Fleiri fréttir af líknardeild

"Ég tel að það þurfi að horfast í augu við vandamálið eins og það blasir við.  Efnahagskerfið er hrunið.  Það er er að mínu mati alvarlegt mál ef stjórnvöld líta svo á að efnahagskerfið sem slíkt sé ekki hrunið , heldur einungis einangraðir hlutar þess.  Það er ekkert efnahagskerfi sem getur verið með lamað bankakerfi og frosinn fasteignamarkað.  Atvinnulífið allt sogast niður á aðstæður sem það skapar" segir Björn Orri Viktorsson fasteignasali í samtali við Morgunblaðið í gær.  Einnig sagði Björn Orri að það "gangi ekki upp að gengið sé að eignum fólks á sömu forsendum og áður í ljósi breytna aðstæðna. .....Mér finnst það það gefa augaleið að það þarf að laga allar innheimtuaðferðir að þeim aðstæðum sem hér eru komnar upp.  Annars er raunveruleg hætta á því að eignarverð falli alltof mikið og tugþúsundir verði gjaldþrota í kjölfarið.  Og því miður getur farið svo að fólk sem annars er ekki í slæmri stöðu, lendi í henni, ef ekkert verður að gert."

Hér er fasteignasali útí bæ að orða hlutina betur en allir ráðherrar vinstri stjórnar Jóhönnu Sigurðardóttur til samans.  Enginn að þeim virðist átta sig á því að hvað er að gerast og um hvað hlutirnir snúast.  Í það minnsta ef miðað er við hvað þeir segja opinberlega.  Tali þeir að viti í einkasamtölum, þá fer það allavega mjög hljótt.  

Það eru liðnir hundrað og eitthvað dagar frá hruninu.  Strax frá fyrsta degi voru stjórnvöld vöruð við afleiðingum verðfalls á fasteignamarkaði versus hækkun lána vegna vísitölunnar.  Þau voru einnig vöruð við yfirvofandi keðjuverkun atvinnuleysis og gjaldþrota.  Atburðarrás sem t.d Barak Obama Bandaríkjaforseti telur sitt forgangsmál að stöðva.

En allar ráðstafanir núverandi og fyrrverandi ríkisstjórnar hafa þann eina tilgang að líkna þjáningar dauðvona fólks á líknardeild.  Það var talað um að heimilin yrðu griðastaður fjölskyldunnar og þau varin með öllum ráðum á meðan hamfarirnar gengu yfir.  Svo var talað og gasprað og bullað og nú er vörnin komin í ljós.  Fyrirsögn Morgunblaðsins segir allt sem segja þarf.  "Gjaldþrotin gerð bærilegri".  Það er ekki hægt að frysta lán fólks á meðan það vinnur úr sínum málum.  En það má búa í húsum sínum 12 mánuði eftir  að húsin eru tekin af þeim.  Þvílík góðsemi.  Og jú, einnig eiga kröfur að fyrnast á 2 árum og vissulega er það vel.  En af hverju er ekki fullnustu kerfið stöðvað?  Tekið úr sambandi í það minnsta fram á haust?

Vissulega eru ákveðin greiðsluúrræði í boði en þau hjálpa ekki þeim sem hafa orðið fyrir miklum tekjumissi og þeir eru margir.  T.d augljós heimska í frystingu lána.  Hún bauðst þeim sem voru ekki í vanskilum.  En hverjir voru í vanskilum?  Var það bara hópur sem mátti eiga sig?

Björn Orri orðar kjarna málsins mjög vel þegar hann segir að "aðgerðir stjórnvalda megi ekki einungis miðast við að lengja í greiðslufrestum og gera fólki mögulegt að borga af lánum.  Koma þurfi í veg fyrir að fólk sé gert gjaldþrota".   Af hverju skilja félagshyggjuráðherrar þessu einföldu sannindi? Vita þeir að þetta svokallaða fólk eru feður og mæður.  Þetta eru synir og dætur.  Þetta getur verið vinur eða ættingi, fólkið í næsta húsi eða einhver sem maður var með í skóla og þekkti ekki af neinu öðru en góðu.  Fólk, sem réði við sín mál þar til bankarnir settu þjóðarskútuna á hliðina á meðan stjórnvöld horfðu aðgerðarlaus á.  Hvers á þetta fólk að gjald?  Það er Íslendingar alveg eins og við hin.  

Er það besta sem Félagshyggjan getur boðið meðbræðrum sínum að það verði bara heimilislaust og síðan bara hundelt í 2 ár.

Ef þetta er félagshyggja þá er félagshyggja mannvonska og illska alveg eins og frjálshyggjan.  En þetta er líka heimska.  Því ef unga fólkið gefst upp þá er til lítið að berjast.  Ef það fer þá sitja gamalmennin ein eftir.  Og til hvers voru þau þá að byggja upp þetta þjóðfélag ef enginn á að erfa.  Og ekki hvað síst þá fara allir á hausinn.  Því skuldirnar hverfa ekki þó heil kynslóð sé gerð upp og eignir þess seldar á hrakvirði.  Íbúðalánasjóður, bankarnir og ríkisjóður standa ekki undir tekjutapinu og afskriftunum.  Flytji fólkið úr landi þá eru ekki nógu margir skattgreiðendur eftir til að standa undir skuldum ríkissjóðs.  

Stefna mannvoskunnar er nefnilega líka stefna heimskunnar.  Það tapa allir á Líknardeildinni.  Það er tímabært að hjúkrunarfræðingurinn víki áður en þjóðarvá skellur á.

Kveðja að austan.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Arinbjörn Kúld

Þetta sáum margir á day one. En við erum bara tölur á blaði og þetta snertir stjórnmálamenn ekki fyrr en það fer að bíta þá sjálfa.

Arinbjörn Kúld, 20.2.2009 kl. 09:35

2 Smámynd: Ómar Geirsson

Blessaður Arinbjörn.

Ef þú hefur lesið fyrstu bloggfærslu mína, þá veistu afhverju ég er að bíta þá.  Það er skylda okkar.

Kveðja, Ómar

Ómar Geirsson, 20.2.2009 kl. 10:51

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ómar Geirsson

Höfundur

Ómar Geirsson
Ómar Geirsson
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • Screenshot (49)
  • Screenshot (49)
  • ...img_0104a

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 750
  • Sl. sólarhring: 760
  • Sl. viku: 6334
  • Frá upphafi: 1400273

Annað

  • Innlit í dag: 680
  • Innlit sl. viku: 5444
  • Gestir í dag: 646
  • IP-tölur í dag: 631

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband