20.2.2009 | 22:11
Og hverjar verða vinningstölurnar í Víkingalottói í næstu viku?
Það er greinlega búið að semja við breta um vexti og vaxtaverki. Núna á að mýkja landann með jákvæðum tölum. Skil samt ekki af hverju þeir sögðu ekki 16 milljónir. Eða inneign uppá 25 milljónir. En Bláskjár trúir og spyr ekki gagnrýnna spurninga.
Hvað stór upphæð er örugg skuldabréf hjá Englandsbanka?
Hvað er mikið bundið í gjaldeyri og gulli?
Hvað mikið er önnur bankabréf?
Hverjar eru eftirstöðvarnar í ótryggum bréfum?
Og hver er endurheimtutími eignanna en það er lykilatriði til að átta sig á vaxtabyrðinni.
Og svo eigum við ekki að greiða mismuninn. Það er ólöglegt.
Kveðja að austan
Segja Icesave kosta ríkið 72 milljarða | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Um bloggið
Ómar Geirsson
Færsluflokkar
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 594
- Sl. sólarhring: 642
- Sl. viku: 6325
- Frá upphafi: 1399493
Annað
- Innlit í dag: 509
- Innlit sl. viku: 5364
- Gestir í dag: 465
- IP-tölur í dag: 459
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Svo segir sænska þingið að lánsfjárþörf Íslendinga sé 2.679 milljarðar. Ég varð aldrei vör við að svíar kynnu ekki að reikna þegar ég var í námi þar. Ef taka á mark á þessari tölu Lárusar hljótum við að eiga trygga einhverja þúsundir milljaraða á móti einhvers staðar. Hvers vegna ekki bara að nota þá alla þessa peninga frekar en að vera að taka öll þessi lán?
Jakobína Ingunn Ólafsdóttir, 20.2.2009 kl. 22:21
Blessuð Jakobína.
Ég held að inní þessari tölu séu endurfjármögnun bankanna sem í dag eru okkar skuldir. Þetta er skuldatalan sem Geir Harde talaði um kringum jólin. Auðvita eru eignir á móti en þær eru í Íslenskum krónum. Þannig að hvernig er þetta greitt?
Þegar ég spáði í þetta á sínum tíma þá fannst mér þarna vera mesta hættan. Því ef þessi lán eru endurfjármögnuð að hluta í gegnum IFM eða þá"vinaþjóðir" okkar með uppáskrift ríkisins, þá erum við fyrst í vondum málum sem þjóð. Því það er ekki til gjaldeyrir á móti til að greiða nema þá á löngum tíma. En lánin eru skammtímalán. Fyrst ósköp hagstað og vinaleg en svo þarf að endurfjármagna og þá er andskotinn laus ef um IFM er að ræða. Það er spurt um veð og síðan að losa um eignir. Þannig fara vatnsveitur, orkuveitur, almenningssamgöngur og annað sem erlend stórfyrirtæki hafa áhuga á. Svona gerðist þetta útí hinum stóra heimi og ferlið er hafið hér. Í mínum huga er þetta hin eiginlegu landráð. Þess vegna er ég enginn áhugamaður um Davíð eða bankaguttana. Þeir eru history og aukaatriði í mínum huga miðað við þessa hættu.
Lausnin er einföld og hún er að bjóða til fundar (allt haft eftir Lilju) og þá eru málin kynnt fyrir lánadrottnum. Þjóðarbúið borgar eftir getu eða borgar ekki. En lánadrottnarnir sjá sjálfir um endurfjármögnun lána sinna. Þeir fá ekki nýja undirskrift. Og svo reynir þjóðfélagið að standa í skilum en ef ekki er til gjaldeyrir þá verða þeir að endurfjárfesta á Íslandi. Þetta er hin erlenda fjárfesting næstu 10 ára eða svo.
Svona þegar ég er að skrifa þetta af fingrum fram þá eru þetta skuldirnar sem Haraldur Líndal talaði um og benti á að við gætum ekki bætt við krónu á ríkissjóð. Því þjóðfélagið réði ekki við það sem búið er að skrifa uppá og þess vegna bætir það ekki á sig, hvorki ICEsave eða IFM. Nógu mikið samt sem við erum að biðja um gjaldfrest á.
Vilhjálmur sagði að IFM hefði endurmetið þessar skuldir því það ætti einhvern veginn að fiffa þær. Ég skil hann ekki og hef engan þráð til að kynna mér þetta. En Steingrímur ætlar að birta þessar tölur bráðlega. Það er lognið á undan storminum. Þá eigum við að vita hvar við stöndum með heildarskuldir, afborganir og vexti. Ég held líka að Steingrímur ætli að segja frá tekjuhruni ríkissjóðs og hvað þarf mikið að skera niður á næsta ári.
Hann verður að gera það því Tryggvi sló tóninn í Kastljósi. Þetta er ekki kreppa. Bara smá skuldir og smá samdráttur. Síðan er þrengsta staða ríkissjóðs tekin og með villandi málflutningi er látið líta út að þetta séu skuldir þjóðarbúsins í heild. Aðeins sannleikurinn héðan af getur flett ofan af þessum lygavef. Hann kemur í ljós hjálparlaus í vor en Steingrímur gæti flýtt fyrir birtingu hans og hleypt viti í kosningabaráttuna.
Annars er það bara bylting í sumar. Hrunið eltir alltaf lygamerðina uppi.
Kveðja, Ómar.
Ómar Geirsson, 20.2.2009 kl. 23:21
Æi, ég er alveg að missa þráðinn í þessu öllu saman.
Arinbjörn Kúld, 21.2.2009 kl. 12:36
Blessaður Arinbjörn.
Ég kom innslag hjá Jakobínu þar sem ég tók saman kjarnann í þessu. Það er blekking að tala um nettóskuldir. Þú greiðir vexti og þarft að greiða af höfuðstól lána þinna. Ef þú getur selt eignir uppí þá er það bara gott mál, en þú þarft að gera það. Mat á skuldum er aldrei frádráttarbært.
Skuldatalan hennar Jakobínu er sú skuldatala sem ríkið verður á einn eða annan hátt ábyrgt fyrir á næstu árum ef erlendir kröfuhafar verða skornir niður úr snörunni.
Það er hin raunverulega þjóðarvá.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 21.2.2009 kl. 14:51
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.