.2009 kl. 13:46

10 Smámynd: Arinbjörn Kúld

Þú ert magnaður Ómar. Þú bregður upp skýrri sýn á ástandið og horfurnar. En geturu skýrt á mannamáli "skilyrði" AGS/IMF? Ég hef lesið skýrslunar frá sjóðnum á ensku og íslensku en get hvegi komið auga á "skilyrðin" á mannamáli önnur en þau sem við setjum sjálf um markvissa endurskipulagningu ríkisfjármála osvfr. Hvað sem það nú þýðir en það er svo hvergi sagt berum orðum á annan hátt en að árið 2010 þá hefjist endurskipulagningin fyrir alvöru!

Arinbjörn Kúld, 24.2.2009 kl. 00:33

11 Smámynd: Ómar Geirsson

Blessaður Arinbjörn.

Núna er ég svo syfjaður að ég hef ekki orku í að svara.  En takk fyrir hrósið.  Best fannst mér pillan til frænda míns um Liverpool.  En það er hún Jakobína sem er mögnuð.  Niðurskurðaruppsetningardæmið hennar um ríkissjóð lætur engan ósnortinn.  Ekki heldur þá sem eru ólæsir og blindir.

Svara betur þegar ég er búinn að skammast aðeins útí Jóhönnu vegna IFM.  Nota ekki innlenda skammstöfun á svona illþýði.

Kveðja og góða nótt, Ómar.

Ómar Geirsson, 24.2.2009 kl. 01:51

12 Smámynd: Arinbjörn Kúld

Takk og góða nótt. kv, ari

Arinbjörn Kúld, 24.2.2009 kl. 02:29

13 Smámynd: Ómar Geirsson

Blessaður Arinbjörn.

Þá eru skammir dagsins um Alþjóðagjaldeyrissjóðinn af baki.

Ég veit ekki á hverju ég á að byrja.  Stórt er spurt og í spurningu þinni kristallast sá stuðningur sem Óbermin njóta.  Er þetta ekki eitthvað sem við þurfum sjálf að gera?  Ég á  þrjá lykilpistla eftir ef heilsan og þrekið leyfir.  Sá síðasti átti að vera svar við þessu þ.e. af hverju eru þessir andskotar andskotar.

Tökum dæmi um þá hugsun sem að baki liggur gagnrýni minni.  Þegar Guðlaugur tók uppá því að hagræða í Heilbrigðiskerfinu án samráðs og stuðnings þá færði ég rök fyrir því að í raun væri um öfuga hagræðingu að ræða.  Hún yki kostnað og vantraust milli fólks.  Færði rök fyrir því að hann væri fíll í postulínsbúð og þó hann hefði vilja til að afgreiða þá afgreiðir ekki fíll í postulínsbúð, þó það væri ekki annars að þú selur ekki brotið postulín.  Ég kom þessum skoðunum mínum að í þræði hjá Halli Magnússyni, þeim mæta framsóknarmanni (sem þarf að komast á þing).  En margir hrósuðu Guðlaugi því hann ætlaði að hagræða og öllum er jú ljóst að þess þarf því við eigum ekki pening fyrir öllu. En það er bara ekki sama hvernig það er gert. 

Annað dæmi.  Þú ert með rústir eftir öflugan jarðskjálfta.  Lógíst að eftirlifendur fái alla mögulega aðstoð við rústabjörgun, aðkallandi neyðarhjálp svo fólk fái bráðabirgðar íverustaði og fæðu.  Loks aðstoð við uppbyggingu.  En það er ekki nóg að mæta á svæðið og segjast ætla að hjálpa eins og ríkisstjórn Geirs Harde.  Og það er ekki nóg að mæta á svæðið og tilkynna hátiðlega að hjálp sérfræðinga er komin og byrja síðan að senda jarðýtur á rústirnar.  Láta þær síðan finna uppistandandi hús og ryðja líka um koll.  Selja síðan fólki aðgang að bráðarbirgðaskýlum.  Reka læknana sem líkna sjúkum á brott með þeim orðum að þeir kosti svo mikið.  Segja bara spekingslega að tíminn lækni öll sár.  Þegar heimamenn fá nóg og vilja taka björgunina í sínar hendur þá draga erlendu sérfræðingarnir upp skjal og segjast vera með einkarétt á björgun og þeir muni bjarga.  Tilkynna síðan að fólkið verði að láta eigur sínar uppí kostnað. O.s.frv.

Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn var neyddur uppá okkur og setur sín eigin skilyrði.  Áhersla hans á að fleyta krónunni er röng.  Þjóðin þolir ekki enn eitt tímabil spákaupmennsku.  Vaxtastefna hans er röng.  Þjóðfélagið er alltof skuldsett, fyrirsjáanlegur samdráttur í innlendri eftirspurn er gífurlegur og því  þarf tafarlausa vaxtalækkun.  Þó allt annað væri skynsamlegt sem sjóðurinn legði til, þá mun það allt mistakast út af þessari vaxtastefnu.  

