Hvar er gagnrýnin í fréttamennskunni??

 

Það er þekkt feikmyndbandið sem fékk mikla spilun og fréttaumfjöllun, þar á meðal hér á Mbl.is þegar palestínski blaðamaðurinn Mohammad Shehab birti myndskeið af því sem átti að vera síðustu stundir lífs hans, þar sem kom meðal annars fram að 44 fjölskyldumeðlimir hans hefðu dáið í árás ísraelska hersins á íbúð hans og hans síðustu orð voru "Af hverju styrkið þið ekki okkur um mat og pening?".   Margir dáðust af þessari hugprýði að hugsa um aðra á sínu síðasta augnabliki, svo kom krash upptöku lokið, og þá líklegast vegna þess að Mohammad var allur.

Meinið var að hann tók þetta myndskeið uppí Doha, höfuðborg Katar, og hann treysti á forheimsku og fávitahátt meðvirkra vestrænna blaðamanna með voðaverkum Hamas, að hann hafði ekki fyrir því að fela slóð sína og hélt áfram að vera virkur á samfélagsmiðlum, þar sem hann sýndi hóglífi sitt í þessari velmegunarborg olíuauðsins.

 

Þó fréttastjórn Morgunblaðsins bæði ekki afsökunar á að dreifa falsfréttum, þá hefði maður haldi að eitthvað hefði hún þó lært að birta athugasemdarlaust svona fréttir, og það er engin afsökun að nota orðalagið "að sögn", því svona frétt vekur alltaf upp spurningar.

Áður en ég birti bút úr fréttinni um börnin sem voru dregin út í pörtum þá vilja ég minna á fréttamyndir frá Gasa borg þar sem Ísraelsher er í óðaönn að jafna háhýsi við jörðu, og síðan er oft sýndar myndir af dreifibréfum þar sem herinn hefur varað íbúa viðkomandi bygginga við yfirvofandi árásum, sem og dreifibréf Ísraelshers þar sem íbúar Gasa eru hvattir til að yfirgefa borgina, svona svipað og Bandaríkjamenn gerðu í Írak þegar þeir voru að berjast við skæruliða súnníta þar.

Þar var það kallað mannúð, að bíða með árásir á skæruliðana meðan íbúar gátu forðað sér, í fréttamyndum Rúv og annarra meðvirkra fjölmiðla með voðaverkum Hamas, er þetta kallað þjóðernishreinsanir.

Orðalagið skipti svo engu, fólk fær tækifæri til að forða sér.

 

Vitnum þá í fréttina um meint dráp á börnunum sem voru dregin út í pörtum.

"Það voru um 50 manns þarna inni, þar á meðal konur og börn. Ég veit ekki hvers vegna þeir sprengdu það," sagði Abu Abd Zaqout, sem bætti við að fjölskylda frænda síns hefði búið í fjölbýlishúsinu.

"Af hverju að drepa börn sem eru sofandi í öryggi sínu á þennan hátt og breyta þeim í líkamsparta," bætti hann við. "Við drógum börnin út í pörtum."

Í yfirlýsingu sagði Zaqout-fjölskyldan að 23 úr henni hefðu verið drepnir í árásinni á heimili þeirra".

 

Það fyrsta sem blasir við sem ætti að hringja aðvörunarbjöllum er að í miðri sorg, og reyndar í miðjum björgunaraðgerðum ef marka má fréttina, að þá skuli fjölskyldan sjá ástæðu til að gefa út yfirlýsingu um meint mannfall fjölskyldumeðlima.

Aðvörunarbjalla númer 2 ætti að hringja yfir þessu orðalagi; "Af hverju að drepa börn sem eru sofandi í öryggi sínu á þennan hátt og breyta þeim í líkamsparta".  Bíddu við!!, hvaða öryggi??  Það er stríð í gangi, í marga marga daga hafa íbúar Gasa verið varaðir við að Ísraelsher muni ráðast inní borgina og þeir beðnir um að flýja, og síðan þá hafa byggingar verið sprengdar í loft upp. Það svaf ekkert barn í öryggi í rúmum sínum þegar loftárásir Rússa á Kiev stóðu yfir, eða börnin sem bjuggu í London þegar Þjóðverjar hófu loftárásir sínar.

 

Og aðvörunarbjalla númer 3 hefðu átt að kvikna við þessi orð; "Ég veit ekki hvers vegna þeir sprengdu það".

Já hann vissi það ekki, hafði greinilega ekki frétt af stríðinu.

 

Öll þessi frétt ber einkenni áróðurs, Göbbels hefði verið stoltur af henni, að láta þýskan fjölskylduföður skilja ekkert í af hverju hús fjölskyldu hans hefði verið sprengt í loft upp í miðri orrusstunni um Berlín, "þegar við sváfum í öryggi okkar, hver gerir börnum þetta??!!"

Nema Göbbels hefði aldrei gert það, í miðju stríði þarft þú að treysta á mikla glámskyggni svokallaðra "hlutlausra" fjölmiðla til að einhver myndi endurbirta hana.

Það er nefnilega af sem áður var með eðlilega vitsmuni og heilbrigða skynsemi.

 

Þess vegna kemst Hamas upp með öll sín voðaverk gagnvart íbúum Gasa og eru dyggilega studdir af flestum vestrænum fjölmiðlum til að ná fram lokamarkmiði sínu um útrýmingu 9 milljóna manna nágranna þjóð sinni.

Þessi meðvirkni eða beini stuðningur við þjóðarmorð Hamas, bæði með því kalla viljandi þessar ólýsanlegu hörmungar yfir íbúa Gasa, sem og ætla sér að drepa hvern einasta gyðing sem þeir koma höndum yfir, dyggilega studdir af miklum meirihluta Palestínuaraba, skín út úr hverri frétt sem fréttaritstjórn Mbl.is birtir um átökin á Gasa.

Til dæmis í frétt um þá mannúð Ísraelshers að opna örugga flóttaleið út úr borginni, frétt sem er fréttin á undan þessari í tímaröð, þar er því fundið allt til foráttu. "Margir Palestínumenn sem AFP-fréttaveitan ræddi við í Gasa segja að engar öruggar leiðir séu til á svæðinu og þeir kjósi frekar að deyja á heimilum sínum frekar en að halda á flótta.".

Í stað þess að spyrja hinnar augljósu spurningar; Af hverju talar AFP-fréttaveitan ekki við einhvern af þeim 350 þúsund sem sagðir eru hafa þegar flúið, og bjargað þar með lífi sínu.

 

Spyrja síðan þeirrar spurningar sem blasir við, eru vígamenn Hamas að koma í veg fyrir flótta samlanda sinna úr borginni, koma í veg fyrir að hinir mannlegir skildir þeirra hverfi á braut og þeir berskjaldaðir á eftir.

Óttast Hamas að ef allir flýja að þá sé falsfréttin um hungursneyðina miklu á Gasa endanlega afhjúpuð því í öllum fréttaskotum af hinum flýjandi mannfjölda sjást engin merki um hina yfirlýstu hungursneyð í Gasaborg eða nágrenni hennar.

 

Og fyrst það er minnst á hungursneyð þá má vitna í frétt frá því í gær; "Segja að yfir 10.000 börn þjást af bráðri vannæringu" og þá í fyrirsögn vitnað í talsmann Unicef. 

Og spyrja einnar grundvallarspurningar, að fyrst að fréttaritstjórn Mbl.is trúir þessum fullyrðingum, af hverju birtir blaðið ekki þá mynd af einhverjum af þessum börnum sem þjást af bráðavannæringu, í stað þess að birta mynda af stríðshrjáðum börnum sem augljóslega þjást ekki af vannæringu, hvað þá bráðavannæringu.

Er Mogginn kominn í Hamasdeildina að dreifa falsfréttum???

 

Það er af sem áður var að á fréttaritstjórn Morgunblaðsins vann fólk sem kunni að spyrja spurninga.

Kunni að efast.

Kunni að sannreyna fullyrðingar í stað þess að nota orðlagið "að sögn" eins og blaðið gerir í dag þegar það endurbirtir fréttir frá áróðursdeild Hamas.

 

Svona fréttaflutningur gerir engum greiða.

Allra síst fórnarlömbum þessara átaka.

 

Þar liggur sorgin í þessari meðvirkni.

Kveðja að austan.

 

 

 


mbl.is „Við drógum börnin út í pörtum“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla

Bæta við athugasemd

Hver er summan af sex og fimmtán?
Nota HTML-ham

Um bloggið

Ómar Geirsson

Höfundur

Ómar Geirsson
Ómar Geirsson
Sept. 2025
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • Screenshot (5956)
  • Screenshot (5957)
  • Screenshot (5952)
  • Screenshot (5951)
  • Screenshot (5886)

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (17.9.): 367
  • Sl. sólarhring: 640
  • Sl. viku: 3916
  • Frá upphafi: 1483254

Annað

  • Innlit í dag: 320
  • Innlit sl. viku: 3405
  • Gestir í dag: 293
  • IP-tölur í dag: 285

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband