Hroki, óhlustun, niðurlæging, fyrirlitning.

 

Eru orðin sem lýsa framkomu og samskipahæfni hinnar menntuðu yfirstéttar sem stýrir Reykjavíkurborg.

 

Er ég þá að vísa í embættismenn en ekki kjörna fulltrúa, það efa fáir að fólkið sem myndar meirihlutann vilji ekki vel, en því miður falla flest þeirra í hópinn sem verkafólk á gólfinu í saltfisknum í gamla daga afgreiddi með þeim orðum að viðkomandi væri ekki mikil mannvitsbrekka.  Og þá kom oft á móti, já hann veður ekki í vitinu þessi.

Hvort það voru þögul andmæli gegn þeim sem voru menntaðir eða voru að afla sér menntunar, veit ég ekki.

 

Þessi lýsing sem má lesa um í viðtengdri frétt á samskiptum og samskiptahæfni menntaðra millistjórnenda við venjulegt fólk, erfiðisfólks sem vinnur á gólfinu fyrir skítalaun sem og skjólstæðinga þess, er alltaf að dúkka reglulega upp síðustu árin þegar fólk lýsir samskiptum sínum við skrifræði og embættiskerfi höfuðborgarinnar.

Hrokinn er eins og fylgja sem fylgdi mörgum Viðvirðinga hér á árum, fylgja sem fékk hunda til að gelta nokkru áður en Viðfirðing bar að garði, hún leitar inn á undan viðkomandi hámenntaða með allavega 6 háskólagráður, lætur vita að hér er manneskja á ferðinni sem veit betur.

Manneskja sem veit betur hlustar ekki, hún óhlustar því hún leyfir fólki að tala eftir að hún er búin að ákveða hlutina og tilkynna ákvörðun sína, kallar það samráð, því Góða fólkið í Reykjavík er jú þekkt fyrir samráð.  Hefur meira að segja skráð það niður á blað.

Og þegar hinn venjulegi tekur ekki alveg samráðinu, hefur jafnvel athugasemdir, eða bara spyr spurningar um eitthvað sem augljóslega gengur ekki upp, þá er hann niðurlægður; Hvað veist þú um þetta??, síðan sú fyrirlitning; Ég ræð.

 

Það er ekki svar að segja; Gott á þá og vísa þá í að Reykvíkingar hafi kosið þessa hugsun og þessa stjórnunarhætti yfir sig. 

Því þeir hafa allavega síðustu 3 kjörtímabil reynt að kjósa þessa óværu burt, en alltaf hefur fundist einhver valdaþráari sem kýs að svíkja kjósendur sínar ef hann fær að vera memm, það er styttra frá sandkassanum en marga grunar.

 

Síðan er ég viss um að mjög víða á landinu, jafnt til sjávar sem sveita, í bæjum og þorpum kenni menn sama viðhorfs sem lýst er í þessari frétt og ég lýsi með mínu nefi hér að ofan.

Þess vegna langar mig að nefna dæmi sem ég þekki mjög til og er frá heimabyggð minni og samskiptum íbúa og aðstandenda þeirrar mætu stofnunar; Breiðabliks, þjónustuíbúðir aldraðra í Neskaupstað, við hugsanlega svona viðhorf, en samt ekki.

Segi þessi dæmisögu því í henni er fólgin ákveðinn lærdómur.

 

Það vantar alls staðar pening og það er engin mannvonska að baki sparnaðartillögum, misgáfulegum, en sumar eru einfaldlega vitlausari en aðrar, og þá reynir á hlustun.

Ég ætla ekki að rekja tilefnið en á fundi með íbúum og aðstandendum voru tillögur um sparnað ræddar, annars vegar af íbúum og aðstandendum og hins vegar af tveimur embættismönnum einhvers sviðsins í stjórnkerfi Fjarðabyggðar.

Það var ekki þannig að það væri beint verið að tala niður fólk, en þegar þú réttlætir sparnað með því að segja öldruðum konum, sem hafa skilað sínu lífsstarfi með sóma, verandi þarna í skjóli Breiðabliks, sem ég tek fram er til algjörar fyrirmyndar og rós fyrir Fjarðabyggð, með því að segjast ætla kenna hinum gömlu konum að þrífa svo þær þurfi ekki þennan klukkutíma á viku sem þær fengju í þrifaaðstoð, þá er eiginlega ekki hætt að lítillækka þær meir.

