11.2.2009 | 14:38
Nú er gaman sagði....
Félag Handrukkara á Íslandi, í fréttatilkynningu síðdegis. Viðskiptafræðingur er farinn að skrifa um lögfræði. Við höfum alltaf sagt þetta sagði talsmaður félagsins, grímuklæddur þegar hann tjáði sig um grein Óla á Fréttablaðinu. Við höfum alltaf sagt þetta, það er skuldin sem gildir. Við erum í fullum rétti til að innheimta hana með þeim ráðum sem duga. Dómstólar eru bara fyrir aumingja, skuldara, sem vilja ekki greiða og heimska mannréttindasinna. Ef við teljum þig skulda pening þá greiðir þú hann. Punktur. Annars er okkur að mæta. Aðeins lögfræðingar vitna í lög og reglur, við vitnum í skuldina og það sagði hann Óli Kristján á Fréttablaðinu.
Aðspurður sagði Georg Elska að það skipti ekki máli hvað skuldara segðu fyrir innheimtu. Ef innheimtan væri nógu áhrifarík, þá skiptu allir skuldara um skoðun og viðurkenndu réttmætti innheimtuaðgerðanna. Einstaka þrjóskupúkar héldu sig við að skjóta máli sínu til dómstóla, oftast undir áhrifum hagsmunaðila eins og samtök lögfræðinga, en þá dygði alltaf eitt ráð og það væri að kalla til erlenda handrukkara, frá Alþjóðasamtökum löggiltra níðinga. Bara nafnið dygði til að fólk sæi villu sinnar vegar og borgaði. Ef ekki þá kæmu heimsþekktir níðingar til að aðstoða við innheimtu skuldakrafna félagsmanna. Enginn hefur ennþá þorað að horfast í augun á þessum harðjöxlum og segja nei. Þvert á móti, fólk lætur frá sér aleigu sína og meira til eftir tilmæli níðinganna.
Lögfræði er kjaftæði sagði Georg að lokum. Háskólamenntun borgar sig ekki. Prófessorar eru síðasta sort. "Trúir þú mér ekki" hvæsti hann að blaðamanninum. Það stendur í Fréttablaðinu.
Eða þannig.
Kveðja að austan
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Um bloggið
Ómar Geirsson
Færsluflokkar
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (19.4.): 9
- Sl. sólarhring: 10
- Sl. viku: 64
- Frá upphafi: 1438800
Annað
- Innlit í dag: 6
- Innlit sl. viku: 53
- Gestir í dag: 6
- IP-tölur í dag: 6
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.