Þegar ASÍ smækkaði sig

 

Fyrr í þágu Evrópudraums Samfylkingarinnar undir forystu Jóhönnu Sigurðardóttur, þá var gjaldið skuldaþrælkun almennings, sérstaklega hins vinnandi fólks sem Alþýðusamband Íslands á að gæta hagsmuna.

Þar var smánin algjör, Alþýðusambandi Íslands undir forystu Gylfa forseta þess, reyndist að lokum síðasti bandamaður fjárkúgunar breta og Hollendinga, Gylfi reif meir að segja kjaft eftir dóm EFTA dómsins sem dæmdi fjárkúgunina ólöglega, líkt og aðrar fjárkúganir.

Smán sem hefur fylgt öllum þáverandi æðstu yfirmönnum ASÍ og þeim gungum sem verkafólk kaus til að gæta hagsmuna sinna, en lúffuðu á sannfæringu sinni gagnvart þessu ofurmenntuðu fólki sem leiddi þá Alþýðusambandið.

 

Þessi smækkun ASÍ, þessa heildarsamtaka launafólks, varð ekki smækkuð þegar Drífa Snædal gegndi forsetaembætti sambandsins, þó var augljóst að Drífa átti að gegna trúnaðarstörfum fyrir önnur samtök en heildarsamtök vinnandi fólks, til dæmis í samtökum ofurmenntaðra kvenna með skýra femíníska lífsýn, með því höfuðmarkmiði að halda niður kjörum ómenntaðra verkakvenna.

Enda hrakti Sólveig Anna formaður Eflingar Drífu úr embætti, hennar brotthvarf grét enginn innan ASÍ en vissulega var grátið í ýmsum kreðsum innar hinnar menntuðu yfirstéttar rosalegra góðra og meðvitaðra menntakvenna.

 

Þegar kreddan sótti að alþýðu sjávar og sveita með grímulausri ofurskattlagningu sjávarútvegsfyrirtækja, þá myndaðist mjög sjaldgæfur samhljómur í sveitarstjórnum sjávarbyggða gegn þeirri ofurskattheimtu, óháð flokkum og flokkadráttum ásamt því að verkalýðsfélög á landsbyggðinni voru einróma í andstöðu sinni gegn þessarar aðfarar veruleikafirrts fólks í 101 Reykjavík sem hafði aldrei unnið í slori eða  yfirhöfuð dýft höndum sínum í kalt vatn, líka óháð stjórnmálaskoðunum eða tengslum við stjórnmálaflokka.

Að maður hélt en fulltrúi vinnandi fólks í Vestmannaeyjum vakti athygli á að svo var ekki.

Sagði ASÍ nota hinar grafalvarlegu uppsagnir í Vestmannaeyjum í pólitískum tilgangi.

Getur þá ekki verið að vísa í annað en flokkshollustu Finnboga Hermannssonar og meðreiðasveina hans við þessa aðför 101 Samfylkingar og Viðreisnar við vinnandi fólk í sjávarútvegi.

 

Þar blasir við að Arnar Hjaltalín, formaður Drífanda, stéttarfélags í Vestmannaeyjum, hefur rétt fyrir sér.

Miðstjórn ASÍ tókst að smækka sig frá því þegar hún var smæst; vísum í ályktun hennar.

"Auðlindir hafsins í kringum Ísland eru ekki séreign útgerðarinnar. Útgerðin hefur hins vegar um langt skeið fengið aðgang að þeim án eðlilegs endurgjalds til eigenda hennar, þjóðarinnar. Íslenskur sjávarútvegur hefur verið vel rekinn undanfarinn áratug, skilað afkomu og byggt upp eigið fé sem hleypur á hundruðum milljarða.".

 

Fyrir utan alla þá heimsku sem þarna kemur fram, þá hefur núverandi útgerð ekki fengið afnot af fiskistofnum þjóðarinnar án þess að einhver auðlindarenta, eða það sem úrkynjunin í 101 kallar "eðlilegt endurgjald" hafi komið til.

Auðlindagjald með réttu eða röngu var ekki sett á í upphafi kvótakerfisins, meint arðsemi af kvótaeign var því strax reiknuð inní endursöluverð kvóta, það endursöluverð tók ekki á nokkurn hátt mið af hugsanlegri arðsemi fiskveiða heldur spákaupmennsku um framtíðarvirði kvótans.

Kvóti hefur í áratugi gengið kaupum og sölum, þar sem markaðsvirði hans hefur ráðist af því einfalda samhengi að ef hann er of hátt verðlagður, þá fer kaupandinn á hausinn, ef hann er seldur á of lágu verði, þá hefur kaupandinn grætt miklar fjárhæðir á kaupum sínum.

 

En undirliggjandi og endapunktur er arðsemi sjávarútvegsins.

 

Ofurskattar, að því gefnu að þeir drepi ekki allt í upphafi, þvinga útgerðir í meinta hagræðingu, skipum er lagt og fiskvinnslu er lokað.

Þar til eftir standa örfá risafyrirtæki og flestar núlifandi sjávarbyggðir auðnin ein.

Þess vegna sameinuðust sveitarfélög sjávarbyggðanna gegn þessari ofurskattlagningu nýfrjálshyggjunnar, þess vegna mótmæltu félög vinnandi fólks á landsbyggðinni þessari aðför að atvinnu og kjörum umbjóðenda sinna.

 

En ASÍ styður þessa aðför að vinnandi fólki alveg eins og hún studdi fjárkúgun breta kennda við ICEsave á sínum tíma.

Samnefnarinn sá sami.

Flokkshollusta við þá flokka sem standa að aðförinni.

 

Þá var þetta kannski skiljanlegt á þann hátt að það þarf dug og þor ómenntaðs fólks innan verkalýðsforystunnar til að standa gegn hinni menntuðu yfirstétt sem þá leiddi ASÍ.

En í dag á þetta fólk sér enga afsökun.

 

Ómenntaður, menntaður, þar liggur ekki diffinn að styðja þessa aðför 101 Samfylkingin Reykjavík að sjávarbyggðum þjóðarinnar.

En heimskan ein getur kannski útskýrt það sem stóð í stuðningsyfirlýsingu miðstjórnar ASÍ við ofurskattlagninguna á sjávarútvegsfyrirtæki eins og enginn vinnandi maður ynni hjá þeim.

 

Það þarf ekki níðstöng fyrir þetta fólk þegar það dugar að vitna í þeirra eigin orð;

"Miðstjórn Alþýðusambands Íslands styður boðaðar breytingar á lögum um veiðigjöld og telur rétt að skattstofninn miðist við raunverulegt markaðsverð á afurðum.

Auðlindir Íslands eru sameign þjóðarinnar. Auðlindamál voru meginþema síðasta þings ASÍ og kallaði þingið eftir endurskoðun gjaldtöku vegna nýtingar hvers kyns auðlinda. Þar eigi að miða að því að gjaldtaka af auðlindum tryggi þjóðinni réttláta hlutdeild í þeim umframarði sem til verður við nýtingu auðlinda. Þetta hefur ekki tekist með núverandi kerfi þar sem veiðigjöld eru einungis lítill hlutur í mældri auðlindarentu í sjávarútvegi.

Fiskveiðistjórnunarkerfið hefur skapað hagræðingu, aukið framleiðni og skapað gríðarlegan arð. Augljós galli í núverandi kerfi veiðigjalda er að sjávarútvegsfyrirtæki geta komist hjá greiðslu eðlilegs gjalds með milliverðlagningu. Boðað frumvarp bætir úr framangreindum galla. ASÍ leggur þó áherslu á að hluti auðlindaarðs verði eftir í þeim byggðum þar sem nýting fer fram. ASÍ telur jafnframt mikilvægt að stjórnvöld rýni vel hvaða áhrif þessar breytingar hafa á smærri útgerðir og fiskvinnslur.".

 

Aldrei hélt maður að ég myndi upplifa þá tíma að það væri til bóta að bræðurnir frá Bakka myndu leiða heildarsamtök íslenskra launþega.

Að eitthvað gæti verið svo heimskt, að það væri heimskara en þeir.

 

Svo lærir sá sem lengi getur lifað.

En sá sem samdi þennan málshátt sá ekki þennan lærdóm fyrir.

 

Hann er óskiljanlegur.

Ekki þessa heims.

 

Hvers hann er geta aðeins hið smáa fólk sem smækkaði ASÍ útskýrt.

Ef það er þá ennþá sýnilegt í smæð sinni.

 

Það má guð vita.

Kveðja að austan.

 


mbl.is Segir ASÍ nota uppsagnirnar í pólitískum tilgangi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla

Bæta við athugasemd

Hver er summan af fjórum og átta?
Nota HTML-ham

Um bloggið

Ómar Geirsson

Höfundur

Ómar Geirsson
Ómar Geirsson
Sept. 2025
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • Screenshot 2025-09-19 at 16-13-03 Bandaríkin beittu aftur neitunarvaldi
  • Screenshot 2025-09-19 at 16-13-03 Bandaríkin beittu aftur neitunarvaldi
  • Screenshot 2025-09-19 at 16-13-03 Bandaríkin beittu aftur neitunarvaldi
  • Screenshot (5956)
  • Screenshot (5957)

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.9.): 750
  • Sl. sólarhring: 789
  • Sl. viku: 5480
  • Frá upphafi: 1487620

Annað

  • Innlit í dag: 667
  • Innlit sl. viku: 4718
  • Gestir í dag: 594
  • IP-tölur í dag: 569

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband