9.2.2009 | 13:56
Má ekki breyta um lit á skjánum.
Arfleið 18 ára valdatíðar Sjálfstæðisflokksins liggur víða. Ríkislögreglustjóraembættið nýtur einskis trausts vegna pólitískra ráðninga. Í skipan dómara Hæstaréttar var hætt að gera faglegar kröfur ofaná flokksskírteini, frændsemi og flokkstengsl dugðu til að fá skipan sem dómari. Stór hluti embættismannakerfisins er skipaður innvígðum Sjálfstæðismönnum, fagkröfurnar eru tíðni fundaseta hjá SUS og Heimdalli.
En það sem mest fer í pirrurnar hjá mér er Bláskjár, fréttastofa Sjónvarpsins í Efstaleyti. Skortur á hlutleysi, furðulegt fréttamat, rangtúlkanir á málflutningi stjórnarandstöðunnar (breytist vonandi núna), stuðningur við vitleysu með því að þegja yfir henni og allar þessar fréttir sem voru byggðar á bláum heimildum t.d fréttaflutningurinn af Íraksstríðinu frá Pentagon, staðreyndir um skattahækkanir síðustu ára voru rangtúlkaðar með áróðurspésum úr fjármálaráðuneytinu. Og þegar efnt var til umræðu um brýn mál, þá var alltaf einhver vitleysingur úr SUS, hvort sem hann vann hjá Viðskiptaráði eða Alþingi, fenginn til að afbaka og snúa útúr.
Hver man ekki þegar Landsamband eldri borgara birti útreikninga um aukna skattbyrði, smáfrétt sem var þögguð niður. Þá birti Stefán Ólafsson stórgóða úttekt um sama efni, unnin úr opinberum tölum OECD. Þá var ekki hætt að beita þögguninni og ró húsbóndans varð að raska. Pétur Blöndal var fenginn til að trufla og gjamma í umræðu í Kastljósi. Fjarstæða sagði Pétur að skattbyrðin hafi hækkað, því rauntekjur hafa vaxið svo mikið, eins og það tvennt gæti ekki farið saman. Umsjónarstúlkan bað hann ekki um nein rök byggð á fyrirliggjandi gögnum, neina útreikna sem sönnuðu mál hans. Ég er að rifja þetta upp því Pétur greyið varð að játa núna á dögunum að skattarnir hefðu víst eitthvað hækkað. Öllum ljóst sem kynntu sér skýrslu Stefáns en harðvítug áróðursvél, sem virkjaði m.a. Bláskjáinn, tókst að snúa umræðunni uppí andhverfu sína og gera Stefán tortryggilegan.
En þessi gremja kom margföld uppá yfirborðið þegar Fréttaaukinn fjallaði um Landsfund Framsóknarflokksins, sunnudagskvöldið eftir að söguleg úrslit um nýjan formann lá fyrir. Fyrsta frétt í kvöldfréttunum, sem vísaði svo í Fréttaaukann, var að Sigmundur væri fimmti formaðurinn á 2 árum. Kannski frétt svona útaf fyrir sig, í aðdraganda landsfundarins en gjörsamlega útúr kú eftir að fundi lauk og flokkurinn hafði alveg endurnýjað forystusveit sína með nýjan formann í fararbroddi. Formann, sem hafði ekki verið í flokknum 2 mánuðum áður og kom með ný viðhorf og nýjar áherslur í flokkinn. Fréttamatið gat verið ýmiskonar eins og um áhrif þessarar endurnýjunar á hina flokkana, landsmálin og hvort þetta gæfi Framsóknarmönnum nýja vígstöðu í komandi kosningum. Nei, fimmti formaðurinn á tveimur árum, og svo var snúið út úr og reynt að gera Sigmund tortryggilegan. Þessi vitleysa lýsir ekki einu sinni vanhæfni, þetta er viljandi gert til að tryggja völd ríkjandi flokks.
Fréttaaukinn í gær var um margt ágætur, þangað til að skýringa var leitað á fjármálakreppunni. Verjum flokkinn og repúblikana var skipun dagsins og svo byrjaði leikritið um ábyrgð Bandarískra fátæklinga á falli heimskapítalismans. Í góðri grein í Fréttablaðinu þar sem fyrirsögnin var "Félagsleg lán eru ekki rót vandans" segir meðal annars:
"Gagnrýni bandarískra hægrimanna að undanförnu hefur verið sú að þessi lög hafi "neytt" banka til að lána "undirmálsfólki" - þar með hafi bankarnir setið uppi með undirmálslán. Orsök fjármálkreppunnar sé því ekki skortur á reglum, heldur of mikið af reglum og vanhugsuð velferðarstefna. -Þessi gagnrýni hefur þó átt litlum vinsældum að fagna annars staðar en lengst til hægri innan Repúblíkanaflokksins, og þá sérstaklega meðal afturhaldsinnaðra hægrimanna."
Seinna í sömu grein segir:
"Vandamálið er að gæði allra fasteignalána minnkuðu, ekki vegna þess að félagsleg löggjöf hafi ýtt undir lánveitingar til minnihlutahópa, heldur vegna þess að þegar sprenging varð í lánveitingum til fasteignakaupa og blaðra myndaðist á fasteignamarkaðinum var of mikið fjármagn á fasteignalánamarkaði."
Í sömu grein er bent á að Alan Greespan, fyrrverandi Seðlabankastjóri, og Christopher Cox, yfirmaður fjármálaeftirlits Bandaríkjanna höfnuðu því algjörlega að Fannie og Freddie "hefðu valdið lánsfjárkreppunni, þótt þeir bæru,líkt og aðrar fjármálastofnanir, sinn skerf ábyrgðar".
Af hverju þurfa landsmenn að hlusta á svona bull eins og kom fram hjá Boga í gær. Var þetta kannski ekki Bogi? Var þetta kannski Hannes með Latex grímu og raddbreytir. Hver leggur t.d útaf vitleysu eins og tekjulausu fólki hafi verið lánað. Getur sjálfsagt verið í einhverjum tilvikum en guð minn góður, hvað segir það í fyrsta lagi um faglega hæfni lánastofnana, sem veita slík lán, og í öðru lagi, þá hvað segir þetta okkur um styrk alþjóðlegs fjármálakerfis, tekjulaust fólk sem plataði út lán, setur heiminn á hausinn.
Ef menn þurfta að ljúga með lyginni, þá er lágmarkskrafa, að ef slíkt er gert af launuðu starfsfólki þjóðarinnar, að lygin ofbjóði ekki lágmarks skynsemi fólks. Það hlýtur að vera hægt að gera betur.
Kveðja að austan.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Um bloggið
Ómar Geirsson
Færsluflokkar
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (10.1.): 364
- Sl. sólarhring: 587
- Sl. viku: 1261
- Frá upphafi: 1409043
Annað
- Innlit í dag: 296
- Innlit sl. viku: 1036
- Gestir í dag: 271
- IP-tölur í dag: 265
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.