11.2.2009 | 11:32
Ólafur Ragnar
Seinna nafnið er fallegt og málstaðurinn góður. Stærstu svik Vinstri Grænna voru þau að þeir sögðu að fyrst það var búið og gert að svíkja þjóðina, þá gætu þeir ekkert gert. Að komast að í Kastljósi var meira virði en almenningur Íslands.
Ólafur og Dorrit skynja þó helsið sem á okkur er sett. Landráðamenn segja að við séum svo slæmt fólk að allar byrðar heimsins séu okkar réttmætt hlutskipti. Landráðamenn og íhaldsaumingjar ganga fremstir í að skíta út Ólaf. Og Davíð þegar þannig liggur á þeim.
Þetta vesæla fólk vill ekki skilja að Ólafur sagði satt, Davíð sagði satt. Ísland ferst ef það reynir að greiða skuldir stórþjóða. Staðreyndin liggur í skilgreiningunni. Smáþjóð með 300 hundruð þúsund íbúa, borgar ekki skuldir ríkissjóða stórþjóða eins og Þýskalands og Bretlands. Landráðafólkið sem biður um það, hefur aldrei hugsað sér að greiða krónu sjálft. Það treystir að ríkisstjórn IFM skeri niður hjá veiku og öldruðum, öryrkjum og veikum börnum. Reynsla Finna er til að læra af segir þetta borgunarfólk. Látum fatlaða fólkið og geðsjúka deyja. Hvað varðar okkur um heilbrigðisþjónustu og velferðarkerfi. Við fáum vinnu hjá ESB, hin geta átt sig.
Og Ólafur er asni. Honum þykir meira vænt um fólk en glansmynd.
Kveðja að austan.
Skapstóri forsetinn | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Um bloggið
Ómar Geirsson
Færsluflokkar
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (9.1.): 47
- Sl. sólarhring: 262
- Sl. viku: 674
- Frá upphafi: 1408445
Annað
- Innlit í dag: 42
- Innlit sl. viku: 578
- Gestir í dag: 42
- IP-tölur í dag: 42
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.