19.2.2009 | 09:41
Fréttir af líknardeild. "Gjaldþrotin gerð bærilegri"
Á fyrstu dögum hrunsins voru fleiri en einn og fleiri en hundrað sem sögðu að grunnskilyrði þess að þjóðinni tækist að komast í gegnum erfiðleika sína væri að hún stæði saman og hún hefði von. Gjaldþrota, heimilislaus maður hefur ekkert slíkt. Hann fer, hvort sem það er í eiginlegri eða óeiginlegri merkingu. Þegar ég hugsa útí það þá minnir mig að flestir sem slíkt sögðu voru hægri menn. Benedikt Jóhannsson sagði t.d í góðri grein í Morgunblaðinu 12. nóv síðastliðinn.
"Fólk verður ekki borið út úr íbúðum sínum þó að það geti ekki greitt af lánum á næstunni. Bankar muni í einhverjum tilvikum eignast hlut í íbúðunum en fólki gefst kostur á að leigja þær áfram. Óttinn við að missa heimili sitt er óþolandi. Einhliða yfirlýsing um að íbúðir séu griðastaður fjölskyldnanna róar almenning."
Tryggvi Þór Herbertsson segir í viðtali við Fréttablaðið 3. des.
"Forsvarsmenn ríkisstjórnarinnar hafa talað skýrt um að heimilin fái hjálp. Ríkið getur ekki sagt sem svo að fólk fari á hausinn og verði gert upp. Þá sitja bankarnir og Íbúðalánasjóður uppi með hundruð eða þúsundir íbúða og það gengur bara ekki upp."
En á meðan hægri menn töluðu á þessum nótum þá sáu vinstrimenn fram á gósentíð manngæsku sinnar og þeir fóru að útbúa rúmin á líknardeildinni. Vinstri stjórnin leggur til að "öllum nauðungarsölum á húsnæði verði frestað til 31. ágúst og að fólk sem missir hús sín geti búið í þeim í allt 12 mánuði frá því salan fer fram". Milli þessa og þess sem Benedikt lagði til er himinn og haf. Ef það er hægt að leyfa fólki að búa í húsunum sínum í 12 mánuði til hvers að gera það eignarlaust fyrst? Er þetta gert til að koma í veg fyrir að tekjuflæði lögfræðinga skerðist? Eru þeir sú stétt sem þarf mest á aðstoð ríkisins að halda? Það er aðeins eitt orð sem lýsir þessu og það er ÖMURLEGT.
Ef þetta er það besta sem vinstri flokkarnir hafa að bjóða þjóð sinni þá er fátt sem réttlætir tilverugrundvöll þeirra. Þá er eins gott að láta bara Pétur Blöndal um að stjórna landinu. Hann hefur allavega ekki á samviskunni að hafa vakið vonir um betra og réttlátara þjóðfélag.
Kveðja að austan.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Um bloggið
Ómar Geirsson
Færsluflokkar
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 642
- Sl. sólarhring: 756
- Sl. viku: 6226
- Frá upphafi: 1400165
Annað
- Innlit í dag: 585
- Innlit sl. viku: 5349
- Gestir í dag: 556
- IP-tölur í dag: 545
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Já, þetta er bara plástur á svöðusár. Ég líkt og þú spái mikið í afhverju menn grípa ekki til meira afgerandi aðgerða til að koma í veg fyrir þetta og virðast ekki hlusta á ráðleggingar annara. Mig grunar að stjórnvöld viti eitthvað sem alls ekki má vitnast um eða þá að AGS leggi blátt bann við öðrum aðgerðum en þeim sem verið er að vinna í. Eða þá að þessar síhækkandi skuldir almennings sem koma fram sem eign á eignahlið efnahagsreikningum bankana eigi að hjálpa bönkunum á einhvern hátt, fegra stöðu þeirra þ.e. að í augum einhverra eigi bólgin eignahlið að vera freistandi. En á móti kemur að þegar upp er staðið þá sitja bankarnir og stjórnvöld uppi með blankan, eignalausan og gjaldþrota almenning. En þá hrynur kerfið á nýjan leik. Sé svo er greinilegt að almenningur í þessu landi er ekki efst í forgangsröðun stjórnvalda. Bara pælingar í mér.
Arinbjörn Kúld, 19.2.2009 kl. 15:11
Blessaður Arinbjörn.
Ég hef lengi talið að Svarti Pétur sé hjá Alþjóðagjaldeyrissjóðnum. Ég styrktist í þeirri skoðun þegar þessi stjórn var mynduð. Þá birtust uppvakningar og sögðu að þjóðin skyldi gera sér grein fyrir því að skilyrði IFM settu nýrri ríkisstjórn mjög þröngar skorður. Jafnvægi á ríkisfjármálum væri forgangsatriði og IFM réði peningamálastefnunni. T.d var einhvers staðar í að að því að Frysting verðtryggingarinnar, eins auðvelt og það nú er í framkvæmd, myndi viðhalda hávaxtastefnu IFM. Mig minnir einnig að Friðrik prófessor hafi sagt það hreint út að við fengjum því aðeins að hafa gengishöft ef við borguðum þessa háu vexti á Krónubréfin. Ég get t.d skilið það sjónarmið en hinsvegar skil ég ekki af hverju allt hagkerfið þarf að þjást þess vegna. Ef ekki hægt að lækka stýrisvexti niður í 5 % (5 sinnum hærri en í bretlandi) en greiða útlendingunum sína okurvexti?
En ég veit það ekki. Að hleypa Alþjóðagjaldeyrissjóðnum inní landið er eins og fá mink til að halda ref frá hænsnahúsi. Virkar í þeirri merkingu að refurinn sér ekki ástæðu til að heimsækja hænsnakofann þegar allar hænurnar eru dauðar. En hvað er unnið með því er önnur saga. Þetta er ógæfa og ógæfufólk. Það er ekki annað orð til yfir það ef maður vill vera jákvæður og kurteis.
En Jóhanna og co klappa upp sjóðinn svo á meðan fær hún allar mínar skammir. Það er ekki nóg að vilja vel en gjöra illt. Ef hún játar að byssu sé beint að henni, þá þarf að fjarlægja byssumennina og stinga þeim inn sem kölluðu á þá.
Núverandi ástand endar í hörmungum. Heimatilbúnum hörmungum.
Kveðja að austan
Ómar Geirsson, 19.2.2009 kl. 18:57
Sælir Ómar, ég fæ það alltaf sterkar og sterkar á tilfinninguna að verið sé að halda frá okkur einhverjum upplýsingum sem við megum alls ekki fá upp á borðið. Það skýrir þessa okurstýrivexti, viðhald verðtryggingar og fleira ásamt því að halda þessum bölv... krónubréfum í landinu. Þess vegna gerum við allt þveröfugt við það sem aðrar þjóðir gera.
Arinbjörn Kúld, 20.2.2009 kl. 08:52
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.