Gömlu konurnar snérust til varnar, útskýrðu líf sitt og lífshlaup fyrir hinum ungu konum, og þá var ekki skammast í þeim eða annað til baka, heldur þagað og hlustað, og að lokum viðurkennt að það væri erfitt að gera eitthvað vitrænt þegar krafa kjörinna fulltrúa væri um niðurskurð undir ónefninu "hagræðing".

Eitthvað alveg þveröfugt miðað við þekkta hegðun og framkomu embættismanna Reykjavíkurborgar.

 

Eðlilega beindust þá spjót á hina kjörnu fulltrúa og þau spjót flugu aðallega á íbúaspjalli Fjarðabyggðar með þeim árangri að bæjarráð Fjarðabyggðar samdi ályktun, þó ekkert væri erindið, að það vildi ítreka að það stæði ekki til að skera niður þjónustu á Breiðabliki.

Í kjölfar þeirrar ályktunar kom allt bæjarráð ásamt bæjarstjóra á fund með íbúum og aðstandendum þeirra.

Einhver hiti var á fundinum þó ekki hefði hann dugað í litla fjarvarmaveitu því niðurstaða hans var mjög eftirtektarverð, og í raun tilefni þess að ég hugsaði með mér þegar ég las þessa frétt um Smiðjuna, og hrokann sem níðist á sínum minni bræðrum, að þetta þyrfti ekki að vera svona.

 

Formaður bæjarráðs, Ragnar Sigurðsson baðst afsökunar.

Já alveg satt, hann baðst afsökunar.

Eftir að hann hafði útskýrt sína hliða, já hann útskýrði en talaði ekki niður til fólks, að hann gerði sér grein fyrir að sumt gengi ekki upp, og það hefði alls ekki verið tilgangurinn að valda kvíða og uppnámi hjá því ágæta aldraða fólki sem hefði skjól í íbúðum Breiðabliks.

Hann sagðist vera þakklátur þegar hann hlustaði á hrós íbúa og aðstandanda um starfsfólk og viðmót þess, fólksins á gólfinu, og það sem kom fram á fundinum tæki hann og aðrir kjörnir fulltrúar til greina.

 

Maður að meiri, og er síðan maður að meiri.

Að sjálfsögðu venjulegur maður með alla sína kosti og galla, en maður að meiri.

 

Því hann viðurkenndi mistök og baðst á þeim afsökunar.

Án réttlætingar, án vífillengja, aðeins hrein afsökunarbeiðni.

Og síðan var tekið upp léttara hjal og staðið við allt sem sagt var.

 

Ég geri mér fullkomlega grein fyrir því að líkur þess að eitthvað slíkt gerist í Reykjavík eru ekki mælanlegar á nútíma mælitækjum.

Sagan um Græna skrímslið og hana Dóru litlu sem kemur með aulabrosið í viðtöl staðfesta einfaldlega þetta mat mitt.

 

En þetta þarf ekki að vera svona.

Það eru til dæmi um annað.

 

Snýst aðeins um uppeldi og mannleg samskipti.

Kveðja að austan.

 

 

 


mbl.is Segir borgina vilja þagga niður í starfsfólki
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla

Athugasemdir

1 Smámynd: Magnús Sigurðsson

Góðan daginn Ómar, -þetta er falleg saga úr neðra og segir vel hvað milliliðalaus samskipti maður á mann geta haft að segja.

Mér brá nú samt við í byrjun, hvað áru ættarinnar varðar. Ég er nýlega búin að lesa Viðfjarðarundrin hans Þórbergs og man ekki eftir að þessu með hundana hafa verið skrökvað í hann. 

Þú eiginlega skuldar skýringu, því kannski gæti sú skýring skýrt hegðun hunda út fyrir mér.

Með norðan kveðju úr efra.

Magnús Sigurðsson, 20.9.2025 kl. 10:41

Bæta við athugasemd

Hver er summan af fjórum og núlli?
Nota HTML-ham

Um bloggið

Ómar Geirsson

Höfundur

Ómar Geirsson
Ómar Geirsson
Sept. 2025
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • Screenshot 2025-09-19 at 16-13-03 Bandaríkin beittu aftur neitunarvaldi
  • Screenshot 2025-09-19 at 16-13-03 Bandaríkin beittu aftur neitunarvaldi
  • Screenshot 2025-09-19 at 16-13-03 Bandaríkin beittu aftur neitunarvaldi
  • Screenshot (5956)
  • Screenshot (5957)

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (20.9.): 286
  • Sl. sólarhring: 627
  • Sl. viku: 4047
  • Frá upphafi: 1485158

Annað

  • Innlit í dag: 229
  • Innlit sl. viku: 3456
  • Gestir í dag: 221
  • IP-tölur í dag: 214

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband