14.9.2025 | 10:21
Hamas er hugmynd.
Hugmynd er ekki felld með vopnum, sama hve öflug þau eru.
Að því gefnu að Netanjahú ætli ekki að útrýma sérhverjum Palestínumanni sem er innan skotfæris Ísraelska hersins, er stríð hans dauðadæmt.
Ef rústir og vonleysi er það eina sem bíður fólks, þá er það eðlilegt að ungir taki byssur þeirra eldri sem falla, hvað eiga menn annað að gera??
Og þegar Netanjahú lýsir leiðtogum Hamas, að þeir standi í vegi fyrir friðnum og lausn gísla, þá er hann um leið að lýsa sjálfum sér.
Nema að hann sakar þá um að tefja friðarviðræður, en hann rauf friðinn í mars á þessu ári, breytti réttlátu stríði í tilgangslaust blóðbað.
Tilgangurinn allt annar en að frelsa gíslana sem hafa liðið ómældar þjáningar í haldi Hamas.
Í dag er Netanjahú öflugasti bandamaður Hamas.
Mun öflugri en þær Þorgerður Katrín og Von der Leyen sem og annað stuðningsfólks þjóðarmorðs Hamas á íbúum Gasa á Vesturlöndum til samans.
Hamas var búið að tapa stríðinu.
Þá kastaði Netanjahú líflínu til samtakanna með því að hefja átökin á ný.
Því öfgar vilja stríð og blóð saklausra.
Ekki frið og líf.
Kveðja að austan.
![]() |
Með útrýmingu leiðtoga Hamas lýkur stríðinu |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Um bloggið
Ómar Geirsson
Færsluflokkar
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (14.9.): 337
- Sl. sólarhring: 688
- Sl. viku: 3835
- Frá upphafi: 1481448
Annað
- Innlit í dag: 289
- Innlit sl. viku: 3373
- Gestir í dag: 275
- IP-tölur í dag: 266
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Þú ert innskráð(ur) sem .
Innskráning