20.2.2009 | 01:01
Hvað segir Jón Gunnarsson um þetta.
Öll kosningabarátta Sjálfstæðisflokksins í Suðvestur kjördæmi er hruninn. Það vill enginn lána fyrir virkjunum og núna vill enginn lána fyrir nýjum álverum. Hver verður þá atvinnumálastefna Sjálfstæðismanna? Kannski eitthvað frá 20. öldinni.
Eða skyldu þeir hringja í Björk og spyrja hana útí 21. öldina. Hvernig getur flokkur sem að uppistöðu er skipaður bjánabelgjum náð slíku fylgi í einu kjördæmi. Þorgerður Katrín og Bjarni Ben eru góðra gjalda verð en allt ruglið sem fylgir þeim inná þing. Hvalur og ál.
Og svo er það ekki ennþá búið að frétta af heimskreppunni. Og þau horfa með fögnuð í hjarta á Alþjóðagjaldeyrissjóðinn gera samflokksfólk þeirra í fyrirtækjarekstri gjaldþrota. Og samt fá þau alltaf sín 50%. Hversu gjörsneyddir viti þurfa frambjóðendur flokksins að vera til að kjósendur flokksins fái nóg og krefjist breytinga og hve margir þurfa að verða gjaldþrota áður en flokkurinn breytir um stefnu og fer aftur að styðja frjálst framtak einstaklinga í umhverfi sem hægt er að reka fyrirtæki í.
Það þarf einhver að höggva á hnútinn áður en síðasti sjálfstæði atvinnurekandinn í kjördæminu fer á hausinn. Sjálfstæðisflokkur Ólafs og Bjarna hefði aldrei unað erlendri ógnarstjórn. Það var til lítils að berjast gegn Sovétinu til þess að láta erlenda frjálshyggjubjána ná markmiðum kommúnista. Allur rekstur í höndum ríkisbanka vegna hávaxta og verðtryggingar. Var verið að berjast í öll þessi ár fyrir frelsi og sjálfstæði landsins til að á einu ári væri hægt að leggja allan sjálfstæðan rekstur í rúst? Þeir lofa bata en allstaðar annars staðar þar sem þeir hafa rústað innlendri atvinnustarfsemi, hefur batinn ekki komið. Af hverju ætti kraftaverkið að gerast hér?
En flokkurinn þagði því álið átti að bjarga öllu.
Kveðja að austan.
Tap Century 898,3 milljónir dala | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Um bloggið
Ómar Geirsson
Færsluflokkar
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 615
- Sl. sólarhring: 751
- Sl. viku: 6199
- Frá upphafi: 1400138
Annað
- Innlit í dag: 559
- Innlit sl. viku: 5323
- Gestir í dag: 532
- IP-tölur í dag: 522
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Svona er nú lífið hverfullt. Kannski fara menn að átta sig nú að eitt egg og eina karfa er ekki mikið til að treysta á. Það besta er að við þurfum ekki einu sinni að bjóða lægra orkuverð, það er búið að semja um það.
Við bara Harderum þetta.
Þórður Runólfsson (IP-tala skráð) 20.2.2009 kl. 02:33
Blessaður Þórður.
Veistu það, ég vona að við Harderum Fleiri álver. Og förum að nýta peningana í eitthvað vitrænt. Mér er það til efs að móðurfyrirtækin lif út árið. Hvað verður þá um þau álver sem nú eru í rekstri?
En það fyndna er að þegar sjálfstæðismenn fussa og sveia yfir fólki eins og Björk, þá er hugmyndafræði hennar ekki ósvipuð og var hjá talsmönnum hins frjálsa framtaks á Sovét tímanum. Sköpunarmáttur einstaklingsins átti að vera sterkari en miðstýrður þungaiðnaður. Núna er það kommarnir sem tala um litlu fyrirtækin en íhaldið um Sovét rekstur. Í Sovétríkjunum var einkarekstur þjóðnýttur, en hér á Íslandi kallaði íhaldið á Alþjóðagjaldeyrissjóðinn og bað þá um að gera smáfyrirtæki gjaldþrota. Ég held að gömlu mennirnir séu farnir að snúa sér í marga hringi í gröfunni um hvernig farið var með arfleið þeirra.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 20.2.2009 kl. 08:31
Já strákar, það sem var hvítt er nú orðið svart - heitt er orið kalt og ríkið á og rekur flest öll fyrirtæki í landinu meira og minna. Líklega lenda svo álver Century og Alcoa á ríkinu fyrir rest.
Arinbjörn Kúld, 20.2.2009 kl. 09:50
Nei, Arinbjörn. Það er enginn nógu ríkur til að fjármagna mikinn taprekstur álvera. Veltan er það mikil. Þess vegna verður álverum lokað. En hvar við erum í röðinni veit ég ekki. Það eru svo margir þættir sem spila inní það. En orkufyrirtækin lenda í vandræðum. Eigið fé þeirra var ekki nógu mikið til að mæta samdrætti. Hins vegar var því logið að þjóðinni að um slíkt yrði ekki að ræða. Hagvöxturinn yrði eilífur á nýrri öld. Ég veit ekki hvorra sökin er stærri, þeim sem lugu eða þeim sem trúðu. En Friðrik var ekki kallaður inn aftur af ástæðulausu, það eitt er víst.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 20.2.2009 kl. 10:55
Hvaða eigið fé?
Landsvirkjun á ekkert eigið fé annað en samningana við álverin (og svo auðvitað möguleikann á að ákveða að virkjanir úreldist á 200 árum)
Doddi D (IP-tala skráð) 20.2.2009 kl. 19:21
Blessaður Doddi.
Afskrifaðar virkjanir mynda stofn sem hægt er að byggja á. Þær skapa tekjuflæði á móti skuldsettum virkjunum. Veikleikinn við Kárahnjúkavirkjun er sá að ef tekjuflæði til hennar stövðast, t.d með gjaldþroti Rio Tinto, þá dugar ekki álverið í Straumsvík til að borga fyrir Kárahnjúka.
En svona almennt séð Doddi, hvaða fyrirtæki þolir algjöra stöðvun tekjuflæðis?
Kveðja, Ómar
Ómar Geirsson, 20.2.2009 kl. 21:52
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.