9.10.2025 | 08:40
"Þetta er friður í Miðausturlöndum"
""Þetta snýst meira en bara um Gasa, þetta er friður í Miðausturlöndum," sagði Trump við Fox News og bætti við að hann trúi því að Íran muni í raun verða hluti af öllu friðarferlinu.
"Heimsbyggðin hefur sameinast um þetta samkomulag og það er frábært fyrir Ísrael, frábært fyrir múslíma og arabísku þjóðirnar," sagði Bandaríkjaforseti. Trump segir að Gasa verði staður sem verður endurbyggður og önnur lönd í kringum hann muni hjálpa við uppbygginguna."
Þessi tilvísun í Donald Trump er sótt í aðra frétt en rammar inn sýn stórmennis á varanlegan frið milli Araba, og vonandi Persa líka við þetta litla frímerki sem ríki gyðinga er fyrir botni Miðjarðahafsins.
Af öllum mönnum reyndist Donald Trump vera nógu stór til að hafa þessa sýn og berjast fyrir henni.
Á móti honum hafa mörg smámennin unnið, það er vísað í nokkur þeirra í viðtengdri frétt.
Smámenni sem fóru fljótlega að ganga í takt með Hamas og áróðursstríði samtakanna gegn Ísrael.
Áttu þar með þátt í að framlengja hörmungar íbúa Gasa á um annað ár, eru því samsek í dauða tugþúsunda í þessu tilgangslausa stríði sem aldrei átti að verða.
Markmið Hamas lág alltaf skýrt fyrir; "that more fightingand more Palestinian civilian deathswork to his advantage. .. these are necessary sacrifices.".
Jafnvel núna í sumar mátti skilja á aðalsamningamanni Hamas að stríðið gengi bara ljómandi vel svo "You know what is the benefit of October 7 now?" Hamad asked, before listing off growing international support for a Palestinian cause. "I think this is a golden moment for the world to change the history,", svo ljómandi vel að það mætti bara alveg halda áfram.
Þegar þessi smámenni stóðu þétt að baki Hamas, þá sýndi það kjark og þor, hjá Mahmud Abbas forseta Palestínu þegar hann í vor ákallaði Hamas að sýna íbúum Gasa miskun; "Mikilvægt er að Hamas sýni samkennd gagnvart íbúum á Gasa. Mikilvægt er að Hamas láti af völdum og skilji það að ef þeir halda áfram völdum á Gasa muni það leiða til endaloka tilveru Palestínu."
Orð sem fengu ekki mikið vægi í vestrænum fjölmiðlum en eru kjarni þess friðar sem núna er í augsýn á Gasa, og vonandi seinna um öll Mið-Austurlönd, þar eru næg vandamál þó menn séu ekki alltaf að drepa hvorn annan.
Einnig ber að þakka Macron Frakklandsforseta að slíta sig frá smámennunum og móta tillögu ásamt nokkrum arabaríkjum undir forystu Saudí Arabíu þar sem kveðið var á um vopnahlé, öllum gíslum yrði sleppt, í framhaldi yrði Hamas afvopnað og myndi láta af stjórn Gasa. Eitthvað sem er forsenda friðar ásamt tveggja ríkja lausn.
Tillaga Frakka og Sauda var samþykkt á Allsherjarþinginu þann 12. september síðastliðinn en bæði Ísrael og Bandaríkin greiddu atkvæði gegn henni.
En hún lagði grunninn af því sem Donald Trump lagði seinna fram og þá var tvennt ljóst; Hamas naut ekki stuðnings Arabaríkjanna, aðeins smámennanna í vestri, og ríkisstjórn Ísraels átti ekkert val annað en að samþykkja þessar friðartillögur þrátt fyrir andstöðu öfgaafla innan hennar.
Það kostar vinnu að ná friði.
Og því miður þarf stundum hroðalegar hörmungar til að öllum sé ljóst að lausn ófriðarins er alltaf skammtímalausn.
Líkt og lærdómur Evrópuríkja var eftir styrjaldir síðustu aldar.
Friður er ekki í höfn.
En hann er í umræðunni.
Og það sést glitta í hann rétt innan við sjóndeildarhringinn.
Vopnahlé á Gasa er hins vegar í höfn.
Kveðja að austan.
![]() |
Þjóðarleiðtogar fagna friðarsamkomulagi |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Um bloggið
Ómar Geirsson
Færsluflokkar
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (9.10.): 278
- Sl. sólarhring: 812
- Sl. viku: 1484
- Frá upphafi: 1495202
Annað
- Innlit í dag: 231
- Innlit sl. viku: 1257
- Gestir í dag: 223
- IP-tölur í dag: 219
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Þú ert innskráð(ur) sem .
Innskráning