Annað atriðið er niðurskurður ríkisútgjalda.  Það þarf að beita ríkissjóði til mótvægis við kreppuna.  Hann þarf að taka á sig Frystingu verðtryggingarinnar, hann þarf að vinna gegn atvinnuleysi og hann þarf að halda uppi velferðakerfi.  Vissulega þarf að skera niður en þess þarf í raun með þjóðarátaki og samráði.  Ég ætla að koma inná það í lokapistli mínum um Guð blessi Ísland.  Hallalaus ríkisbúskapur við svona skilyrði er og má aldrei vera skilyrði í sjálfu sér þó hann sé lokatakmark.  Fílar mega bara ekki sjá um það starf.  Og hann næst ekki á næstu 3 árum, það er gjöreyðingarstefna.  Hvernig á að fjármagna?   Ja, hvað segir sagan um gjörðir þjóða á neyðartímum.  T.d kom lítil frétt um daginn þar sem vogunarsjóður tók stöðutöku gegn stríðskuldabréfum úr fyrra stríði hjá Bandaríkjamönnum.  Mér finnst fréttin ekki vera stöðutakan heldur að þau séu ennþá útá markaði.  Þau eru verðmæti í sjálfu sér en það hvarflaði að engum að láta þau greiðast upp á þremur árum.  Á neyðartímum gefa þjóðir út skuldabréf útá framtíðina með óræðum gjalddaga til þess að þjóðirnar komist í gegnum erfiðleikana.  Þessi hugsun er lykillinn að lausn ríkisfjármálanna.  Innlend seðlaprentun er nauðsynleg en þeir seðlar eru hægt og rólega teknir úr umferð með endurgreiðslu inná þetta langtímaskuldabréf.  Það er hægt með öflugu efnahagslífi, en ef þetta er ekki gert þá verður ekkert efnahagslíf.

Þriðja atriðið er það sem mig hafði lengi grunað en Jakobína fann staðfestingu á vef Sænska þingsins er sú kvöð að stjórnvöld mega ekki grípa til meiriháttar jöfnunaraðgerða eins og t.d frystingu verðtryggingarinnar fyrr en í fyrsta lagi eftir mitt þetta ár.  Einmitt þessi frysting var forsenda sáttar við ungu kynslóðina svo hún héldist á landinu.  Ríkisstjórnin virkar ekki vegna þess að hún má ekki gera það sem þarf til að hamla móti kreppunni.  

Fjórða er reynsla sögunnar.  Við náum ekki áætluðum niðurskurði og þá er komið af næsta skrefi IFM, og það er krafan um einkavæðingu og sölu ríkiseigna.  Það hefur gerst allstaðar annars staðar.  Af hverju ekki hérna?  Vissulega getur minkur afneitað eðli sínu og orðið tækur hænsnahirðir en ég myndi samt aldrei hleypa honum inní mitt hænsnabú.  Sporin hræða of mikið.

Arinbjörn.  Allt þetta má ræðast betur og ítarlegra.  Ég hef tæpt á þessu í greinum mínum um Guð blessi Ísland og eins hef ég bloggað grimmt gegn þessu bæði í Silfrinu og á Markaðnum.  T.d á þræði sem heitir Skjaldborg heimilanna frá 6-7 febrúar. 

En kjarni málsins er sá að það sem þarf að gera til að hemja kreppuna og þjappa þjóðinni saman er allt í andstöðu við ráð IFM.  Þar með eru ráð þeirra orðin að óráðum og þess vegna þarf að losna við þessa andskota.

En e fþig er ekki farið að gruna hvar mín andstaða byrjaði, þá skal ég koma með grunnskýringuna.  Ég var strax á móti aðkomu IFM eftir að mér var ljóst að inní pakkanum var nauðsamningur við breta og Hollendinga.  Bretar réðust á landið 6. október 2008.  Íslendingar hallir undir sjónarmið kvislinga hafa síðan reynt að finna réttlætingu á þeirri árás en þú réttlætir aldrei árás stórþjóða á smáþjóðir.  Þetta er grundvallarbrot gegn guði og mönnum og Íslensku þjóðinni.  Í mínum huga eru bresk stjórnvöld úrþætti sem siðað fólk á ekki að hafa samskipti við.  Biðjist ný stjórn  breta afsökunar þá  skal ég taka þá í sátt en ekki fyrr.  Í kjölfarið var IFM þvingað uppá okkur og með í kaupunum fylgdi ICEsave.  

Þó þessir menn hefðu verið englar, þá hefði ég samt  skammast út í þá.  En þetta voru djöflar, það var bara kaupbætir.

Kveðja, Ómar.

Ómar Geirsson, 24.2.2009 kl. 10:35

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ómar Geirsson

Höfundur

Ómar Geirsson
Ómar Geirsson
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • Screenshot (49)
  • Screenshot (49)
  • ...img_0104a

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.1.): 0
  • Sl. sólarhring: 13
  • Sl. viku: 2019
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1772
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband