Mannsals og flóttamannaiðnaðurinn

 

Er eins og krabbameinsæxli sem dreifir sér út allt samfélagið og sýgur úr því næringu, skaðar, veikir.

 

Nýjasta dæmið sem upp komst er hvernig íslensk iðnmenntun er kerfisbundin brotin niður með innflutningi á svokölluðum "sérfræðingum" frá fjölmennum fátækum löndum, fólki sem örugglega kann sitt fag, en hefur engin þau réttindi sem krafist er af Íslendingum og er tilbúið að vinna sömu vinnu fyrir langtum lægri laun.

Að baki er iðnaðurinn sem fær til sín háa þóknun af þó þessum lágu launum og notar hluta af þeim hagnaði til að fæða og fóðra einstaklinga innan stjórnkerfisins eða stjórnmálanna svo allt gangi snurðulaust fyrir sér.

Eftir standa innlendir, sem eru síkrafðir um allskonar réttindi sem kostar bæði mörg mannár og fjármuni að afla sér, horfandi á þessa meintu sérfræðinga sem engar kröfur eru gerðar til taka af þeim atvinnu og lifibrauð.

 

Ein birtingarmynd þessa óeðlis, sem mannsals og flóttamannaiðnaðurinn hefur alið af sér er að þegar stjórnvöld hvers tíma ætla að sauma fyrir einhver göt á hinum opnu landamærum að þá birtast allskonar samtök með hávær mótmæli sem fá greiðan aðgang að fjölmiðlum þjóðarinnar.

Staðalímynd þessa fólks er að það er af erlendum uppruna eða innlendir með allskonar hringa í andlitinu og það er með enga tengingu út í hið daglega líf þjóðarinnar.

 

Samt fær það athygli sem hið venjulega fólk fær ekki, þó hið venjulega fólk sé að glíma við ýmiskonar vandamál í stríði sínu við kerfið og fjárveitingavaldið.

Svo dæmi sé tekið af handahófi, af hverju eru ekki til fjármunir síðustu tíu ár í geðheilbrigði barna og unglinga á sama tíma tugir eða ekki hundruð milljarða hafa farið í hin opnu landamæri, í landi sem á engin landamæri af átakasvæðum eða er neinar beinar samgöngur til slíkra svæða???

 

Svarið liggur náttúrulega í gróðanum enda mannsals og flóttamannaiðnaðurinn arðbærasti iðnaður skipulagðra glæpasamtaka á eftir eiturlyfjaiðnaðinum.

Og sá gróði leitar í vasa hér og þar sem skýrir hitt og þetta.

 

Af hverju fá augljóslega tilbúin kostuð samtök eins og No Borders þessa miklu frétt um þarfaverk sitt fyrir iðnaðinn á síðum Mbl.is??

Hvað veldur???

Eða núna nýlegur grátur atvinnugóðmenna hjá Rauða krossinum um að það sé lítið fjárstreymi í kassann vegna þess að ríkisstjórnin er að stoppa í einhver göt á landamærunum??

 

Vissulega eru margir flóttamenn þarna úti og allir eiga þeir erfitt en ætlum við að taka við tugþúsunda á hverju ári svo það sé stanslaus yfirtíð hjá atvinnugóðmennum??

Og rökin fyrir hverjum og einum er rökin fyrir þúsundir, tugþúsundir, hundruð þúsunda, milljónir.

 

Hvar ætlum við að setja mörkin??

Þegar atvinnugóðmennin eru sprungin á yfirtíð sinni, geta ekki meira??

Eða ætlum við að átta okkur á þeim sannindum að fólk sem flýr átakasvæði er í flóttamannabúðum en ekki fljúgandi með Icelandair.

 

Þar á milli er svo milliliðurinn.

Mannsals og flóttamannaiðnaðurinn.

 

Krabbameinsæxlið sem ógnar samfélaginu.

Sem og öðrum samfélögum Evrópu.

 

Hvorki við eða Evrópa eru stórasta land í heimi.

Vandi heimsins er ekki leystur með því að eyðileggja okkur.

 

Rússar eru ekki ógnin.

Þó þeir séu vissulega ógn.

Kveðja að austan.


mbl.is Einum síðasta varnagla hælisleitanda kastað á glæ
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla

Bæta við athugasemd

Hver er summan af sjö og níu?
Nota HTML-ham

Um bloggið

Ómar Geirsson

Höfundur

Ómar Geirsson
Ómar Geirsson
Sept. 2025
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • Screenshot 2025-09-19 at 16-13-03 Bandaríkin beittu aftur neitunarvaldi
  • Screenshot 2025-09-19 at 16-13-03 Bandaríkin beittu aftur neitunarvaldi
  • Screenshot 2025-09-19 at 16-13-03 Bandaríkin beittu aftur neitunarvaldi
  • Screenshot (5956)
  • Screenshot (5957)

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (29.9.): 214
  • Sl. sólarhring: 487
  • Sl. viku: 3691
  • Frá upphafi: 1491369

Annað

  • Innlit í dag: 190
  • Innlit sl. viku: 3084
  • Gestir í dag: 181
  • IP-tölur í dag: 176

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband