Forseti Palestínu þorir að segja á meðan vestræn góðmenni þegja.

 

Hann fordæmir voðaverk samtakanna 7. október 2023, hann hvetur Hamas til að leggja niður vopn og sleppa gíslum sínum, ásamt því að hann tekur fram að Hamas muni ekki gegn neinu hlutverki í stjórn Gasa eftir friðarsamninga.

Allt kröfur Ísraelsmanna frá upphafi innrásar þeirra inná Gasa, en Hamas hefur haldið sjó vegna stuðnings hinna vestrænu góðmenna.

Ég fullyrði að enginn viðmælandi Ríkisútvarpsins í sjónvarpsfréttum hið minnsta hefur tekið undir þessi orð Abbas forseta Palestínu eða minnst á ábyrgð Hamas á hörmungum íbúa Gasa.

Enginn hvorki innlendur eða erlendur.

 

Abba hefur áður beðið íbúa Gasa griða, hvatt Hamas til að sleppa gíslum og hætta bardögum sínum.

Bardögum þar sem herir Hamas og Ísraela takast á og í dag hafa hátt í tíuþúsund ísraelskir hermenn fallið eða særst í þeim bardögum, með tilheyrandi mannfalli óbreyttra borgara.

Ekkert góðmenni hefur tekið undir þau áköll Abbas, heldur lapið grimmt áróður Hamas um að það sé ekkert stríð á Gasa, heldur einhliða grimmdarverk Ísraelsmanna svo ég vitni í þekkt orðalag ríkisútvarps okkar.

 

Það væri ekkert stríð á Gasa ef Hamas hefði strax frá fyrsta degi verið fordæmt og samtökin látin vita að þau myndu aldrei vinna áróðursstríð sitt, áróðursstríð sem byggðist á því að nota óbreytta borgara sem mannlega skyldi, þau grimmdarverk að nota sjúkrahús sem stjórnstöðvar og jafnvel hýsi fyrir gísla sína, eða hefja árásir sína á ísraelska hermenn innan um óbreytta borgara.

Það væri ekkert stríð á Gasa ef Macron Frakklandsforseti hefði strax girt sig í brók, krafist afsagnar þeirra yfirmanna stofnana Sameinuðu þjóðanna sem hafa frá fyrsta degi voðaverka þeirra unnið með Hamas í áróðri sínum, og fengið Evrópusambandið ásamt Bretlandi til að fylkja sér um þessi orð sín sem hann mælti á allsherjarþinginu í dag; 

"Emmanuel Macron forseti ávarpaði þingið og krafðist þess að tímabundin stjórnvöld tækju við völdum á Gaza og hefðu það hlutverk að uppræta Hamas-samtökin. Macron sagði að Frakkar opnuðu ekki sendiráð í Palestínu fyrr en öllum gíslum Hamas hefði verið sleppt og samið um vopnahlé." Rúv

Hefði þessi orð verið sögð strax þá væri líkhrúgan á Gasa ekki komin hátt í 70 þúsunds manns.

 

Stofnanir Sameinuðu þjóðanna, í samvinnu við vestræn góðmenni, logið stanslaust til um væntanlega hungursneið á Gasa.

Þetta mátti lesa út úr skýrslum IPC, þeirrar stofnunar Sameinuðu þjóðanna sem á að fylgjast með hungri í heiminum; "The United Nations IPC/FRC, a respected agency responsible for famine assessment, projected a cumulative total exceeding 78,582 hunger-related deaths in Gaza by January 17, 2025.".  Hlálegt í ljósi þess að þegar vopnahlé komst á janúar þá tilkynntu heilbrigðisyfirvöld á Gasa aðeins 41 hungurtengt dauðsfall frá janúar til mars 2025, per þúsund íbúa svipað og í Egyptalandi eða Bandaríkjunum.

Og hver man ekki eftir þessari frétt hjá Rúv frá 20 mai síðastliðnum; "Fjórtán þúsund börn gætu dáið á Gaza á næstu tveimur sólarhringum ef hjálpargögn berast ekki í tæka tíð. Þetta sagði Tom Fletcher, yfirmaður mannúðarmála hjá Sameinuðu þjóðunum, við breska ríkisútvarpið í morgun.".

Þetta er sami maðurinn sem lýsti yfir hungursneið á Gasa þann 22. ágúst, 13 ágúst sagði í frétt Rúv að "Yfir 220 hafa nú látist úr vannæringu á Gasa, helmingurinn börn.".

 

Vitandi þessa staðreynd lepur samt Rúv áfram upp lygar Tom Fletcher þar sem hann fullyrðir í tilkynningu sinni um hina upplognu hungursneyð, að ástandið á Gasa uppfyllir eitt af skilyrðum þess að hægt væri að lýsa yfir hungursneyð, það er að rúmlega tveir af hverjum 10.000 manns deyja á hverjum degi. Íbúafjöldi Gasa áætlar Rúv í byrjun árs 2025, eftir mannfall og flótta af svæðinu, 2,1 milljón, þar að leiðandi ættu 420 deyja þar daglega úr hungri.

Æpandi misræmi milli raunveruleikans og fullyrðinga, frá upphafi stríðstákanna hafa 220 manns dáið úr hungri segja heilbrigðisyfirvöld á Gasa, hjá Sameinuðu þjóðunum eru dauðsföllin yfir 420 á dag.

 

Svona má lengi telja áfram, hvernig stendur á því að í skýrslu Sameinuðu þjóðanna um meint þjóðarmorð Ísraela á Gasa, að orðið Hamas kemur 42 sinnum fyrir en aldrei varðandi fordæmingu á samtökunum á átökunum eða þau noti óbreytta borgara sem mannlega skildi.

Þetta kallast ekki að vera hlutdrægur, þetta er beinn áróður í anda alræðisstjórnar nasista eða kommúnista, núna vinnubrögð sem Sameinuðu þjóðirnar og stofnanir þess ástunda.

 

Þá biður forseti Palestínu fólki sínu griða.

Griða frá Hamas.

 

Mættu fleiri taka undir þau orð.

Þó meint góðmenni, sérstaklega atvinnugóðmenni munu aldrei slíkt gera.

Kveðja að austan.


mbl.is Forseti Palestínu fordæmir árás Hamas á Ísrael
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla

Bæta við athugasemd

Hver er summan af fjórum og níu?
Nota HTML-ham

Um bloggið

Ómar Geirsson

Höfundur

Ómar Geirsson
Ómar Geirsson
Sept. 2025
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • Screenshot 2025-09-19 at 16-13-03 Bandaríkin beittu aftur neitunarvaldi
  • Screenshot 2025-09-19 at 16-13-03 Bandaríkin beittu aftur neitunarvaldi
  • Screenshot 2025-09-19 at 16-13-03 Bandaríkin beittu aftur neitunarvaldi
  • Screenshot (5956)
  • Screenshot (5957)

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.9.): 437
  • Sl. sólarhring: 718
  • Sl. viku: 5228
  • Frá upphafi: 1488115

Annað

  • Innlit í dag: 387
  • Innlit sl. viku: 4515
  • Gestir í dag: 351
  • IP-tölur í dag: 339

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband