32 féllu í loftárásum ísraelska hersins í Gasaborg í nótt

 

Er rétt málnotkun ef þessi frétt á ekki að vera áróður í þágu Hamas.

 

Og af hverju féll þetta fólk?

Fyrir því eru margar ástæður.

 

Sú fyrsta er sú yfirlýsing Hamas svo ég vitni í BBC "Hamas reportedly prepares for street-to-street fighting".  

Samtökin eru sem sagt tilbúin í götubardaga og götubardagar eru dauðadæmdir fyrir innrásarlið nema það jafni fyrst öll hús við jörðu, annars sætir það gífurlegu mannfalli úr launsátri varnarliðs sem verst í byggingum og húsarústum.

 

Önnur skýringin er að Hamas hefur með dyggri fjáraðstoð ríkja eins og Íslands byggt net jarðgagna undir Gasa, þar verjast hermenn samtakanna í öruggu skjóli.

En þeir eyddu ekki krónu af þessum stuðningi vestrænna ríkja til að byggja örugg skýli fyrir íbúa Gasa.

Þess vegna falla þeir ef þeir dveljast í húsum sem ráðist er á.

 

Í þriðja lagi, og þar liggur grafalvarleikinn, þá hefur þetta fólk ekki forðað sér þrátt fyrir ítrekuð tilmæli hers Ísraels þar um.

Sá fjölskyldufaðir, því það eru fjölskyldufeðurnir sem ráða, sem tekur ákvörðun um að sofa í húsum sem hann veit að verður ráðist á og þau sprengd í loft upp, hann er að taka gífurlega áhættu með líf annarra fjölskyldumeðlima.

Þá stendur sú spurning eftir, er hann nauðbeygður til þess, og þá af hverju??

 

Svar eða umfjöllun þar um er frétt og blaðamennska.

En þessi frétt er einhliða áróður í þágu Hamas og þeirra sem ábyrgðina  bera á að óbreyttir borgarar deyja í þessum loftárásum.

 

Það er ekki svo að enginn hafi vitað af þeim.

Það er jú bara aðeins búið að tilkynna þær í tæpar 4 vikur.

 

Hvað Mogganum gengur svo til er önnur spurning.

Kveðja að austan.


mbl.is 32 drepnir í Gasaborg
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla

Athugasemdir

1 identicon

Sæll.

Rétt hjá þér en svo má bæta við að til eru myndbönd sem sýna Hamasliða meina fólki að yfirgefa svæði sem Ísraelar hafa sagt fólki að yfirgefa.

Það er mjög alvarlegt þegar fjölmiðlar kjósa að trúa lygum og blekkingum frá hryðjuverkasamtökum. 

https://www.yahoo.com/news/hamas-quietly-drops-thousands-deaths-122557133.html?guccounter=1&guce_referrer=aHR0cHM6Ly93d3cuZ29vZ2xlLmNvbS8&guce_referrer_sig=AQAAAMlSPGBuRiAbVzmklJ8cLS1icU-23E1meIRGnycg1ZDUKOwtJLzEg0hdFfBDHNMBoWN1j31jDwPANFEDUZQ5BgEN2L_cyIzK_wAdsc9aUr93NX4b1lCltk6JfouOKqdVb0FX-WoGjbhIDEwvUmLXBhe9l-JIlAniUN3NCWaihvc7

Helgi (IP-tala skráð) 27.9.2025 kl. 13:53

2 Smámynd: Grímur Kjartansson

Hugarheimur Hamas leiðtoga byggist á að þeir eru EKKI á Gasa og geta því látið sem verið sé að spila tölvuleik

Annars er hér lýsandi viðtal við Hamas leiðtoga og hversu drullu sama þeim er um fólkið á Gasa

Five takeaways from CNN’s interview with key Hamas negotiator | CNN

Grímur Kjartansson, 27.9.2025 kl. 14:15

Bæta við athugasemd

Hver er summan af tíu og sextán?
Nota HTML-ham

Um bloggið

Ómar Geirsson

Höfundur

Ómar Geirsson
Ómar Geirsson
Sept. 2025
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • Screenshot 2025-09-19 at 16-13-03 Bandaríkin beittu aftur neitunarvaldi
  • Screenshot 2025-09-19 at 16-13-03 Bandaríkin beittu aftur neitunarvaldi
  • Screenshot 2025-09-19 at 16-13-03 Bandaríkin beittu aftur neitunarvaldi
  • Screenshot (5956)
  • Screenshot (5957)

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (27.9.): 362
  • Sl. sólarhring: 726
  • Sl. viku: 4690
  • Frá upphafi: 1490469

Annað

  • Innlit í dag: 268
  • Innlit sl. viku: 4007
  • Gestir í dag: 248
  • IP-tölur í dag: 239

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband