22.9.2025 | 07:55
Hvað segir Góða fólkið þá?
Er þessi ekkja ekki réttdræp fyrir að tala um fyrirgefningu á grundvelli kristinnar trúar í stað þess að tala um hatur og heift, sniðgöngun, útskúfun, að hvetja ekki fólk til að öskra og æpa á fundum ólíkra sjónarmiða, eða hreinlega leysa þá upp líkt og þegjandi þögn háskólarektors hefur hvatt til að sé normið við Háskóla Íslands.
Hvað munu þeir pennar Góða fólksins segja núna, nýbúnir að skrifa haturspistla sína gegn þessum Kirk, sem ég tek fram að ég þekki haus né sporð á, og allt að því sagt að hann hafi verið réttdræpur vegna skoðana sinna og í raun þarfaverk að skjóta hann.
Í anda þeirrar orðræðu haturs og heiftar sem þeir hafa ástundað lengur en yngra fólk man.
Ég skal játa að ég hef aldrei skilið bofs í sumu sem veður uppi hjá meintu kristnum fólki í Bandaríkjunum, segi meintu því margt sem þau segja á lítt skylt við boðskap Meistarans frá Nasaret, sem seinna var kallaður Kristur, og að hluta ekki þessa heims.
Það er gott og vel að verja kristin gildi, en kristin gildi eru ekki að boða hatur gagnvart fólki sem er öðruvísi en þau og þess eini glæpur er að vera öðruvísi.
Á tímum upplausnar og sundrungar, jafnvel hreins siðrofs í samfélaginu, er mjög skiljanlegt að kristið fólk vilji vernda hefðbundin gildi, en það þýðir ekki það sama að aðrir megi ekki vera öðruvísi, þeir hafa alltaf verið öðruvísi en máttu það bara ekki, voru jafnvel ofsóttir eins og kristnir forðum.
Og þegar sú vörn byggist á að níðast á öðrum, að banna þetta og hitt fyrir aðra í stað þess að fara sjálfir eftir og vera þannig fyrirmynd, þá á sú vörn lítt eða ekkert skylt við boðskap Jesú Krists.
Þess vegna bregður manni í brún að lesa þessa frétt, og þau orð sem eru höfð eftir hinni syrgjandi ekkju; fyrirgefið í stað þess að hata.
Talið, ræðið málin eins og maðurinn minn gerði, í stað þess að steyta hnefa.
Hættið að misnota dauða hans í ykkar hráskinsleik.
Ekki veit ég hvort þetta muni hafa einhver áhrif á umræðuna í Bandaríkjunum, ég vona það.
En á Íslandi sé ég fyrir mér froðufellinguna hjá fólkinu sem tröllríður íslenskri umræðu, fullt af heift og hatri út í alla þá sem voga sér að vera ekki sammála hinum opinbera boðskap.
Sé jafnvel fyrir mér að Gísla Marteini verði sigað á hina syrgjandi ekkju, og salurinn taki undir og blístri.
Svo hrista menn hausinn þegar glittir í viðbjóð nasistana í þeim stórgóðu þýsku sjónvarpsþáttum Hús draumanna eða þeirri þáttarröð sem núna er sýnd í sjónvarpinu, Brennandi heimi eða World on fire.
Átta sig ekki á að þeir eru nákvæmlega eins, diffinn liggur í að nasistarnir fengu völd sem Góða fólkið hefur ekki ennþá.
Ganga í takt, ein skoðun, ein opinber skoðun.
Líðum ekki andóf.
Þá er það eins og ferskur andblær að lesa um mátt fyrirgefningarinnar.
Fólk hefur verið skotið af minna tilefni.
Kveðja að austan.
![]() |
Ekkja Charlie Kirk fyrirgefur byssumanninum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Um bloggið
Ómar Geirsson
Færsluflokkar
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.9.): 267
- Sl. sólarhring: 931
- Sl. viku: 4997
- Frá upphafi: 1487137
Annað
- Innlit í dag: 237
- Innlit sl. viku: 4288
- Gestir í dag: 229
- IP-tölur í dag: 222
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Þú ert innskráð(ur) sem .
Innskráning