21.2.2009 | 17:27
Af hverju er verið að blekkja þjóðina?
Fréttin um mat Skilanefndar Landsbankans á eignum og skuldum Landsbankans á Bretlandi er áróðursbragð, sett fram í þeim eina tilgangi að blekkja og afvegaleiða umræðuna um skuldbindingar Íslands vegna ICEsave deilurnar við breta. Það er greinilegt að samkomulag er í höfn við breta og Hollendinga og það er óhagstætt Íslendingum. Viðtalið við Lárus Finnbogason á Bláskjá bar öll einkenni áróðursviðtals. Lárus var ekki spurður neinna gagnrýnna spurninga um þessa fréttatilkynningu sína.
Hann var ekki spurður um líkur þess að aðrir kröfuhafar færu í mál við skilanefndir bankans vegna óréttmætar forgangsröðunar innlána. Málarekstur sem hefur verið hótað og ef af yrði þá gæti hann tekið mörg ár og á meðan væru allar eignir kyrrsettar, líka þær auðseljanlegu.
Hann var ekki spurður um hve öruggar eignir væru stór hluti af heildareignum bankans. Og síðan í framhaldinu hve langan tíma tæki að breyta hinum í handbært fé.
Og hann var ekki spurður um óvissuna sem heimskreppan veldur um framtíðarvirði eigna þ.e. ef ekki er rétti tími til að selja núna, hvenær er hann þá réttur? Þegar heimskreppan er skollin á? Verða fyrirtækin sem eiga að borga skuldabréfin í rekstri eftir 5 ár?
Og kannski hefðu allar þessar spurningar verið óþarfar ef ýtarleg greinargerð hefði fylgt með um forsendur þess mats sem skilanefndin kynnti opinberlega. Nógu mikið hefur þjóðin þurft að hlusta á vitlausar spár undanfarið ár, svo hún eigi að láta bjóða sér órökstutt mat í hápólitísku máli.
En af hverju er verið að blekkja. Jú, við ráðum ekki við að borga það sem við erum krafin um og við eigum ekki að gera það. Ísland er búið að uppfylla sinn hluta samningsins við EES með því að stofna Innlánstryggingasjóðinn sem baktryggir innlánin. Það er rétt að lítið var í honum en í regluverki EES var ákvæði að bankarnir mættu borga árið eftir og þegar t.d Landsbankinn féll, þá skuldaði hann ekki sjóðnum krónu. En að sjálfsögðu átti hann eftir að borga fyrir árið 2008 því hann fór á hausinn árið 2008 þannig að sú krafa sjóðsins er eins og hver önnur krafa á þrotabú bankans.
Síðan varðar það við landráðakafla stjórnarskrárinnar að samþykkja greiðslur sem þjóðin ræður ekki við án þess að fjárhagslegu sjálfstæði hennar er stefnt í voða. Og það er brot á stjórnarskránni að samþykkja óútfyllt skuldabréf á hendur ríkisjóðs. Ef heildarupphæð þess sem á að greiða er ekki tekið fram, þá er það ekki bara lögbrot, það er líka stjórnarskrábrot.
En þetta eru bara 75 milljarðar er sagt. En er það svo?
Kveðja að austan.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Um bloggið
Ómar Geirsson
Færsluflokkar
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (19.1.): 15
- Sl. sólarhring: 27
- Sl. viku: 2034
- Frá upphafi: 1412733
Annað
- Innlit í dag: 15
- Innlit sl. viku: 1787
- Gestir í dag: 15
- IP-tölur í dag: 13
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Góðar pælingar. Eins og þú bendir á þá varðar allt þetta við lög. Landráð hafa verið framin á þjóðinni - á því er engin vafi. Það skrýtna er að aðeins dómsmálaráðherra getur ákært fyrir brot af því taginu.
Arinbjörn Kúld, 22.2.2009 kl. 10:56
Blessaður Arinbjörn.
Þegar þessar greiðslur verða farnar að bíta og þegar gjaldþrotin verða komin í nýjar hæðir, þá verður Samfylking sett í eilífðarfrí frá landsstjórninni. Þá fáum við nýjan dómsmálaráðherra og þá verður þessu samkomulagi rift, enda er það ólöglegt samkvæmt alþjóðalögum. Við erum með unnið mál fyrir Alþjóðadómstónum í Hag því Íslensk stjórnvöld voru þvinguð til að skrifa undir samkomulagið við Breta og Hollendinga. Svipað og t.d uppgjöf Frakka 1940. Það sagði enginn neitt þegar þeir riftum þeim nauðungarsamningum 1945.
Ólög og þvingun er alltaf ólög og þvingun þó stórar þjóðir standi fyrir kúguninni.
Kveðja, Ómar.
Ómar Geirsson, 22.2.2009 kl. 15:16
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.